Burnirót hefur lengi verið notuð í grasalækningum í Austur-Evrópu og Asíu en skammt er síðan farið var að nota hana að ráði í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Mikil hefð er fyrir því að nota burnirót til að auka andlegt þol en hún er ein af fáum íslenskum jurtum sem er styrkjandi fyrir taugakerfið.

Hvernig ég nota burnirót

Ég bý til tinktúru úr burnirót en aldagömul aðferð grasalækna til að vinna virk efni úr lækningajurtum felst í því að leysa þau upp í alkóhóli en við það verður til tinktúra. Ég fæ stundum að grafa upp burnirót í gömlum görðum en ég kaupi líka hágæða lífrænt vottaða burnirót erlendis frá og blanda íslenskri og erlendri burnirót saman. Burnirót vex víða um land en hún þolir illa sauðfjárbeit og hefur því horfið af stórum svæðum. Rótin er grafin upp á haustin en hún er mörg ár að vaxa og ég mæli alls ekki með því að fólk grafi hana upp á víðavangi heldur einungis í görðum. Rótin er notuð til lækninga en blöðin eru tilvalin til matar t.d. í salat eða soðin líkt og annað grænmeti.

  • Latneskt heiti: Rhodiola rosea.
  • Nýttir hlutar: rót.
  • Áhrif: eykur andlegt og líkamlegt þol, gegn þunglyndi, kvíða og svefnleysi, barkandi, bólgueyðandi, græðandi.
  • Notkun: stress, orkuleysi, getuleysi, kvíði, þunglyndi, svefnleysi, vefjagigt, einbeitingarskortur, ADHD, bólgusjúkdómar, niðurgangur. 

Burnirót og andleg líðan

Burnirót er í sérstöku uppáhaldi hjá mér fyrir andlega líðan. Hún er sú jurt sem ég hef notað hvað mest í ráðgjöfinni hjá mér til að styrkja taugakerfið. Ég nota hana mjög mikið við stressi, orkuleysi, kvíða, þunglyndi og svefnleysi en stór hluti sjúklinga hjá mér þjáist af þessum kvillum. Burnirótin hefur líka reynst afar vel gegn skammdegisþunglyndi. Hún er einstaklega góð við vefjagigt sem oft fylgir orkuleysi. Síðast en ekki síst nota ég hana við eirðarleysi, einbeitingarskorti og ADHD. Í yfir áratug hefur hún fengist í apótekum og heilsubúðum og á þeim tíma hef ég fengið óteljandi reynslusögur frá ánægðum viðskiptavinum.

  • Burnirót (Arctic root)

    5.990 kr.
    Setja í körfu Skoða
  • Sale!

    Pakkatilboð – kvíði og þunglyndi

    Original price was: 17.980 kr..Current price is: 15.990 kr..
    Setja í körfu Skoða

Líkamlegt þol og getuleysi

Hefð er fyrir því að nota burnirót til að auka líkamlegt þol og getu og í Tíbet hefur hún lengi verið notuð gegn súrefnisskorti, t.d. til að komast hjá háfjallaveiki. Hún hefur tölvert verið rannsökuð á mönnum með tilliti til líkamlegs úthalds og þols. Flestar rannsóknirnar benda til að hún geti aukið súrefnisflæði, líkamleg afköst og þol ásamt því að minnka þreytu eftir áreynslu. Rannsóknir hafa einnig sýnt að burnirót hefur jákvæð áhrif á getuleysi. Ég hef margoft séð burnirót auka kynhvöt hjá bæði konum og körlum í meðferð hjá mér. Burnirót er ein af þremur vörur hjá mér í pakkatilboðinu Adam og Eva sem hannað er til að auka kynhvötina.

  • Sale!

    Pakkatilboð – Adam og Eva

    Original price was: 15.470 kr..Current price is: 12.376 kr..
    Setja í körfu Skoða

Hún er barkandi, bólgueyðandi og græðandi

Burnirót er barkandi en önnur orð sem merkja það sama eru herpandi og samdragandi. Hún inniheldur barksýrur en barkandi eiginleikar eru aðalsmerki þeirra. Barksýrur herpa og draga saman líkamsvefi. Burnirót er m.a. græðandi en þegar barkandi jurt er lögð við sár myndar hún þunnt verndandi yfirborð sem dregur úr vessamyndun og verndar gegn ertingu. Hún stemmir blóðmissi og niðurgang ásamt því að draga úr sýkingum og bólgum.

