Skilmálar

Skilmálar2018-11-25T18:45:01+00:00

Pantanir

Pantanir eru afgreiddar þegar greiðsla hefur borist og þá er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Anna Rósa grasalæknir ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Afhendingartími

Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og hægt er, en í flestum tilvikum afgreiðir Anna Rósa pantanir næsta virka dag eftir að pöntun berst. Vörum er dreift með Íslandspósti en það tekur vanalega 2-3 virka daga. Ekki er í boði að sækja vörur til Önnu Rósu. Sé varan ekki til á lager mun Anna Rósa grasalæknir hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða endurgreiða vöru ef þess er óskað.

Sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður við hverja sendingu er 990 kr ef valið er að fá pakkann á næsta pósthús en 1.290 kr ef valið er að fá pakkann heim að dyrum. Sendingarkostnaður fellur niður ef keypt er fyrir 11.000 kr eða meira og þá er pakkinn sendur á næsta pósthús. Íslandspóstur sendir sms eða tölvupóst þegar pakkinn er kominn á næsta pósthús ef heimsending er ekki valin.

Greiðslur

Eingöngu er hægt að greiða í vefverslun með kreditkorti eða nýjustu útgáfu af debitkorti. Ekki er tekið við millifærslum eða netgíró. Öll vinnsla kreditkortaupplýsinga fer fram í öruggri greiðslugátt hjá Kortaþjónustunni.

Verð

Öll verð í vefverslun eru uppgefin í íslenkum krónum og með virðisaukaskatti. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur og geta breyst án fyrirvara.

Skilaréttur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við Önnu Rósu grasalækni ehf með spurningar.

Tjón

Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Anna Rósa grasalæknir ehf ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Önnu Rósu til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Námskeið

Námskeiðsgjald er eingöngu endurgreitt ef látið er vita 10 dögum fyrir dagsetningu námskeiðs. Athugið að það er ekki endurgreitt ef viðkomandi mætir ekki á námskeiðið hvort sem það er vegna veikinda, veðurs eða af öðrum ástæðum. Það er heldur ekki hægt að mæta á annað námskeið síðar í staðinn fyrir námskeiðið sem ekki var mætt á.

Póstlisti

Allir sem kaupa í vefverslun eru sjálfkrafa skráðir á póstlista hjá Önnu Rósu grasalækni. Auðvelt er að afskrá sig af þessum póstlista ef þess er óskað.

Umsagnir

Allir sem kaupa í vefverslun fá sjálfkrafa sendan tölvupóst þar sem þeir eru beðnir um að gefa vöru sem keypt var umsögn. Eingöngu þeir sem vilja gefa umsögn, aðrir einfaldlega sleppa því að svara. Auðvelt er að afþakka frekari póstsendingar varðandi umsagnir með því að smella á hlekk neðst í tölvupósti.

Trúnaður og persónuupplýsingar

Anna Rósa grasalæknir heitir fullum trúnaði vegna persónuupplýsinga sem kaupandi gefur upp vegna pantana. Persónuupplýsingar sem verða til við pantanir verða ekki afhentar þriðja aðila né verða upplýsingar vistaðar lengur en ástæða er til.