Hefðbundinn tartar er gerður úr nautakjöti og er afar vinsæll sem forréttur. Mig langaði að gera vegan útgáfu og ég held að það kæmi flestum á óvart hversu vel hún heppnaðist, en í minni útgáfu af réttinum eru tómatar og kúrbítur uppistaðan í stað kjöts. Þessi réttur hæfir fínustu matarboðum en þó er einfalt að gera hann. Lestu áfram fyrir uppskriftina!

Áferðin skiptir öllu máli

Þessi uppskrift að tómata tartar sameinar ýmsar áferðir og er borin fram með sósu sem kemur á óvart ásamt kapers, steinselju, og vorlauk. Hægt er að bera réttinn fram sem forrrétt, eða breyta honum í aðalrétt með því að bera hann fram á salatbeði. Einnig er mjög gott að hafa ristaðar brauðsneiðar með.

Tómata tartar sem kemur á óvart

Hráefni fyrir 4-6 skammta

  • 200 g af ferskum tómötum
  • 1 kúrbítur
  • Jómfrúarólífuolía
  • 70 g af sólþurrkuðum tómötum í olíu (reyndu að ná megninu af olíunni af þeim áður en þú mælir magnið)
  • 240 g rauðar baunir eða tempeh
  • 2 sellerístilkar
  • 1 skalottlaukur, ¼ af rauðlauk eða 2 vorlaukar (hvíti og græni parturinn)
  • 7 greinar af steinselju (u.þ.b. 6 msk af saxaðri steinselju)
  • 2 msk af sojasósu
  • 2 msk af nýkreistum sítrónusafa
  • 1 tsk hlynsíróp
  • Hnífsoddur af cayenne pipar
  • Salt og pipar eftir smekk

Til að skreyta:

  • 1 vorlaukur, 1 fínt saxaður skalottlaukur eða ¼ af rauðlauk
  • Kapers
  • 2 msk söxuð steinselja
  • 4 msk hafrajógúrt (eða vegan majónes) með smá túrmerik og sítrónuberki
  • Ristaðar brauðsneiðar
  1. Stilltu ofninn á 180°C og klæddu bökunarplötu með bökunarpappír.
  2. Skerðu fersku tómatana í tvennt og fjarlægðu fræin og vökvann. Skerðu kúrbítinn í 1 cm þykkar sneiðar.
  3. Settu tómatana og kúrbítinn á bökunarplötuna og helltu smá olífuolíu yfir. Bakaðu í 20 mínútur, leyfðu að kólna og skerðu svo í litla bita. Ég mæli með sía vökvann frá grænmetinu með sigti.
  4. Blandaðu sólþurrkuðum tómötum saman við baunir (eða tempeh) í matvinnsluvél. Ef þú hefur ekki aðgang að matvinnsluvél geturðu í staðinn skorið tómatana mjög smátt og stappað baunirnar með gaffli.
  5. Fínsaxaðu sellerí, vorlauk og steinselju og blandaðu svo í skál með baununum, sólþurrkuðu tómötunum og grænmetinu sem þú bakaðir áðan.
  6. Kryddaðu blönduna með jómfrúarólífuolíu, sojasósu, sítrónusafa, hlynsírópi, chilli, salti og pipar. Blandaðu vel saman.
  7. Sigtaðu blönduna ef hún er of blaut.
  8. Blandaðu hafrajógúrt eða vegan majónesi við túrmerik og sítrónubörk.
  9. Mótaðu tómatablönduna með hringlaga formi og skreyttu hvern skammt með jógúrt, kapers, fínsöxuðum vorlauk, steinselju, pipar og sítrónuberki.

Um höfundinn

Jolanta Gorzelana er vegan kokkur sem heldur úti blogginu Vegan in Chic. Hún er upprunalega pólsk en bjó á Ítalíu í 11 ár þangað til hún flutti til Íslands, þar sem hún er búsett í dag. Jolanta hefur skrifað tvær matreiðslubækur og hefur mikla ástríðu fyrir að leita að innblæstri á ferðalögum og nýta hann svo til að skapa dásamlegar vegan uppskriftir.