Pakkatilboð – minni og einbeiting

9.976 kr.

(4 umsagnir frá notendum)

Þessi pakki inniheldur 3 vörur: tinktúruna bacopa og rósmarín, lion’s mane sveppaduft og teblöndu fyrir minnið.

 • Bætir minni
 • Eykur einbeitingu
 • Dregur úr einkennum ADHD
 • Dregur úr heilaþoku
 • Styrkir heilastarfsemi
 • Mælt er með að nota allar vörurnar samhliða

Anna Rósa mælir með því að taka burnirót samhliða þessu pakkatilboði.

 

Smelltu til að lesa um jurtirnar sem er í þessu pakkatilboði.

 

Inniheldur íslenskar jurtir tíndar af Önnu Rósu.

Bacopa og rósmarín 200 ml, lion’s mane sveppaduft 60 g og te fyrir minnið 40 g

Lýsing

Anna Rósa mælir með að taka allar vörurnar í þessu pakkatilboði samhliða, ásamt burnirót, í a.m.k. einn til þrjá mánuði til að reyna að ná sem mestum árangri.

Magn: Bacopa og rósmarín 200 ml, lion’s mane sveppaduft 60 g og te fyrir minnið 40 g.

Notkun – Bacopa og rósmarín: 1 tappi þrisvar á dag fyrir eða eftir mat. Blandist í vatn, safa eða jurtate. Hristist fyrir notkun.

Notkun – Lion’s mane sveppaduft: 1-2 tsk á dag með morgunmat. Hrærðu út í vatn, hristinga, graut eða safa.

Notkun – Te fyrir minnið: Settu 1-2 tsk í bolla, helltu sjóðandi vatni á, láttu standa í a.m.k. 10 mínútur, síaðu jurtir frá. Drekktu þrjá til fjóra bolla á dag.

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: Tinktúran Bacopa og rósmarín er með 5 ára endingartíma og við ábyrgjumst 1 árs endingu eftir opnun. Tinktúran er framleidd oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika hennar. Geymist við stofuhita. Lion’s mane sveppaduft er með 3 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Sveppaduftið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita. Te fyrir minnið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Teið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.

Varúð: Bacopa og rósmarín: Geymist þar sem börn ná ekki til. Ekki ráðlagt fyrir þungaðar konur, konur með börn á brjósti, fólk með áfengisvandamál, fólk undir 20 ára aldri eða ef grunur leikur á jurtaofnæmi. Fæðubótarefni koma ekki í stað lyfja né fjölbreyttrar fæðu.

Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Anna Rósa tínir sjálf allar íslensku lækningajurtirnar á ómenguðum svæðum, en tinktúrurnar eru að langmestu leyti úr ferskum jurtum. Erlendar lækningajurtir eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar.

Algengar spurningar

 • Já, það er frí heimsending þegar keypt er fyrir 15.000 kr eða meira. Það gildir líka þegar sent er á pósthús/póstbox/pakkaport.
 • Sendingarkostnaður er 990 kr á höfuðborgarsvæðinu en 1.290 kr á landsbyggðinni þegar keypt er fyrir minna en 15.000 kr. Það gildir þegar sent er heim/pósthús/póstbox/pakkaport.

Já, það er hægt að sækja pantanir í verslun að Langholtsvegi 109. Verslunin er eingöngu opin fimmtudaga og föstudaga frá 12-16 og það er ekki hægt að sækja pantanir á öðrum dögum. Hafðu samband á onnuson@annarosa.is til að fá kóða til að sleppa við sendingarkostnað ef þú vilt sækja pöntun í verslun.

Já, við erum með opna búð að Langholtsvegi 109 (Drekavogsmegin). Það er opið fimmtudaga og föstudaga frá 12-16.

Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og hægt er, en í flestum tilvikum afgreiðir Anna Rósa pantanir samdægurs eða næsta virka dag. Vörum er dreift með Íslandspósti eða Basesendingu. Heimsending er afhent samdægurs (í 95% tilvika) eða næsta dag (í 5% tilvika)  á höfuðborgarsvæðinu ef pantað er fyrir kl 10 virka daga. Það tekur vanalega 1-3 virka daga að afhenda á pósthús/póstbox/pakkaport. Því miður er ekki í boði að sækja vörur til Önnu Rósu.

Við bjóðum reglulega upp á afsláttarkóða í fréttabréfinu okkar. Skráðu þig á póstlista og fylgstu vel með!

Skráðu þig hér!

Já, við erum með lúxusprufur af öllum húðvörum. Lúxusprufur af kremum eru 15 ml og af bóluhreinsi 20 ml. Prufurnar eru í sömu hágæða glerkrukkum/flöskum og húðvörur í fullri stærð. Þetta magn er nóg til þess að prufa í nokkur skipti og sjá hvort varan hentar þinni húð. Lúxusprufur fást eingöngu í vefverslun.

Skoða Lúxusprufur

Innihald

*lífrænt vottað eða tínt af Önnu Rósu

Bacopa og rósmarín:

45% styrkleiki af vínanda, bacopa* (Bacopa monniera), rósmarín* (Rosmarinus officinalis), salvía* (Salvia officinalis), ashwagandha* (Withania somnifera),  túrmerik* (Curcuma longa), gentian* (Gentian lutea), white peony* (Paeonia lactiflora), engifer* (Zingiber officinale), svartur pipar* (Piper nigrum).

Lion’s mane sveppaduft:

Lion’s mane sveppaduft* (Hericium erinaceus).

Te fyrir minnið:

Piparmynta* (Mentha x piperita), holy basil/tulsi* (Ocimum sanctum), sítrónumelissa* (Melissa officinalis), íslensk hvannarfræ* (Angelica archangelica).

4 umsagnir um Pakkatilboð – minni og einbeiting

 1. Ragnheiður Grétarsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Duftið er svo gott að blanda í graut og teeið fínt. En erfitt að drekka 4 glös á dag

 2. Þórunn M. Ólafsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Mjög gott eins og er.

 3. Þorlákur (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Fann því miður enga virkni af þessum vörum😌

 4. Margrét Ebba Harðardóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Spurning hvort hægt sé að hafa þessar tinktúrur í öðru formi fyrir t.d fyrir þá sem ekki geta innbyrt alkahól.Mér finnst það ekkert mál að setja tappa í vatnsglas.það væri flott að geta fengið tvöfalt innihald pokanns.Teð er mjög gott. Takk fyrir

Segðu þína skoðun!

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Go to Top