Grasnytjar frá 1783

„Seyði af burnirót, inn tekið, vermir, þurkar og dregur saman, læknar munnsviða, hreinsar nýru frá sandi, sem steinn af verður, stillir lífsýki, læknar höfuðverk og styrkir höfuð og líka hárvöxt ef að í því er höfuð þvegið. Lögurinn úr blöðunum læknar vel ný sár og stillir blóðrás úr þeim, hreinsar þau og græðir. Rótin er góð að leggja yfir ill kaun. Söxuð, marin og elt saman við smjör, dreifir [hún] bólgu, linar bæði bakverk, liðaverk og fleiri sárindi, helst þá volgt er við lagt. Rótin þurr lætur vægja í bólgu. Hún tekur freknur af hörundi manns, styrkir höfuð við það lögð. Í barkar stað, til skinna, má burn brúka og verður þá það skinn gulleitt. Grænlendingar eta þessa rót og fjallabændum í Noregi hefur verið ráðið til að planta hana hjá sér til manneldis. Hún er haldin heilnæm holdsveikum mönnum.“ – Björn Halldórsson, Grasnytjar 1783

Rannsóknir

Í rannsóknum á burnirót er mjög mismunandi hvort hún er rannsökuð í formi hefðbundinnar tinktúru, seyðis eða staðlaðs þykknis en oft snýst rannsóknin um virka efnið salídrósíð eitt og sér.

Burnirót hefur tölvert verið rannsökuð á mönnum með tilliti til líkamlegs úthalds og þols. Flestar benda rannsóknirnar til að hún geti aukið súrefnisflæði, líkamleg afköst og þol ásamt því að minnka þreytu eftir áreynslu.1-7 Að auki hafa nokkrar rannsóknir á dýrum og í tilraunaglösum sýnt svipaðar niðurstöður.8-15 Ekki eru þó allir á eitt sáttir og hafa þessar rannsóknir verið gagnrýndar fyrir aðferðafræði og gæði þeirra því verið dregin í efa, og eins hafa sumar rannsóknir gefið neikvæðar niðurstöður.16-19

Burnirót hefur líka verið rannsökuð á sjúklingum undir ýmiskonar andlegu álagi, svo sem vegna kvíðaröskunar eða þunglyndis, og hefur hún þótt lofa góðu.20,21 Eins hafa verið gerðar klínískar rannsóknir á áhrifum burnirótar á þreytu, örmögnun, einbeitingarskort, verkfælni og skammtímaminni, og hafa þau þótt jákvæð22-26 auk þess sem hún hefur þótt sýna jákvæð áhrif á getuleysi og svefn.23,27 Í öllum þessum rannsóknum voru aukaverkanir af burnirót taldar hverfandi litlar. Að auki hafa nokkrar rannsóknir, gerðar á dýrum og í tilraunaglösum, rennt stoðum undir kenningar um góð áhrif burnirótar á andlegt álag, þunglyndi og kvíða.12,28-36

Áhrif burnirótar á hjartað hafa verið allnokkuð rannsökuð í dýratilraunum og tilraunaglösum. Hún hefur meðal annars þótt veita töluvert góða vörn gegn hjartasjúkdómum og hafa jákvæð áhrif á hjartsláttaróreglu, of háan blóðþrýsting og fituhrörnun slagæða.37-51 Einnig hafa verið leiddar líkur að því að burnirót hafi jákvæð áhrif á hjartabólgu af völdum veirusýkingar.52,53 Í einu tilfelli hafa verið færð rök fyrir því að burnirót hafi mögulega valdið of hröðum hjartslætti hjá sjúklingi sem einnig var á þunglyndislyfi á sama tíma.54

Burnirót hefur líka þótt hafa bólgueyðandi áhrif bæði í rannsóknum á mönnum og dýrum,5,55 og í tveimur rannsóknum á sjúklingum sem gengust undir skurðaðgerðir á brjóstholi komu fram vísbendingar um að burnirót drægi úr áhættu af aðgerðunum og flýtti fyrir bata.56,57

