Anna Rósa mælir með samfelldri notkun í a.m.k. einn til þrjá mánuði til að ná sem mestum árangri. Í forvarnarskyni er 1 tappi á dag hæfilegur skammtur.
Notkun: 1 tappi þrisvar á dag fyrir eða eftir mat. Blandist í vatn, safa eða jurtate. Hristist fyrir notkun.
Geymsluþol: Tinktúran er með 5 ára endingartíma og við ábyrgjumst 1 árs endingu eftir opnun. Tinktúran er framleidd oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika hennar. Geymist við stofuhita.
Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.
Varúð: Geymist þar sem börn ná ekki til. Ekki ráðlagt fyrir þungaðar konur, konur með börn á brjósti, fólk með áfengisvandamál, fólk undir 20 ára aldri eða ef grunur leikur á jurtaofnæmi. Fæðubótarefni koma ekki í stað lyfja né fjölbreyttrar fæðu.
Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Anna Rósa tínir sjálf allar íslensku lækningajurtirnar á ómenguðum svæðum, en tinktúrurnar eru að langmestu leyti úr ferskum jurtum. Erlendar lækningajurtir eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar. |
Sæbjörg Gisladóttir (verified owner) –
Við fjölskyldan eigum alltaf til Sólhatt og hvönn því það er ekkert sem virkar betur þegar flensan er að banka uppá
Sigríður Ingibjörg Jensdóttir (verified owner) –
Sigríður Aðalbjörnsdóttir (verified owner) –
Sigríður Ingibjörg Jensdóttir (verified owner) –
Elva Björk Sigurðardóttir –
Þetta er ástæðan að ég fæ bara ekki kvef, hálsbólgu né neina flensu held ég bara. Mæli líka með hinum tiktúrunum frá þér ❤❤❤ Er alltaf að segja einhverjum frá vörunum þínum👍
Marta Rut Sigurðardóttir (verified owner) –
Sólhattur og Kvönn hefur hjálpað mér að losna við ennis og kinnholu sýkingu sem hefur plagað mig lengi.
Olga Sædís Einarsdóttir (verified owner) –
Mér finnst þessi vökvi vera búinn að gera mér gott, hef trú á að hann hafi haldið mér flensu og kvef lausri síðustu mánuði.
Númi Katrínarson (verified owner) –
Virkar mjög vel!
Helga I. (verified owner) –
Nota alltaf þegar ég fæ hálsbólgu og hósta
Hrafnhildur (verified owner) –
Við höfum notað Sólhatt og hvönn í mörg ár með afar góðum árangri. Vara sem virkar.
Ingunn Jónsdóttir (verified owner) –
Þessi öfluga tinktúra hefur haldið kvefi frá okkur fjölskyldunni um margra ára skeið. Magnaður mjöður!
Sigríður Jensdóttir (verified owner) –
Verð að eiga þessa vöru til, hefur komið sér vel.
Ingiríður Harðardóttir (verified owner) –
Sólhatturinn er skyldueign hjá mér og snarvirkar á allar kvefpestir. Ég byrja að taka hann inn um leið og fyrstu einkenni koma og það bregst ekki að að ég finn fljótt mun.
Ingiríður Harðardóttir (verified owner) –
Sólhatturinn er ómissandi á mínu heimili og er þetta besta sem ég hef prófað við flensu og kvefi. Ég gríp alltaf í hann þegar ég finn einkenni og hann virkar mjög fljótt og vel.
Rannveig T. (verified owner) –
Ómissandi í flensufaraldri. Elska þetta!
Ingiríður Harðardóttir (verified owner) –
Sólhatturinn ætti að vera til á hverju heimili að mínu mati. Ég byrgi mig alltaf upp af honum á haustinn tek hann inn í smátíma sem fyrirbyggjandi og gríp svo strax í hann og ég finn fyrir einhverjum einkennum. Hann hefur alltaf virkað vel fyrir mig og slegið fljótt á einkenni og flýtt fyrir bata.
Rannveig Traustadóttir (verified owner) –
Frábær! Nota þessa reglulega til að styrkja ónæmiskerfið.
Anonymous (verified owner) –
Virkar vel
Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir (verified owner) –
Þessi mixtúra er sterk en virkar vel með sveppaþrennunni gegn kvefi.
Sigurborg Leifsdóttir (verified owner) –
Ég hef fulla trú á að inntaka á þessu hjálpi mér í bataferli eftir covid. Mun halda því áfram😊
Ingiríður (verified owner) –
Sólhatturinn er orðin staðalbúnaður fyrir haust og vetur hjá mér. Ég byrja að taka hann inn á haustinn og finnst hann gera gæfumuninn fyrir heilsuna inn í veturinn. Einnig er ég mun fljótari að ná mér af pestum ef ég er orðin veik og byrja að taka hann inn.
Ágústa H. (verified owner) –
Besta sem ég hef notað þegar haust kvefið kemur árlega, rífur það burt og mér líður vel.
Ingiríður Harðardóttir (verified owner) –
Sólhatturinn er staðalbúnaður hjá mér fyrir veturinn og ég hef tröllatrú af fenginni reynslu að hann dragi úr og bægi kvefi og flensum frá.