Mjólkurþistill og túrmerik

5.990 kr.

(9 umsagnir frá notendum)

Þessi tinktúra er ætluð sem viðbótarmeðferð gegn krabbameini samhliða öðrum vörum í pakkatilboðinu – viðbótarmeðferð en kemur ekki í staðinn fyrir hefðbundna lyfja- og geislameðferð. Smelltu til að lesa um viðbótarmeðferð gegn krabbameini.

 

 • Inniheldur jurtir sem rannsakað er að hamla vexti krabbameinsfrumna
 • Styrkir ónæmiskerfið
 • Styrkir og hreinsar lifur
 • Andoxandi og bólgueyðandi
 • Inniheldur svartan pipar sem eykur upptöku túrmeriks

 

200 ml

SKU: 2066 Categories: , ,

Lýsing

Anna Rósa mælir með samfelldri notkun í a.m.k. þrjá til sex mánuði þegar um langvarandi veikindi eins og krabbamein er að ræða. Þessi tinktúra er ætluð sem viðbótarmeðferð gegn krabbameini samhliða öðrum vörum í pakkatilboðinu – viðbótarmeðferð en kemur ekki í staðinn fyrir hefðbundna lyfja- og geislameðferð. Hætta skal notkun a.m.k einni viku fyrir skurðaðgerð.

Notkun: 1 tappi þrisvar á dag með mat. Setjið 1 tappa í bolla og hellið sjóðandi vatni á, látið kólna og drekkið volgt eða kalt. Eins má setja 1 tappa út í heitt jurtate. Vínandinn í tinktúrunni gufar að hluta til upp þegar hún er látin út í sjóðandi vatn. Hristist fyrir notkun.

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: Tinktúran er með 5 ára endingartíma og við ábyrgjumst 1 árs endingu eftir opnun. Tinktúran er framleidd oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika hennar. Geymist við stofuhita.

Varúð: Geymist þar sem börn ná ekki til. Ekki ráðlagt fyrir þungaðar konur, konur með börn á brjósti, fólk með áfengisvandamál, fólk undir 20 ára aldri eða ef grunur leikur á jurtaofnæmi. Fæðubótarefni koma ekki í stað lyfja né fjölbreyttrar fæðu.

Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Anna Rósa tínir sjálf allar íslensku lækningajurtirnar á ómenguðum svæðum, en tinktúrurnar eru að langmestu leyti úr ferskum jurtum. Erlendar lækningajurtir eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar.

Algengar spurningar

 • Já, það er frí heimsending þegar keypt er fyrir 15.000 kr eða meira. Það gildir líka um aðra afhendingarmöguleika.
 • Sendingarkostnaður þegar keypt er fyrir minna en 15.000 kr. er eftirfarandi:
  • Sækja á afhendingarstað TVG: 990 kr.
  • Heimsending TVG á höfuðborgarsvæðinu- kvölddreifing frá kl 17-22: 1.390 kr.
  • Heimsending TVG á suðvesturhorninu- kvölddreifing frá kl 17-22: 1.490 kr.
  • Sótt á næsta afhendingarstað Eimskips á landsbyggðinni: 1.390 kr.

Nei því miður, það er EKKI hægt að panta í vefverslun og sækja í verslun á Langholtsvegi 109. Í stað þess að panta og sækja í verslun er hægt að koma í verslunina sem er opin fimmtudaga og föstudaga frá 12-16 og kaupa á staðnum.

Já, við erum með opna búð að Langholtsvegi 109 (Drekavogsmegin). Það er opið fimmtudaga og föstudaga frá 12-16.

Við afgreiðum pantanir einu sinni til tvisvar í viku, oftast á mánudögum og fimmtudögum. Hægt er að velja afhendingu í box um land allt eða kvölddreifingu frá kl 17-22 á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu. SMS er sent um áætlaðan afhendingartíma. Því miður er ekki í boði að sækja vörur sem pantaðar eru í vefverslun í verslun Önnu Rósu á Langholtsvegi 109.

Við bjóðum reglulega upp á afsláttarkóða í fréttabréfinu okkar. Skráðu þig á póstlista og fylgstu vel með!

Skráðu þig hér!

Já, við erum með lúxusprufur af öllum húðvörum. Lúxusprufur af kremum eru 15 ml og af bóluhreinsi 20 ml. Prufurnar eru í sömu hágæða glerkrukkum/flöskum og húðvörur í fullri stærð. Þetta magn er nóg til þess að prufa í nokkur skipti og sjá hvort varan hentar þinni húð. Lúxusprufur fást eingöngu í vefverslun.

Skoða Lúxusprufur

Innihald

*lífrænt vottað eða tínt af Önnu Rósu

29% styrkleiki af vínanda, mjólkurþistill* (Silybum marianum), túrmerik* (Curcuma longa), blákolla* (Prunella vulgaris), túnfíflarót* (Taraxicum officinale), króklappa* (Arctium lappa), gentian* (Gentiana lutea), svartur pipar* (Piper nigrum).

9 umsagnir um Mjólkurþistill og túrmerik

 1. Kolbrún Roe (verified owner)

  Mjög gott

 2. Kolbrún Roe (verified owner)

  Frábær vara og hefur nýst mér vel við bólgum 🙂

 3. Kolbrún (verified owner)

  Virkilega gott gegn bólgum

 4. Rannveig T. (verified owner)

  Ég tek þessa tinktúru til að minnka bólgur í líkamanum og styrkja lyfrarstarfsemi. Eru frábærar og ég get mælt heislhugar með þessari vöru.

 5. Kolbrún (verified owner)

  Þetta hefur komið mér vel í mínum raunum eins og allt frá Önnu Rósu 🙂

 6. Kolbrún R. (verified owner)

  Virkilega góð virkni

 7. Kolbrún (verified owner)

  Þetta er að hjálpa mér heilmikið í mínu sjúkra/lækningaferli

 8. Kolbrún R. (verified owner)

  Þessi vara er einn partur af þrennu sem ég hef notað og nýst mér vel við mínum veikindum

 9. Kolbrún Roe (verified owner)

  Ég hef notast við krabbameinspakkann frá Önnu Rósu í rúmt á og hefur það gagnast mér mjög vel. Með góðum árangri bæði á líkama og sál og mæli ég með því. Takk fyrir.

Segðu þína skoðun!

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Go to Top