Project Description
Þetta er mín útgáfa af smjörva, létt og laggott eða hvað þetta kallast nú allt saman. Í þessum vörum er í flestum tilfellum verið að nota óhollar ódýrar grænmetisolíur og þessvegna finnst mér betra að gera það sjálf. Fyrir utan hvað mér finnst það miklu betra á bragðið.
150 gr ósaltað smjör
1 dl lífræn ólífuolía
örlítið af sjávarsalti
Smjörið er látið standa í stofuhita í 1-2 klst og síðan sett í skál ásamt olíunni og örlitlu af sjávarsalti. Hrært saman með handþeytara þar til orðið mjúkt. Sett í glerkrukku og geymt í ísskáp.