Munnskol

2.690 kr.

(1 umsögn frá notanda)
  • bólgueyðandi og bakteríudrepandi

  • hefur reynst mjög vel gegn munnangri og tannholdsbólgu
  • dregur úr andremmu og bakteríu- og sveppasýkingu í munni
  • gegn hverskyns særindum í munni

Lýsing

Lækningajurtirnar í munnskolinu eru bæði bólgueyðandi og bakteríudrepandi en það hefur reynst afar vel við munnangri, tannholdsbólgum, andremmu, sveppasýkingum og hverskyns særindum í munni.

Enginn sendingarkostnaður ef þú kaupir fyrir 12.000 kr. eða meira

Magn, notkun og innihald

Magn

100 ml

Notkun

Setjið 1 tappa (8 ml) af munnskoli í glas og bætið við tveimur töppum af vatni. Skolið munn vel í a.m.k. 1-2 mínútur og kyngið. Skolið tvisvar til þrisvar á dag. Ekki skal neyta meira en ráðlagt er. Hristist fyrir notkun. Hætta skal notkun ef vart verður óeðlilegra einkenna. Geymist við stofuhita.

Innihald

38% styrkleiki af vínanda, vallhumall,* mjaðjurt,* morgunfrú,* blóðberg.* *íslenskt

Varúð

Geymist þar sem börn ná ekki til. Ekki ráðlagt fyrir þungaðar konur, konur með börn á brjósti, fólk með áfengisvandamál, fólk undir 20 ára aldri eða ef grunur leikur á jurtaofnæmi. Fæðubótarefni koma ekki í stað lyfja né fjölbreyttrar fæðu.

Tinktúrur

Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Anna Rósa tínir sjálf allar íslensku lækningajurtirnar á ómenguðum svæðum, en tinktúrurnar eru að langmestu leyti úr ferskum jurtum. Erlendar lækningajurtir eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar.

1 umsögn um Munnskol

  1. Anonymous

    Þurrkaði aðeins of mikið munninn á mér, sem er þurr fyrir en eflaust gott fyrir aðra sem ekki þjást af munnþurrki

Segðu þína skoðun!

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Aðrir hafa einnig keypt þessar vörur