Project Description

Hrásaft

Krækiberjasaft úr pressuðum krækiberjum er kölluð hrásaft. Pressa má krækiberin í hakkavél eða safapressu. Best er að setja bleiugas í sigti til að ná hratinu og vinda vel til að ná sem mestum vökva úr því. Hrásaftina er má síðan setja í plastflöskur og frysta án þess að nota nokkur sætuefni. Líka er snjallt að setja hrásaftina í klakapoka og frysta.

Krækiberjasaft

1 l af hrásaft

400–500 g af sykri eða hrásykri

Setjið hrásaft og sykur í pott og hitið að suðu, eða þar til sykurinn leysist upp. Látið kólna aðeins og setjið á sótthreinsaðar flöskur. Geymist í 6–12 mánuði. Nota má minna af sykri en þá minnkar geymsluþolið.

Krækiberjasaft úr hratinu

Hratið sem kemur þegar hrásaftin er pressuð úr krækiberjum er líka tilvalið í saft. 350 g af vel undnu hrati eru sett í pott ásamt 1 l af vatni. Soðið í 20 mínútur, látið kólna og hratið síað frá. Síðan er sama uppskrift notuð og þegar gerð er krækiberjasaft úr hrásaft.