Turkey Tail og reishi sveppaduft 120 g

Original price was: 11.990 kr..Current price is: 10.192 kr..

(17 umsagnir frá notendum)

Þú sparar 490 kr ef þú kaupir 240 g af Turkey Tail og Reishi!

Þeir geta aukið lífsgæði og lífslíkur krabbameinsjúklinga skv. rannsóknum.

Þetta sveppaduft er ætlað sem viðbótarmeðferð gegn krabbameini samhliða öðrum vörum í pakkatilboðinu – viðbótarmeðferð en kemur ekki í staðinn fyrir hefðbundna lyfja- og geislameðferð. Smelltu til að lesa um viðbótarmeðferð gegn krabbameini.

 

Þessi sveppir eru ræktaðir á lífrænt vottuðum búgarði í Bandaríkjunum.

120 g

SKU: 2105 Categories: ,

Lýsing

Anna Rósa mælir með samfelldri notkun í a.m.k. þrjá til sex mánuði þegar um langvarandi veikindi eins og krabbamein er að ræða. Þetta sveppaduft er ætlað sem viðbótarmeðferð gegn krabbameini samhliða öðrum vörum í pakkatilboðinu – viðbótarmeðferð en kemur ekki í staðinn fyrir hefðbundna lyfja- og geislameðferð.

Notkun: 2 msk á dag með mat. Hrærist út í vatn, graut, hristinga eða safa. Athugið að sveppaduft leysist ekki að fullu upp í vökva og skal drekka botnfallið líka. Þessi skammtastærð á við þegar um er að ræða viðbótarmeðferð við krabbameini en annars er skammtastærðin 1-2 tsk á dag.

Varúð: Þeir sem eru með ofnæmi gegn sveppum eða myglu ættu ekki taka turkey tail og reishi. Í stórum skömmtum geta þessir sveppir valdið meltingartruflunum og niðurgangi. Hætta skal notkun a.m.k. einni viku fyrir skurðaðgerð. Reishi getur mögulega aukið blæðingar og hafa skal það í huga fyrir þá sem eru á blóðþynnandi lyfjum. Sjaldgæfar aukaverkanir ef reishi eru ógleði og svefnleysi samhliða lyfjameðferð gegn krabbameini. Mögulegar aukaverkanir af eingangraða efninu PSK í turkey tail eru dökkar hægðir og dekkri neglur á fingrum samhliða lyfjameðferð gegn krabbameini, en slíkar aukaverkanir get einnig verið af völdum lyfjameðferðarinnar sjálfrar.

Formúla: 100% náttúruleg vara pökkuð af Önnu Rósu grasalækni. Þessi sveppur er ræktaður á lífrænt vottuðum búgarði í USA. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: Sveppaduftið er með 3 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Sveppaduftið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.

Go to Top