Anna Rósa mælir með að taka vörurnar í þessu pakkatilboði samhliða í a.m.k. einn til þrjá mánuði til að reyna að ná sem mestum árangri.
Magn: Fíflablöð og birki 200 ml og vatnslosandi te 40 g.
Notkun – Fíflablöð og birki: 1 tappi þrisvar á dag fyrir eða eftir mat. Blandist í vatn, safa eða jurtate. Hristist fyrir notkun.
Notkun – Vatnslosandi te: Settu 1-2 tsk í bolla, helltu sjóðandi vatni á, láttu standa í a.m.k. 10 mínútur, síaðu jurtir frá. Drekktu þrjá til fjóra bolla á dag.
Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.
Geymsluþol: Tinktúran fíflablöð og birki er með 5 ára endingartíma og við ábyrgjumst 1 árs endingu eftir opnun. Vatnslosandi te er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Vörurnar eru framleiddar oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika. Geymist við stofuhita.
Varúð: Fíflablöð og birki: Geymist þar sem börn ná ekki til. Ekki ráðlagt fyrir þungaðar konur, konur með börn á brjósti, fólk með áfengisvandamál, fólk undir 20 ára aldri eða ef grunur leikur á jurtaofnæmi. Fæðubótarefni koma ekki í stað lyfja né fjölbreyttrar fæðu.
Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Anna Rósa tínir sjálf allar íslensku lækningajurtirnar á ómenguðum svæðum, en tinktúrurnar eru að langmestu leyti úr ferskum jurtum. Erlendar lækningajurtir eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar. |
Lára Hildur (verified owner) –
Góðar vörur
Guðný Guðmundsdóttir (verified owner) –
þetta er sko að virka vel hjá mér
Karen Kjartansdóttir (verified owner) –
Lofar góðu
Sigríður Þórarinsdóttir (verified owner) –
Virkaði mjög vel, fór vel í maga.
Geir Garðarsson (verified owner) –
Vökvinn í glasinu hefur góð áhrif og bjúgurinn hefur minnkað en ég en þegar ég tek duftið inn fæ ég fótaóróa þegar ég er að fara að sofa á kvöldin og hætti með það.
Lárusdóttir D. (verified owner) –
meiri háttar 😄
Vilborg (verified owner) –
Reyndist mér vel Takk fyrir mig
Guðrún Jóna Guðbjartsdóttir (verified owner) –
Teið er mjög bragðgott og virkar vel, best er að leyfa því að standa þar til það er ylvolgt og njóta svo. Mér fannst það langbest þannig til að ná fram bragðinu.
Tinktúran er dásamleg og ef blandað er í vatn að hafa það ekki of kalt.
Anonymous (verified owner) –
stórkostleg tinktúra og te! virkar vel og er líka gott.
Ingibjörg (verified owner) –
Mæli með þessu allan daginn! Þetta er það eina sem ég hef fundið, sem raunverulega virkar á bjúginn og bræðir ekki úr nýrunum í leiðinni líkt og læknalyfin eiga til.
Katrín (verified owner) –
Fínt te og góð tilbreyting frá kaffinu. Þyrfti að prufa þennan pakka oftar eins og mælt er með til að geta gefið einlægt svar um virkni.
Hrefna Ólafsdóttir (verified owner) –
Bæði teið og mixtúran svinvirkaði 🙂
Anonymous (verified owner) –
Gott í þessari baráttu við vökvasöfnun
Gunnar Helgi Guðmundsson (verified owner) –
Bjóst við meiru
Anonymous (verified owner) –
Mjög gott
Guðríður Hjaltadótir (verified owner) –
Fljót og góð þjónusta góðar vörur