Gerð hefur verið ein lítil rannsókn á mönnum í tengslum við blöðrukrabbamein og burnirót þar sem hún þótti lofa góðu.58 Allmargar rannsóknir á dýrum og í tilraunaglösum hafa leitt í ljós að burnirót getur haft hamlandi áhrif á vöxt og dreifingu krabbameinsfrumna.59-68

Rannsóknir á burnirót hafa einnig leitt í ljós að hún kunni að koma að gagni við fíkn ýmiskonar og því álagi sem fylgir því að hætta t.d. reykingum og eiturlyfjaneyslu.69,70,71 Eins hefur hún þótt gefa góða raun í meðferð átröskunar, bæði lystarstols og lotugræðgi.33,72

Rannsóknir í tilraunaglasi hafa sýnt fram á andoxunaráhrif burnirótar.11,30,35,73-77 Þá hafa áhrif burnirótar á taugasjúkdóma verið rannsökuð á dýrum og í tilraunaglösum og hafa líkur verið leiddar að því að hún gæti nýst við meðferð fólks með Alzheimer og Parkinsonsveiki.78-83 Rannsóknir í tilraunaglösum hafa líka bent til þess að burnirót geti lækkað blóðsykur og geti því gagnast við sykursýki og hugsanlega verndað gegn fylgikvillum sykursýki.44,84-86 Klínísk rannsókn gaf vísbendingar um að burnirót hindri rakatap og verndi húðina gegn þurrki.87 Rannsóknir leiddu í ljós að möguleiki er að nota burnirót við einkennum hægs skjaldkirtils í sjúklingum sem vegna krabbameinsmeðferðar þurfa að hætta á skjaldkirtilshormóni í stuttan tíma.88 Rannsóknir á burnirót hafa sýnt möguleg hamlandi áhrif á inflúensuveiru og bakteríuna Staphylococcus aureus.62,89 Eins hefur burnirót þótt sýna verndandi áhrif gegn blýeitrun90 og á lifur.91,92

  1. Parisi A, Tranchita E fl. Effects of chronic Rhodiola Rosea supplementation on sport performance and antioxidant capacity in trained male: preliminary results. J Sports Med Phys Fitness. 2010 Mar; 50(1):57-63.
  2. Evdokimov VG. [Effect of cryopowder Rhodiola rosae L. on cardiorespiratory parameters and physical performance of humans] Aviakosm Ekolog Med. 2009 Nov-Dec; 43(6):52-6. [Grein á rússnesku]
  3. Zhang ZJ, Tong Yfl. Dietary supplement with a combination of Rhodiola crenulata and Ginkgo biloba enhances the endurance performance in healthy volunteers. Chin J Integr Med. 2009 Jun; 15(3):177-83. Vefútg. 2009 Jul 2.
  4. Schutgens FW, Neogi Pfl. The influence of adaptogens on ultraweak biophoton emission: a pilot-experiment. Phytother Res. 2009 Aug; 23(8):1103-8.
  5. Abidov M, Grachev Sfl. Extract of Rhodiola rosea radix reduces the level of C-reactive protein and creatinine kinase in the blood. Bull Exp Biol Med. 2004 Jul; 138(1):63-4.
  6. De Bock K, Eijnde BOfl. Acute Rhodiola rosea intake can improve endurance exercise performance. Int J Sport Nutr Exerc Metab. 2004 Jun; 14(3):298-307.
  7. Spasov AA, Wikman GKfl. A double-blind, placebo-controlled pilot study of the stimulating and adaptogenic effect of Rhodiola rosea SHR-5 extract on the fatigue of students caused by stress during an examination period with a repeated low-dose regimen. Phytomedicine. 2000 Apr; 7(2):85-9.
  8. Huang SC, Lee FTfl. Attenuation of long-term Rhodiola rosea supplementation on exhaustive swimming-evoked oxidative stress in the rat. Chin J Physiol. 2009 Oct 31; 52(5):316-24.
  9. Lee FT, Kuo TYfl. Chronic Rhodiola rosea extract supplementation enforces exhaustive swimming tolerance. J Chin Med. 2009; 37(3):557-72.
  10. Wang Q, Wang Jfl. [Salidroside protects the hypothalamic-pituitary-gonad axis of male rats undergoing negative psychological stress in experimental navigation and intensive exercise] Zhonghua Nan Ke Xue. 2009 Apr; 15(4):331-6. [Grein á kínversku]
  11. Tan CB, Gao Mfl. Protective effects of salidroside on endothelial cell apoptosis induced by cobalt chloride. Biol Pharm Bull. 2009 Aug; 32(8):1359-63.
  12. Panossian A, Nikoyan Nfl. Comparative study of Rhodiola preparations on behavioral despair of rats. Phytomedicine. 2008 Jan; 15(1-2):84-91. Vefútg. 2007 Dec 3.
  13. Zhang WS, Zhu LQfl. [Protective effects of salidroside on injury induced by hypoxia/hypoglycemia in cultured neurons] Zhongguo Zhong Yao Za Zhi. 2004 May; 29(5):459-62. [Grein á kínversku]
  14. Abidov M, Crendal Ffl. Effect of extracts from Rhodiola rosea and Rhodiola crenulata (Crassulaceae) roots on ATP content in mitochondria of skeletal muscles. Bull Exp Biol Med. 2003 Dec; 136(6):585-7.
  15. Azizov AP, Seĭfulla RD. [The effect of elton, leveton, fitoton and adapton on the work capacity of experimental animals] Eksp Klin Farmakol. 1998 May-Jun; 61(3):61-3. [Grein á rússnesku]
  16. Blomkvist J, Taube Afl. Perspective on Roseroot (Rhodiola rosea) studies. Planta Med. 2009 Sep; 75(11):1187-90. Vefútg. 2009 May 25.
  17. Walker TB, Altobelli SAfl. Failure of Rhodiola rosea to alter skeletal muscle phosphate kinetics in trained men. Metabolism. 2007 Aug; 56(8):1111-7.
  18. Colson SN, Wyatt FBfl. Cordyceps sinensis- and Rhodiola rosea-based supplementation in male cyclists and its effect on muscle tissue oxygen saturation. J Strength Cond Res. 2005 May; 19(2):358-63.
  19. Wing SL, Askew EWfl. Lack of effect of Rhodiola or oxygenated water supplementation on hypoxemia and oxidative stress. Wilderness Environ Med. 2003 Spring; 14(1):9-16.
  20. Bystritsky A, Kerwin Lfl. A pilot study of Rhodiola rosea (Rhodax) for generalized anxiety disorder (GAD). J Altern Complement Med. 2008 Mar; 14(2):175-80.
  21. Darbinyan V, Aslanyan Gfl. Clinical trial of Rhodiola rosea L. extract SHR-5 in the treatment of mild to moderate depression. Nord J Psychiatry. 2007; 61(5):343-8.
  22. Olsson EM, von Schéele Bfl. A randomised, double-blind, placebo-controlled, parallel-group study of the standardised extract shr-5 of the roots of Rhodiola rosea in the treatment of subjects with stress-related fatigue. Planta Med. 2009 Feb; 75(2):105-12. Vefútg. 2008 Nov 18.
  23. Fintelmann V, Gruenwald J. Efficacy and tolerability of a Rhodiola rosea extract in adults with physical and cognitive deficiencies. Adv Ther. 2007 Jul-Aug; 24(4):929-39.
  24. Shevtsov VA, Zholus BIfl. A randomized trial of two different doses of a SHR-5 Rhodiola rosea extract versus placebo and control of capacity for mental work. Phytomedicine. 2003 Mar; 10(2-3):95-105.
  25. Darbinyan V, Kteyan Afl. Rhodiola rosea in stress induced fatigue – a double blind cross-over study of a standardized extract SHR-5 with a repeated low-dose regimen on the mental performance of healthy physicians during night duty. Phytomedicine. 2000 Oct; 7(5):365-71.
  26. Spasov AA, Mandrikov VBfl. [The effect of the preparation rodakson on the psychophysiological and physical adaptation of students to an academic load] Eksp Klin Farmakol. 2000 Jan-Feb; 63(1):76-8. [Grein á rússnesku]
  27. Ha Z, Zhu Yfl. [The effect of rhodiola and acetazolamide on the sleep architecture and blood oxygen saturation in men living at high altitude] Zhonghua Jie He He Hu Xi Za Zhi. 2002 Sep; 25(9):527-30. [Grein á kínversku]
  28. Qin YJ, Zeng YSfl. [Effects of Rhodiola rosea on level of 5-hydroxytryptamine, cell proliferation and differentiation, and number of neuron in cerebral hippocampus of rats with depression induced by chronic mild stress] Zhongguo Zhong Yao Za Zhi. 2008 Dec; 33(23):2842-6. [Grein á kínversku]
  29. Panossian A, Hovhannisyan Afl. Pharmacokinetic and pharmacodynamic study of interaction of Rhodiola rosea SHR-5 extract with warfarin and theophylline in rats. Phytother Res. 2009 Mar; 23(3):351-7.
  30. Chen TS, Liou SYfl. Antioxidant evaluation of three adaptogen extracts. Am J Chin Med. 2008; 36(6):1209-17.
  31. Mattioli L, Funari Cfl. Effects of Rhodiola rosea L. extract on behavioural and physiological alterations induced by chronic mild stress in female rats. J Psychopharmacol. 2009 Mar; 23(2):130-42. Vefútg. 2008 May 30.
  32. Jafari M, Felgner JSfl. Rhodiola: a promising anti-aging Chinese herb. Rejuvenation Res. 2007 Dec; 10(4):587-602.
  33. Mattioli L, Perfumi M. Rhodiola rosea L. extract reduces stress- and CRF-induced anorexia in rats. J Psychopharmacol. 2007 Sep; 21(7):742-50. Vefútg. 2007 Jan 26.
  34. Perfumi M, Mattioli L. Adaptogenic and central nervous system effects of single doses of 3% rosavin and 1% salidroside Rhodiola rosea L. extract in mice. Phytother Res. 2007 Jan; 21(1):37-43.
  35. Chen CH, Chan HCfl. Antioxidant activity of some plant extracts towards xanthine oxidase, lipoxygenase and tyrosinase. Molecules. 2009 Aug 10; 14(8):2947-58.
  36. van Diermen D, Marston Afl. Monoamine oxidase inhibition by Rhodiola rosea L. roots. J Ethnopharmacol. 2009 Mar 18; 122(2):397-401. Vefútg. 2009 Jan 9.
  37. Arbuzov AG, Maslov LNfl. [Phytoadaptogens-induced phenomenon similar to ischemic preconditioning] Ross Fiziol Zh Im I M Sechenova. 2009 Apr; 95(4):398-404. [Grein á rússnesku]
  38. Maslov LN, Lishmanov YBfl. Antiarrhythmic activity of phytoadaptogens in short-term ischemia-reperfusion of the heart and postinfarction cardiosclerosis. Bull Exp Biol Med. 2009 Mar; 147(3):331-4.
  39. Zhang J, Liu Afl. Salidroside protects cardiomyocyte against hypoxia-induced death: a HIF-1alpha-activated and VEGF-mediated pathway. J Pharmacol. 2009 Apr 1; 607(1-3):6-14.
  40. Wu T, Zhou Hfl. Cardioprotection of salidroside from ischemia/reperfusion injury by increasing N-acetylglucosamine linkage to cellular proteins. Eur J Pharmacol. 2009 Jun 24; 613(1-3):93-9. Vefútg. 2009 Apr 17.
  41. Kobayashi K, Yamada Kfl. Constituents of Rhodiola rosea showing inhibitory effect on lipase activity in mouse plasma and alimentary canal. Planta Med. 2008 Nov; 74(14):1716-9. Vefútg. 2008 Nov 3.
  42. Shen W, Fan WHfl. [Effects of rhodiola on expression of vascular endothelial cell growth factor and angiogenesis in aortic atherosclerotic plaque of rabbits] Zhongguo Zhong Xi Yi Jie He Za Zhi. 2008 Nov; 28(11):1022-5. [Grein á kínversku]
  43. Maslov LN, Lishmanov IuB. [Cardioprotective and antiarrhythmic properties of Rhodiolae roseae preparations] Eksp Klin Farmakol. 2007 Sep-Oct; 70(5):59-67. [Grein á rússnesku]
  44. Kwon YI, Jang HDfl. Evaluation of Rhodiola crenulata and Rhodiola rosea for management of type II diabetes and hypertension. Asia Pac J Clin Nutr. 2006; 15(3):425-32.
  45. Li J, Fan WHfl. [Effect of rhodiola on expressions of Flt-1, KDR and Tie-2 in rats with ischemic myocardium] Zhongguo Zhong Xi Yi Jie He Za Zhi. 2005 May; 25(5):445-8. [Grein á kínversku]
  46. Zhang Z, Liu Jfl. [The effect of Rhodiola capsules on oxygen consumption of myocardium and coronary artery blood flow in dogs] Zhongguo Zhong Yao Za Zhi. 1998 Feb; 23(2):104-6. [Grein á kínversku]
  47. Maĭmeskulova LA, Maslov LN. [The anti-arrhythmia action of an extract of Rhodiola rosea and of n-tyrosol in models of experimental arrhythmias] Eksp Klin Farmakol. 1998 Mar-Apr; 61(2):37-40. [Grein á rússnesku]
  48. Lishmanov IuB, Naumova AVfl. [Contribution of the opioid system to realization of inotropic effects of Rhodiola rosea extracts in ischemic and reperfusion heart damage in vitro] Eksp Klin Farmakol. 1997 May-Jun; 60(3):34-6. [Grein á rússnesku]
  49. Maĭmeskulova LA, Maslov LNfl. [The participation of the mu-, delta- and kappa-opioid receptors in the realization of the anti-arrhythmia effect of Rhodiola rosea] Eksp Klin Farmakol. 1997 Jan-Feb; 60(1):38-9. [Grein á rússnesku]
  50. Maslova LV, Kondrat’ev BIufl. [The cardioprotective and antiadrenergic activity of an extract of Rhodiola rosea in stress] Eksp Klin Farmakol. 1994 Nov-Dec; 57(6):61-3. [Grein á rússnesku]
  51. Lishmanov IuB, Maslova LVfl. [The anti-arrhythmia effect of Rhodiola rosea and its possible mechanism] Biull Eksp Biol Med. 1993 Aug; 116(8):175-6. [Grein á rússnesku]
  52. Zhu J, Wan Xfl. Evaluation of salidroside in vitro and in vivo genotoxicity. Drug Chem Toxicol. 2010 Apr; 33(2):220-6.
  53. Wang H, Ding Yfl. The in vitro and in vivo antiviral effects of salidroside from Rhodiola rosea L. against coxsackievirus B3. Phytomedicine. 2009 Mar; 16(2-3):146-55. Vefútg. 2008 Sep 24.
  54. McGovern E, McDonnell TJ. Herbal medicine – sets the heart racing! Ir Med J. 2010 Jul-Aug; 103(7):219.
  55. Pooja, Bawa ASfl. Anti-inflammatory activity of Rhodiola rosea – „a second-generation adaptogen“. Phytother Res. 2009 Aug; 23(8):1099-102.
  56. Xu KJ, Zhang SFfl. [Preventive and treatment effect of composite Rhodiolae on acute lung injury in patients with severe pulmonary hypertension during extracorporeal circulation] Zhongguo Zhong Xi Yi Jie He Za Zhi. 2003 Sep; 23(9):648-50. [Grein á kínversku]
  57. Zhang S, Gao Wfl. [Early use of Chinese drug rhodiola compound for patients with post-trauma and inflammation in prevention of ALI/ARDS] Zhonghua Wai Ke Za Zhi. 1999 Apr; 37(4):238-40. [Grein á kínversku]
  58. Bocharova OA, Matveev BPfl. [The effect of a Rhodiola rosea extract on the incidence of recurrences of a superficial bladder cancer (experimental clinical research)] Urol Nefrol (Mosk). 1995 Mar-Apr; (2):46-7. [Grein á rússnesku]
  59. Hu X, Zhang Xfl. Salidroside induces cell-cycle arrest and apoptosis in human breast cancer cells. Biochem Biophys Res Commun. 2010 Jul 16; 398(1):62-7. Vefútg. 2010 Jun 10.
  60. Hu X, Lin Sfl. A preliminary study: the anti-proliferation effect of salidroside on different human cancer cell lines. Cell Biol Toxicol. 2010 Dec; 26(6):499-507. Vefútg. 2010 Mar 23.
  61. Majewska A, Hoser Gfl. Antiproliferative and antimitotic effect, S phase accumulation and induction of apoptosis and necrosis after treatment of extract from Rhodiola rosea rhizomes on HL-60 cells. J Ethnopharmacol. 2006 Jan 3; 103(1):43-52. Vefútg. 2005 Sep 19.
  62. Ming DS, Hillhouse BJfl. Bioactive compounds from Rhodiola rosea (Crassulaceae). Phytother Res. 2005 Sep; 19(9):740-3.
  63. Salikhova RA, Aleksandrova IVfl. [Effect of Rhodiola rosea on the yield of mutation alterations and DNA repair in bone marrow cells] Patol Fiziol Eksp Ter. 1997 Oct-Dec; (4):22-4. [Grein á rússnesku]
  64. Udintsev SN, Krylova SGfl. [The enhancement of the efficacy of adriamycin by using hepatoprotectors of plant origin in metastases of Ehrlich’s adenocarcinoma to the liver in mice] Vopr Onkol. 1992; 38(10):1217-22. [Grein á rússnesku]
  65. Udintsev SN, Shakhov VP. The role of humoral factors of regenerating liver in the development of experimental tumors and the effect of Rhodiola rosea extract on this process 1991; 38(3):323-31.
  66. Udintsev SN, Shakhov VP. [Changes in clonogenic properties of bone marrow and transplantable mice tumor cells during combined use of cyclophosphane and biological response modifiers of adaptogenic origin] Eksp Onkol. 1990; 12(6):55-6. [Grein á rússnesku]
  67. Udintsev SN, Shakhov VP[Decrease in the growth rate of Ehrlich’s tumor and Pliss’ lymphosarcoma with partial hepatectomy] Vopr Onkol. 1989; 35(9):1072-5. [Grein á rússnesku]
  68. Dement’eva LA, Iaremenko KV. [Effect of a Rhodiola extract on the tumor process in an experiment] Vopr Onkol. 1987; 33(7):57-60. [Grein á rússnesku]
  69. Mattioli L, Perfumi M. Effects of a Rhodiola rosea L. extract on acquisition and expression of morphine tolerance and dependence in mice. J Psychopharmacol. 2010 Feb 8. [Vefútg. áður]
  70. Mattioli L, Perfumi M. Evaluation of Rhodiola rosea L. extract on affective and physical signs of nicotine withdrawal in mice. J Psychopharmacol. 2009 Nov 25. [Vefútg. áður]
  71. Blum K, Chen TJ fl. Manipulation of catechol-O-methyl-transferase (COMT) activity to influence the attenuation of substance seeking behavior, a subtype of Reward Deficiency Syndrome (RDS), is dependent upon gene polymorphisms: a hypothesis. Med Hypotheses. 2007; 69(5):1054-60. Vefútg. 2007 Apr 30.
  72. Cifani C, Micioni Db MV fl. Effect of salidroside, active principle of Rhodiola rosea extract, on binge eating. Physiol Behav. 2010 Sep 16. [Vefútg. áður]
  73. Schriner SE, Abrahamyan A fl. Decreased mitochondrial superoxide levels and enhanced protection against paraquat in Drosophila melanogaster supplemented with Rhodiola rosea. Free Radic Res. 2009 Sep; 43(9):836-43. Vefútg. 2009 Jul 24.
  74. Yu S, Shen Y fl. Involvement of ERK1/2 pathway in neuroprotection by salidroside against hydrogen peroxide-induced apoptotic cell death. J Mol Neurosci. 2010 Mar; 40(3):321-31. Vefútg. 2009 Sep 29.
  75. Calcabrini C, De Bellis R fl. Rhodiola rosea ability to enrich cellular antioxidant defences of cultured human keratinocytes. Arch Dermatol Res. 2010 Apr; 302(3):191-200. Vefútg. 2009 Aug 25.
  76. Battistelli M, De Sanctis R fl. Rhodiola rosea as antioxidant in red blood cells: ultrastructural and hemolytic behaviour. Eur J Histochem. 2005 Jul-Sep; 49(3):243-54.
  77. Boon-Niermeijer EK, van den Berg A fl. Phyto-adaptogens protect against environmental stress-induced death of embryos from the freshwater snail Lymnaea stagnalis. Phytomedicine. 2000 Oct; 7(5):389-99.
  78. Zhang L, Yu H fl. Neuroprotective effects of salidroside against beta-amyloid-induced oxidative stress in SH-SY5Y human neuroblastoma cells. Neurochem Int. 2010 Nov; 57(5):547-55. Vefútg. 2010 Jul 6.
  79. Chen X, Zhang Q fl. Protective effect of salidroside against H2O2-induced cell apoptosis in primary culture of rat hippocampal neurons. Mol Cell Biochem. 2009 Dec; 332(1-2):85-93. Vefútg. 2009 Jun 25.
  80. Qu ZQ, Zhou Y fl. Pretreatment with Rhodiola rosea extract reduces cognitive impairment induced by intracerebroventricular streptozotocin in rats: implication of anti-oxidative and neuroprotective effects. Biomed Environ Sci. 2009 Aug; 22(4):318-26.
  81. Bocharov EV, Kucherianu VG fl. [Neuroprotective features of phytoadaptogens] Vestn Ross Akad Med Nauk. 2008; (4):47-50. [Grein á rússnesku]
  82. Yu S, Liu M fl. Neuroprotective effects of salidroside in the PC12 cell model exposed to hypoglycemia and serum limitation. Cell Mol Neurobiol. 2008 Dec; 28(8):1067-78. Vefútg. 2008 May 15.
  83. Zhang L, Yu H fl. Protective effects of salidroside on hydrogen peroxide-induced apoptosis in SH-SY5Y human neuroblastoma cells. Eur J Pharmacol. 2007 Jun 14; 564(1-3):18-25. Vefútg. 2007 Feb 15.
  84. Yin D, Yao W fl. Salidroside, the main active compound of Rhodiola plants, inhibits high glucose-induced mesangial cell proliferation. Planta Med. 2009 Sep; 75(11):1191-5. Vefútg. 2009 May 14.
  85. Kim SH, Hyun SH fl. Antioxidative effects of Cinnamomi cassiae and Rhodiola rosea extracts in liver of diabetic mice. Biofactors. 2006; 26(3):209-19.
  86. Molokovskiĭ DS, Davydov VV fl. [The action of adaptogenic plant preparations in experimental alloxan diabetes] Probl Endokrinol (Mosk). 1989 Nov-Dec; 35(6):82-7. [Grein á rússnesku]
  87. Dieamant Gde C, Velazquez Pereda Mdel C fl. Neuroimmunomodulatory compound for sensitive skin care: in vitro and clinical assessment. J Cosmet Dermatol. 2008 Jun; 7(2):112-9.
  88. Zubeldia JX, Nabi HA fl. Exploring New Applications for Rhodiola rosea: Can We Improve the Quality of Life of Patients with Short-Term Hypothyroidism Induced by Hormone Withdrawal? J Med Food. 2010 Oct 14. [Vefútg. áður]
  89. Jeong HJ, Ryu YBfl. Neuraminidase inhibitory activities of flavonols isolated from Rhodiola rosea roots and their in vitro anti-influenza viral activities. Bioorg Med Chem. 2009 Oct 1; 17(19):6816-23. Vefútg. 2009 Aug 21.
  90. Pashkevich IA, Uspenskaia IuAfl. [Comparative evaluation of effects of p-tyrosol and Rhodiola rosea extract on bone marrow cells in vivo] Eksp Klin Farmakol. 2003 Jul-Aug; 66(4):50-2. [Grein á rússnesku]
  91. Zhang Y, Liu Y. [Study on effects of salidroside on lipid peroxidation on oxidative stress in rat hepatic stellate cells] Zhong Yao Cai. 2005 Sep; 28(9):794-6. [Grein á kínversku]
  92. Iaremiĭ IN, Grigor’eva NF. [Hepatoprotective properties of liquid extract of Rhodiola rosea] Eksp Klin Farmakol. 2002 Nov-Dec; 65(6):57-9. [Grein á rússnesku]

Er öruggt að nota burnirót?

Ég mæli ekki með burnirót fyrir sjúklinga með geðhvörf eða ofsóknaræði. Í einstaka tilfellum hjá viðkvæmu fólki getur burnirót valdið svefnleysi.

Um höfundinn

Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Sjá nánar
Anna Rósa grasalæknir