Vatnslosandi te | Bjúgur og vökvasöfnun | Anna Rósa grasalæknir

Vatnslosandi te

1.890 kr.

(4 umsagnir frá notendum)
 • Vatnslosandi
 • Dregur úr bjúg
 • Dregur úr liðverkjum vegna vökvasöfnunar
 • Má drekka á meðgöngu

Þessi teblanda er í pakkatilboðinu – vatnslosandi.

 

40 g    Inniheldur íslenskar jurtir tíndar af Önnu Rósu.

SKU: 2228 Categories: ,

Lýsing

Áhrif:

 • Vatnslosandi
 • Dregur úr vökvasöfnun og liðverkjum

Notkun: Setjið 1-2 tsk í bolla, hellið sjóðandi vatni á, látið standa í 10 mínútur, síið jurtir frá. Drekkið fjóra bolla á dag. Má drekka á meðgöngu.

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: Teblandan er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Teið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.

Algengar spurningar

 • Já, það er frí heimsending þegar keypt er fyrir 12.000 kr eða meira. Það gildir líka þegar sent er á pósthús/póstbox/pakkaport.
 • Sendingarkostnaður er 990 kr þegar keypt er fyrir minna en 12.000 kr. Það gildir þegar sent er heim/pósthús/póstbox/pakkaport.
 • Því miður er ekki hægt að sækja pantanir til Önnu Rósu, allar pantanir eru undantekningarlaust sendar með Íslandspósti/Basesendingu.

Nei því miður. Anna Rósa er ekki með opna búð og sendir allar pantanir undantekningalaust með Íslandspósti/Basesendingu.

Nei því miður, það er eingöngu hægt að kaupa beint af Önnu Rósu í gegnum vefverslun. Anna Rósa framleiðir yfir 100 vörutegundir sem fást í vefverslun en aðeins 12 vörutegundir fást á sölustöðum.

Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og hægt er, en í flestum tilvikum afgreiðir Anna Rósa pantanir samdægurs eða næsta virka dag. Vörum er dreift með Íslandspósti/Basesendingu. Heimsending er afhent samdægurs eftir að pöntun hefur verið afgreidd en það tekur vanalega 1-3 virka daga að afhenda á pósthús/póstbox/pakkaport. Því miður er ekki í boði að sækja vörur til Önnu Rósu.

Við bjóðum reglulega upp á afsláttarkóða í fréttabréfinu okkar. Skráðu þig á póstlista og fylgstu vel með!

Skráðu þig hér!

Já, við erum með lúxusprufur af öllum húðvörum. Lúxusprufur af kremum eru 15 ml og af bóluhreinsi 20 ml. Prufurnar eru í sömu hágæða glerkrukkum/flöskum og húðvörur í fullri stærð. Þetta magn er nóg til þess að prufa í nokkur skipti og sjá hvort varan hentar þinni húð. Lúxusprufur fást eingöngu í vefverslun.

Skoða Lúxusprufur

Innihald

*lífrænt vottað eða tínt af Önnu Rósu

Túnfífill* (Taraxicum officinale), piparmynta* (Menta x piperita), brenninetla* (Urtica dioica).

4 umsagnir um Vatnslosandi te

 1. Halldóra Ragnarsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

 2. Eugenia Jósefsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Mæli með þessari vöru. 😊

 3. Þórunn þorsteinsdottir (verified owner)

  Mæli með þessu tei

 4. Kolfinna Þ. (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Mjög ánægð með vatnleysuteið. Virkar vel og eg er orkumeiri.

Segðu þína skoðun!

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Go to Top