Bóluhreinsir

5.490 kr.

(78 umsagnir frá notendum)

Er bólan sem virkaði ósköp saklaus í gær orðin að skrímsli? Hefurðu prófað (næstum) allt til að losna við hana? Bóluhreinsirinn (sjá í VOGUE) er skjótvirk leið til að draga úr bólum og fílapenslum án þess að erta húðina. Dregur líka úr kláða, sviða og pirringi í frunsum. P.S. Búðu þig undir að segja bless við bólurnar!

Smelltu til að lesa um náttúrulega meðferð við bólum.

 

Bóluhreinsir er í pakkatilboðinu – bólur, pakkatilboðinu – rósroði og pakkatilboðinu – frunsur.

 

Inniheldur íslenskar jurtir tíndar af Önnu Rósu.

50 ml

SKU: 1013 Categories: ,

Lýsing

Notkun: Notaðu bómull eða eyrnapinna til að bera eingöngu á bólur þrisvar til sex sinnum á dag. Hristist fyrir notkun. Athugaðu að þetta er ekki andlitsvatn til að bera á allt andlitið, heldur eingöngu á bólur. Má líka nota á bak og önnur bólótt svæði á líkamanum. Þegar dagkremið er notað með bóluhreinsinum er hann fyrst borinn á bólurnar og látinn vera á, síðan er dagkremið borið yfir. Má nota á meðgöngu.

Áhrif:

  • Náttúruleg lausn gegn bólum og fílapenslum
  • Bólgueyðandi og sótthreinsandi
  • Róar og dregur úr pirringi í húð

Húðgerð: Fyrir bólur, hormónabólur, bólur vegna rósroða og fílapensla.

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: Bóluhreinsirinn er með 5 ára endingartíma og við ábyrgjumst 1 árs endingu eftir opnun. Bóluhreinsirinn er framleiddur oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika hans. Geymist við stofuhita.

Ég og þrjár eldri systur mínar höfum verið að nota bóluhreinsinn í nokkur ár og hann hefur reynst okkur mjög vel. Við erum með ólíka húð og höfum prófað margt en bóluhreinsirinn frá Önnu Rósu hefur reynst okkur best. Ég set hann á um leið og bóla kemur og set tvisvar til þrisvar sinnum á dag og þá hverfur bólgan. Ég mæli hiklaust með honum.

Sóldís Fannberg

Bóluhreinsirinn er geggjað góður til að láta bólur fara. Ég hef sagt nokkrum vinkonum mínum frá bóluhreinsinum og sumar hafa keypt hann eða prufað hjá mér og þær elska hann. Á mínum aldri þá fær maður nokkrar bólur og þá hjálpar hann mikið, aðallega þegar bólur eru áberandi, þá er þetta pörfekt lausn.

María Ósk Jónsdóttir

Ég vil endilega hrósa þér fyrir bóluhreinsinn þinn. Dóttir mín er 14 ára og var að berjast við bólur, við keyptum bóluhreinsinn og það bjargaði fermingardeginum hennar! Stórt klapp til þín fyrir frábæra vöru.

Linda Guðríður Sigurjónsdóttir

Ég hafði heyrt talað um bóluhreinsinn í blöðum og þess háttar og ákvað að prófa að kaupa hann þar sem ég hef oft prófað vörur sem hafa ekki virkað, ef þessi vara myndi ekki virka þá bara yrði það að vera svoleiðis. En viti menn…HÚN SVÍNVIRKAÐI! Ég þríf húðina kvölds og morgna og í hvert skipti sem ég er búin að því tek ég bóluhreinsinn í bómullarskífu og held yfir vandamálasvæðið. Hjá mér sá ég þvílíkan mun strax daginn eftir. Ég var í hálfgerðu sjokki að ein vara gæti haft svona góð áhrif á húðina mína og hef ég ekki hætt að nota þessa vöru síðan! Það sem mér finnst best við hreinsinn er að hann er bólgueyðandi og t.d. ef upp koma kýli eða eitthvað á þann veg þá hverfur bólgan strax að mínu mati.

Birgitta Hafþórsdóttir

Ég notaði bóluhreinsinn þegar ég var 17 ára og hann virkaði mjög vel á mig, bólurnar hurfu og hann sótthreinsaði og græddi húðina.

Hlíf Sverrisdóttir

Ég er 16 ára og eins og margir unglingar á mínum aldri fæ ég unglingabólur. Ég hafði lengi leitað að góðri vöru en ekkert fundið fyrr en móðir mín keypti bóluhreinsinn þinn fyrir mig. Nú er ég búin að nota hann í tvær vikur og finn rosalegan mun, bólurnar hafa minnkað mjög mikið og mér finnst hann hreinsa húðina mjög vel.

Tamar Lipka Þormarsdóttir

Frí sending?

Enginn sendingarkostnaður er þegar keypt er fyrir 12.000 kr eða meira (sent á pósthús).

Sendingargjald er 990 kr þegar sent er á pósthús.

Sendingargjald er 1.290 kr þegar sent er heim.

Því miður er ekki hægt að sækja pantanir til Önnu Rósu, allar pantanir eru undantekningarlaust sendar með Póstinum.

Innihald

*lífrænt vottað eða tínt af Önnu Rósu

32% styrkleiki af vínanda, vallhumall* (Achillea millefolium), garðablóðberg* (Thymus vulgaris), blóðberg* (Thymus praecox) morgunfrú* (Calendula officinalis). *lífrænt

Endurvinnsla

  • 100% endurvinnanleg glerflaska
  • 100% endurvinnanlegur tappi úr polypropylene/polyethylene plasti
  • 100% endurvinnanlegar umbúðir – FSC vottaður pappír úr sjálfbærum skógum
  • Blek er unnið úr náttúrulegu endurnýtanlegu hráefni

78 umsagnir um Bóluhreinsir

  1. Anna María

    Besti bóluhreinsinn bjargaði unglingsárunum alveg og nota hann enn í dag ef ég þarf þess! Mæli hiklaust með þessum

  2. Svanhvít Anna

    Hææ, eg er buin að vera nota bóluhreinsirinn i smá tíma var með bólur og naði aldrei að losna við þær eða þær voru alltaf lengi og ekkert virkaði en er ekki með neinar bólur i dag! þetta virkar alveg a mig og vinkonur minar, mæli með!

  3. Theodóra Arndís Berndsen

    Ég keypti bóluhreinsirinn fyrir krakkana mína eftir að hafa reynt hinar ýmsu vörur handa þeim áður. Strákurinn minn var búinn að gefast upp og farinn að segja þetta eldist af mér. En hann elskar bóluhreinsirinn þinn Anna Rósa. Hann hafði orð á því að sjá mun strax eftir fyrst notkun og já það sást munur strax.

  4. Berglind Björk Guðmundsdóttir (verified owner)

  5. Patryk Pawel Polczynski (verified owner)

  6. Helena S. (verified owner)

  7. Guðrún Svanborg Hauksdóttir (verified owner)

  8. Anonymous (verified owner)

  9. Anonymous (verified owner)

    Reyni að eiga alltaf til bóluhreinsirinn og með því að setja hann strax í nokkur skipti á bæði bólur og kláðabólur um leið og þær eru að myndast þá hjaðna þær áður en þær verða til vandræða!

  10. Lilla S. (verified owner)

    Finnst þetta frábær vara! Er búin að vera með bólur svo lengi og þetta er að virka!

  11. Ísabella (verified owner)

    Virkar mjög vel 😀

  12. Linda Rós J. (verified owner)

    Er fullorðið kona á þrítugsaldri og hef alla mína tíð verið að eiga við bólur í húð. Bóluhreinsirinn hjálpar mér að halda húðinni góðri og nánast bólulausri. Ég tek skorpur með hann þegar bólurnar byrja láta kræla á sér og það sýnir alltaf góðan árangur. Mæli 100% með!

  13. Hafdís (verified owner)

    Snilld, virkar vel á bólurnar👌

  14. Helga Dóra (verified owner)

    Ég keypti bóluhreinsinn fyrir 12 ára dóttur mína sem er komin með bólur á enni og fílapensla á nef. Sáum eftir nokkra daga mikinn árangur fórum nákvæmlega eftir leiðbeiningum sem Anna Rósa gefur. Mæli hiklaust með þessum hreinsi.

  15. Helga B (verified owner)

    Notað kvölds og morgna og virkar mjög vel 🙂

  16. Anonymous (verified owner)

    Virkar vel bæði á mína húð og unglingsins

  17. Særún (verified owner)

    Frábær vara

  18. Linda Andresdottir (verified owner)

    frábær vara 🙂

  19. Særún S. (verified owner)

    Frábær vara

  20. Svala Ósk Sævarsdóttir (verified owner)

    Virkar mjög vel er nánast í áskrift

  21. Inda Björk

    Algjörlega það besta á bólur. Það finnst unglingunum mínum. Erum búin að prufa ýmislegt, þessi fær bestu einkunn.

  22. Anonymous (verified owner)

    Virkar frábærlega

  23. Anonymous (verified owner)

    Finn svo mikinn mun á húðinni eftir nokkra vikna notkun á Bóluhreinsinum!

  24. Jóhanna Gunnlaugsdóttir (verified owner)

    Frábær bóluhreinsir hefur alveg bjargað dóttur minni sem er 12 ára. Mæli hundrað prósent með þessari vöru. Sendingar frá Önnu Rósu skila sér líka hratt og örugglega bý út á landi og hef stundum fengið vöruna daginn eftir pöntun. Algörlega magnað.

  25. Hafdís Arinbjörnsdòttir (verified owner)

    Unglingarnir mínir vilja ekkert annað 👌

  26. Elisabet Hilmarsdóttir (verified owner)

    Hann hefur reynst okkur fjölskyldunni mjög vel, mér, unglingnum og pabbanum.

  27. Helga Helgadóttir (verified owner)

    frábær bóluhreinsir sem virkar mjög vel

  28. Svanhildur (verified owner)

    Frábær vara 👌

  29. Kristín Rósa Ármannsdóttir (verified owner)

    Strákurinn minn er 13 ára og farinn að fá unglingabólur. Ég keypti bóluhreinsinn sem hann ber samviskusamlega á sig daglega og eftir 2 vikur erum við strax farin að sjá mun á húðinni.

  30. Nanna Kristjánsdóttur (verified owner)

    Mjög ànægð og þetta virkar à andlitið á mér, mæli með þessu og ég à eftir að kaupa meira..

  31. Hjordis Jonsdottir (verified owner)

    Virkar vel .

  32. Charlotta (verified owner)

    Virkaði strax! Frábær vara

  33. Anonymous (verified owner)

    Bóluhreinsirinn hjálpar mér að halda húðinni á mér í jafnvægi. Hef notað hann núna í um ár í skorpum og húðin er allt önnur.

  34. Anonymous (verified owner)

    Virkar mjög vel

  35. Sigrún Pálmadóttir (verified owner)

    Frábærar vörur, fljótvirkar og góðar. Bóluhreinsirinn þægilegur og einfaldur í notun fyrir unglingana

  36. Þóra Björg Guðjónsdóttir (verified owner)

    Dóttir mín er að nota þetta og er mjög sátt.

  37. Elisabet Svanlaug (verified owner)

    Ég hef verið mjög slæm á bakinu og andlitið á mér stundum mjög slæmt. Ég er ekki búin að vera að nota þetta lengi og hef ekki komist í það að nota þetta alla dagana. En vá hvað þetta virkar, ég mæli með þessum bólu hreinsi hann hefur gert kraftaverk fyrir bak mitt. Svo mikið að ég á bara ekki til orð yfir því. Ég er einnig farin að sjá mun á andlitinu. Ég mun halda áfram notkun á þessu og einnig er dóttir mín farin að nota þetta líka og biður spennt eftir því að sjá árangur sinn koma fram.

  38. Lára Traustadóttir (verified owner)

    Frábært þjónusta

  39. Anonymous (verified owner)

    Frekar gott.

  40. Guðrún

    Unglingsdrengirnir minir eru að elska bóluhreinsinn, virkar vel og er þæginlegur i notkun

  41. Gunnlaug Ragnheiður Sölvadóttir (verified owner)

    Hef verið að nota hreinsinn á 11 ára son minn þar sem hann er að byrja á kynþroskaskeiði, hef líka prufað á mér og er þessi hreinsir einn af þeim bestu sem ég hef prufað og nota.

  42. Anna elsa Eggertdóttir (verified owner)

    Mjög góð vara stelpan mín mjög ánægð og virkar vel

  43. Edda (verified owner)

    Dóttir mín 14.Ára, hefur notað bólu hreinsinn núna i ár og er mjög ánægð og miklu betri í húðinni

  44. Hulda (verified owner)

    virkar vel fyrir unglinginn minn og svo gott að vita að innihaldsefnin eru ekki vafasöm

  45. Jóhanna Guðnadóttir (verified owner)

    11 ára dóttir mín hefur verið að glíma við hormónabólur á enninu. Eftir að hún fór að nota bóluhreinsinn samviskusamlega kvölds og morgna er mikill munur á enninu á henni. Mæli með
    þessu og dagkreminu samhliða.

  46. Anonymous (verified owner)

    Mjög góð vara!

  47. Alma Jenný (verified owner)

    Unglingarnir geta bara ekki án bólu hreinsi síns verið😊

  48. Anonymous (verified owner)

    Alsæl með þessa vöru. Er að panta 3.flöskuna núna fyrir son minn. Húð hans hefur tekið miklum umskiptum við notkunina og hann heldur áfram að nota hreinsinn til að halda bólunum niðri.

  49. Anonymous (verified owner)

    Frábær hreinsir sem virkar vel.

  50. Klaudia Perzanowska (verified owner)

    Hjalpa mer mikið ❤️

  51. Vigdís Halla Árnadóttir (verified owner)

    Ég var rúma viku að sjá mun á húðinni minni, en þegar ég sá einhvern mun þá var ég alveg í skýjunum með útkomuna.

  52. Anna (verified owner)

    Unglingusstúlkan á heimilinu er mjög ánægð með bóluhreinsinn, allar bólurnar eru farnar, tek það fram að hún er mjög slæm, bara nokkur ör eftir.

  53. Stefanía V. (verified owner)

    Frábærar vörur! Eina sem virkar á bólur.

  54. Anonymous (verified owner)

    Ég er búin að nota bóluhreinsinn í tvær vikur og hef borið hann á samviskusamlega 3-4x á dag. Mér hefur fundist húðin mín versna eftir að ég byrjaði að nota hann, fleiri og “verri” bólur. Mjög vonsvikin þar sem umsagnirnar á heimasíðunni voru svo jákvæðar.

  55. Anna T. (verified owner)

    Unglingurinn finnur og sér mikinn mun á húðinni þegar hún notar bóluhreinsirinn.

  56. Særún (verified owner)

    Virkilega góð vara

  57. Helga Sigurbjörg Árnadóttir (verified owner)

    Allgjör snilld á bólurnar. Bæði hef ég og sonur minn verið að nota bóluhreinsinn og hann er algjör snilld. Mæli 100% með!!

  58. Sigurlaug Ingólfsdóttir (verified owner)

    Ég er mjög ánægð með bóluhreinsinn, fann strax mun og bólur fljótar að draga sig til baka með því að nota hann 2x á dag. Einnig hefur barnabarnið mitt 13 ára prufað hann með mikilli ánægju en hún hugsar mjög vel um sig á allan hátt.

  59. Sigrún Guðjónsdóttir (verified owner)

    Er ekki farið að gera neitt ennþá fyrir unglinginn sem er að nota þetta , vona að við getum orðið ánægð með vöruna

  60. Lára Traustadóttir (verified owner)

    Best í heimi

  61. Anonymous (verified owner)

    Æðislegar vörur

  62. Anna (verified owner)

    +

  63. Anonymous (verified owner)

    Bóluhreinsirinn hefur verið ómetanlegur hluti af húðrútínunni minni í nokkur ár núna. Kynntist þessu ekki fyrr en á þrítugs aldri og vildi óska að ég hefði gert það fyrr.

  64. Þórunn M Ólafsdóttir (verified owner)

    Barnabarnið mitt 12 ára var svo slæm í andlitinu af bólum. Mikil bólga og mikill roði en eftir að hún hóf að bera bóluhreinsin á sig er hún öll önnur. Þrotin og roðinn farin og húðin mikið fallegri og allt annað að sjá hana. Ég varð mjög ánægð með þetta.

  65. Nína Margrét Andersen (verified owner)

    Unglingarnir mínir elska þessa vöru

  66. Þorsteinn M Ragnarsson (verified owner)

    Frábært

  67. Alexandra Björk Þorgrímsdóttir (verified owner)

    geggjuð vara

  68. Þórunn Elin Halldórsdóttir (verified owner)

    Nota bóluhreinsirinn með græðikreminu á frunsu með góðum árangri

  69. Guðrún Ósk (verified owner)

    Kaupi þennann alltaf fyrir 15 ara dóttur mína. Hun getur ekki án hans verið

  70. Unnur Erlendsdóttir (verified owner)

    Hefur hjálpað gríðarlega

  71. Sif Ingvarsdóttir (verified owner)

    Er nýbyrjuð að nota þennan en hann byrjar mjög vel!

  72. Ragnhildur Einarsdottir (verified owner)

    Það litla sem við erum búinn að prófa fynnst mér eins og bólurnar hafi hjaðnað aðeins

  73. Lilja Bjarklind (verified owner)

    Keypti fyrir unglingstrákinn minn og þetta virkar! Mjög ánægð með þetta.

  74. Elfa Mjöll Jónsdóttir (verified owner)

    Frábær vara!

  75. Anonymous (verified owner)

    Einhver virkni. Bara komin mánuður.

  76. Anna Guðmundsdóttir (verified owner)

    Þessi þarf alltaf að vera til á heimilinu

  77. Bergþóra Pálína Bjōrnsdóttir (verified owner)

    Unglingsstrákurinn minn notar alla daga, kvōlds og morgna 😊. Má ekki vanta.

  78. Guðný Elísabet (verified owner)

    Unglingurinn minn elskar vöruna. Virkar ótrúlega vel á bólurnar.

Segðu þína skoðun!

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Go to Top