Anna Rósa mælir með samfelldri notkun í a.m.k. þrjá til sex mánuði þegar um langvarandi veikindi eins og krabbamein er að ræða. Þessi tinktúra er ætluð sem viðbótarmeðferð gegn krabbameini samhliða öðrum vörum í pakkatilboðinu – viðbótarmeðferð en kemur ekki í staðinn fyrir hefðbundna lyfja- og geislameðferð. Hætta skal notkun a.m.k einni viku fyrir skurðaðgerð.
Notkun: 1 tappi þrisvar á dag með mat. Setjið 1 tappa í bolla og hellið sjóðandi vatni á, látið kólna og drekkið volgt eða kalt. Eins má setja 1 tappa út í heitt jurtate. Vínandinn í tinktúrunni gufar að hluta til upp þegar hún er látin út í sjóðandi vatn. Hristist fyrir notkun.
Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.
Geymsluþol: Tinktúran er með 5 ára endingartíma og við ábyrgjumst 1 árs endingu eftir opnun. Tinktúran er framleidd oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika hennar. Geymist við stofuhita.
Varúð: Geymist þar sem börn ná ekki til. Ekki ráðlagt fyrir þungaðar konur, konur með börn á brjósti, fólk með áfengisvandamál, fólk undir 20 ára aldri eða ef grunur leikur á jurtaofnæmi. Fæðubótarefni koma ekki í stað lyfja né fjölbreyttrar fæðu.
Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Anna Rósa tínir sjálf allar íslensku lækningajurtirnar á ómenguðum svæðum, en tinktúrurnar eru að langmestu leyti úr ferskum jurtum. Erlendar lækningajurtir eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar. |
Kolbrún Roe (verified owner) –
Mjög gott
Kolbrún Roe (verified owner) –
Frábær vara og hefur nýst mér vel við bólgum 🙂
Kolbrún (verified owner) –
Virkilega gott gegn bólgum
Rannveig T. (verified owner) –
Ég tek þessa tinktúru til að minnka bólgur í líkamanum og styrkja lyfrarstarfsemi. Eru frábærar og ég get mælt heislhugar með þessari vöru.
Kolbrún (verified owner) –
Þetta hefur komið mér vel í mínum raunum eins og allt frá Önnu Rósu 🙂
Kolbrún R. (verified owner) –
Virkilega góð virkni
Kolbrún (verified owner) –
Þetta er að hjálpa mér heilmikið í mínu sjúkra/lækningaferli
Kolbrún R. (verified owner) –
Þessi vara er einn partur af þrennu sem ég hef notað og nýst mér vel við mínum veikindum
Kolbrún Roe (verified owner) –
Ég hef notast við krabbameinspakkann frá Önnu Rósu í rúmt á og hefur það gagnast mér mjög vel. Með góðum árangri bæði á líkama og sál og mæli ég með því. Takk fyrir.
Kolbrún Roe (verified owner) –
Þetta er hluti af þrennu sem ég er búin að taka inn í meira en ár og hefur gefið mér kraft og hjálpað til við það sem ég var að kljást við. Mæli svo eindregið með 🙂
Kolbrún Roe (verified owner) –
Þessi tinktúra er ein af þremur vörum í pakka (Pakkatilboðið-Viðbótarmeðferð) sem Anna Rósa útbjó fyrir mig þegar ég greindist með krabbamein í fyrra (‘ 23). Hefur þetta hjálpað mér ótrúlega mikið á svo margan hátt og mæli ég fyllilega með vörum frá henni.
Kolbrún Roe (verified owner) –
Þessi vara ásamt 2 öðrum hafa hjálpað mér mikið í mínu krabbameinsferli og mæli ég hiklaust með þessu
Kolbrún Roe (verified owner) –
Ég hef þá trú að þetta hafi hjálpað mér í mínu krabbameinsferli.