Munnskol

2.690 kr.

  • bólgueyðandi og bakteríudrepandi

  • hefur reynst mjög vel gegn munnangri og tannholdsbólgu
  • dregur úr andremmu og sveppasýkingu í munni
  • hverskyns særindi í munni

Lýsing

Jurtirnar í munnskolinu eru bæði bólgueyðandi og bakteríudrepandi. Munnskolið hefur reynst afar vel við munnangri, tannholdsbólgum, andremmu, sveppasýkingum og hverskyns særindum í munni.

Magn, notkun og innihald

Magn

100 ml

Notkun

Setjið 1 tappa (8 ml) af munnskoli í glas og bætið við tveimur töppum af vatni. Skolið munn vel í a.m.k. 1-2 mínútur og kyngið. Skolið tvisvar til þrisvar á dag. Ekki skal neyta meira en ráðlagt er. Hristist fyrir notkun. Hætta skal notkun ef vart verður óeðlilegra einkenna. Geymist við stofuhita.

Innihald

38% styrkleiki af vínanda, vallhumall,* mjaðjurt,* morgunfrú,* blóðberg.* *íslenskt

Varúð

Geymist þar sem börn ná ekki til. Ekki ráðlagt fyrir þungaðar konur, konur með börn á brjósti, fólk með áfengisvandamál, fólk undir 20 ára aldri eða ef grunur leikur á jurtaofnæmi. Fæðubótarefni koma ekki í stað lyfja né fjölbreyttrar fæðu.

Tinktúrur

Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Anna Rósa tínir sjálf allar íslensku lækningajurtirnar á ómenguðum svæðum, en tinktúrurnar eru að langmestu leyti úr ferskum jurtum. Erlendar lækningajurtir eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir ennþá.

Vertu fyrst(ur) til að gefa “Munnskol” umsögn.

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Aðrir hafa einnig keypt þessar vörur