Pakkatilboð – græðandi

Original price was: 14.980 kr..Current price is: 13.490 kr..

(47 umsagnir frá notendum)

Ertu með kláða? Dreymir þig um húð sem er til friðs? Þetta pakkatilboð inniheldur græðikrem og sárasmyrsl. Notuð saman eru þessi krem einstaklega græðandi, kláðastillandi og bólgueyðandi gegn þurrki og bólgum. Þau eru sérstaklega áhrifarík á exem, sóríasis, sár og sprungur.

 

Inniheldur íslenskar jurtir tíndar af Önnu Rósu.

2x 50 ml

Lýsing

Notkun: Berðu sárasmyrslið ríkulega á kvölds og morgna og græðikremið þrisvar til sex sinnum yfir daginn. Má nota á allan líkamann, þ.m.t. viðkvæma slímhúð, andlit, hársvörð og í kringum augu.

GRÆÐIKREM

Áhrif:

  • Græðir og róar exem og sóríasis
  • Dregur úr kláða og bólgum
  • Öflugur rakagjafi fyrir þurra húð
  • Dregur úr skaðlegum umhverfisáhrifum

SÁRASMYRSL

Áhrif:

  • Bólgueyðandi og græðandi
  • Dregur úr þurrki, kláða og bólgum
  • Græðir og róar exem og sóríasis
  • Sérstaklega gott á sár, útbrot, kláða, skordýrabit, sprungur og gyllinæð
  • Vinsælt á bleiuútbrot, kuldaexem, sárar geirvörtur, slit á meðgöngu og sveppasýkingar í leggöngum
  • Mikið notað á varaþurrk og frunsur
  • Innheldur eingöngu E-vítamín sem rotvörn

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Ekki prófað á dýrum og án glúteins. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: Græðikremið og sárasmyrslið eru með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika. Geymist við stofuhita.

Go to Top