Ég fæ oft þessa spurningu: „Er öruggt að nota þessa jurt á meðgöngu?“ Að sama skapi fæ ég reglulega fyrirspurnir um hvaða jurtir sé óhætt að nota fyrir brjóstagjöf og ungbarnið. Þess vegna fannst mér kominn tími til að gera yfirlit yfir þær jurtir sem ég mæli með og veit að eru öruggar fyrir meðgöngu, brjóstagjöf og ungbörn. Vafalaust eru til fleiri öruggar jurtir en þetta er aðeins listi yfir mínar uppáhaldsjurtir og þær sem ég hef notað mest í þá áratugi sem ég hef starfað sem grasalæknir. Það vantar oft rannsóknir til að taka af allan vafa um að óhætt sé að nota margar jurtir á meðgöngu og því hef ég alltaf verið varkár með hvaða jurtum ég mæli með og ekki séð ástæðu til að taka neinar áhættur.

Jurtir til að undirbúa fæðingu

Það er ein jurt sem ber höfuð og herðar yfir aðrar jurtir til að undirbúa fæðinguna sjálfa en það eru hindberjalauf (Rubus idaeus). Þau styrkja legvöðva og undirbúa leg fyrir fæðingu en styrkari legvöðvar ýta undir kraftmeiri samdrætti og auðveldari fæðingu. Það er löng hefð fyrir því í grasalækningum að taka hindberjalauf á meðgöngu til að auðvelda fæðingu en þar að auki eru þau vatnslosandi og bólgueyðandi.

Ekki er mælt með inntöku hindberjalaufa á fyrstu mánuðum meðgöngu en ég mæli með að nota þau frá og með fimmta mánuði. Það er passlegt að setja 1-2 tsk í bolla, hella sjóðandi vatni á, láta standa í 10 mínútur, sía jurtir frá og drekka einn til tvo bolla á dag. Ég tók sjálf hindberjalauf samviskusamlega á hverjum degi frá og með fimmta mánuði og mín fæðing var skólabókardæmi um mjög auðvelda fæðingu og hef ég alltaf þakkað það hindberjalaufunum.

  • Hindberjalauf

    1.990 kr.
    Setja í körfu Skoða

Ógleði á meðgöngu

Ég mæli með engiferhylkjum fyrir ógleði og uppköstum á meðgöngu en þau fást í heilsubúðum, apótekum og stórmörkuðum. Við morgunógleði er mælt með 250 mg tvisvar til fjórum sinnum á dag. Notkun engifers gegn ógleði á meðgöngu er studd rannsóknum en klínískar rannsóknir á yfir 900 konum sem tóku 1000-2000 mg af engifer á dag leiddi ekki í ljós nein skaðleg áhrif. Samkvæmt þessari rannsóknir þykir sýnt að engifer dregur úr ógleði og uppköstum á meðgöngu. Engifer er einnig töluvert rannsakað gegn ógleði vegna krabbameinslyfja en rannsókn frá 2013 á 576 manns leiddi í ljós jákvæð áhrif þess þar sem skammtastærðin var 500-1000 mg á dag.

Ertu með bjúg?

Ég hef lengi mælt með piparmyntu (Menta x piperita), túnfíflablöðum (Taraxicum officinale) og brenninetlublöðum (Urtica dioica) fyrir þær konur sem þjást af vökvasöfnun á meðgöngu. Þessar jurtir eru allar einstaklega vatnslosandi og öruggar á meðgöngu samkvæmt mörgum heimildum. Ég hef sett saman þessar jurtir í vatnslosandi teblöndu en það er passlegt að setja 1-2 tsk í bolla, hella sjóðandi vatni á, láta standa í 10 mínútur, sía jurtir frá og drekka fjóra bolla á dag.

  • Vatnslosandi te

    1.990 kr.
    Setja í körfu Skoða

Hormónabólur á meðgöngu

Ég mæli ekki með jurtum innvortis gegn hormónabólum á meðgöngu því þær jurtir sem eru gjarnan notaðar fyrir hormóna eru ekki öruggar innvortis á meðgöngu. Ég veit hins vegar til þess að bóluhreinsirinn minn hefur mikið verið notaður við hormónabólum á meðgöngu. Það er alveg óhætt að nota hann útvortis á meðgöngu en hann hefur í yfir áratug verið vinsælasta náttúrulega lausnin gegn bólum á Íslandi.

  • Bóluhreinsir

    Bóluhreinsir

    5.490 kr.
    Setja í körfu Skoða

Mjólkuraukandi jurtir

Löng hefð er fyrir því að nota lækningajurtir til að viðhalda og auka brjóstamjólk. Þær jurtir sem mér hafa fundist gefa bestan árangur eru eftirfarandi: brenninetla (Urtica dioica), fennelfræ (Foeniculum vulgare), fenugreekfræ (Trigonella foenum-graecum), broddkúmenfræ (Cumin cyminum) og kúmenfræ (Carum carvi). Þetta er engan veginn tæmandi listi yfir jurtir sem auka brjóstamjólk heldur þær jurtir sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Jurtirnar fást saman í teblöndunni mjólkuraukandi te en ég hef framleitt þessa sömu blöndu í áratugi og fengið að heyra margar jákvæðar reynslusögur.

  • Mjólkuraukandi te

    1.990 kr.
    Setja í körfu Skoða

Er barnið óvært eða með magakveisu?

Ég hef fengist mjög mikið við magakveisu og óværð í ungbörnum en í yfir þrjátíu ár hef ég notað sömu einföldu blönduna. Þessi blanda inniheldur kamillu (Matricaria recutita), fennelfræ (Foeniculum vulgare) og íslensk hvannarfræ (Angelica archangelica). Jurtirnar í teblöndunni eru krampastillandi og róandi og hafa reynst ákaflega vel við magakveisu og óværð í ungbörnum. Miðað er við að móðirin sé með barnið á brjósti og drekki teið sjálf, en jurtirnar hafa áhrif í gegnum brjóstamjólkina.

  • Magakveisute

    1.990 kr.
    Setja í körfu Skoða

Hvað er gott útvortis?

Sárasmyrslið er eina smyrslið sem þú þarft að eiga á meðgöngu, fyrir ungbarnið og fyrir brjóstagjöf því það gagnast bókstaflega fyrir allt. Þetta smyrsl er bólgueyðandi og græðandi og sérstaklega gott á:

  • Bleyjuútbrot
  • Þurrkubletti og barnaexem
  • Kuldaexem
  • Slit á meðgöngu
  • Sárar geirvörtur
  • Sveppasýkingar í leggöngum
  • