Dagkrem

8.990 kr.

(36 umsagnir frá notendum)

Ertu að leita að hinu fullkomna rakakremi? Dagkremið (sjá í VOGUE) jafnar húðina og gefur henni fallegan ljóma. Mjög rakagefandi. Hentar sérstaklega vel á bólur og blandaða húð. Fullkomið undir farða!

 

Dagkremið er í pakkatilboðinu – bólur og pakkatilboðinu – rakagefandi.

 

Inniheldur íslenskar jurtir tíndar af Önnu Rósu.

50 ml

SKU: 1002 Categories: ,

Lýsing

Notkun: Berðu á hreina húð á andliti, hálsi og bringu á morgnana og/eða kvöldin. Gengur mjög fljótt inn í húðina og hentar vel undir farða.

Áhrif:

  • Jafnar húð og gefur fallegan ljóma
  • Sérstaklega gott á bólur og blandaða húð
  • Andoxunarefni sem viðhalda raka
  • Gott eftir rakstur
  • Inniheldur náttúrulega sólarvörn
  • Dregur úr skaðlegum umhverfisáhrifum

Húðgerð: Fyrir venjulega, viðkvæma, feita og blandaða húð.

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: Dagkremið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Kremið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.

Ég hef viðkvæma andlitshúð og er gjörn á þurrkubletti. Dagkremið reyndist mjög vel á þurrkublettina og gekk hratt inn í húðina. Ég er mjög ánægð með það enda húðin mjúk og góð eftir notkun.

Ellen María Bergsveinsdóttir

Í mörg ár hef ég árangurslítið leitað logandi ljósi að kremi sem hentar mér. Eftir að ég fór að nota dagkremið frá Önnu Rósu vil ég ekki nota neitt annað. Kremið gengur vel inn í húðina, hefur græðandi áhrif og dregur úr ertingu í húð. Húðin verður silkimjúk og kremið er frábært undir meik. 

Ingunn K. Sigurðardóttir

Mér finnst dagkremið mjög frískandi fyrir andlitið og gefa góðan raka því ég er stundum með þurra húð.

Hlíf Sverrisdóttir
Go to Top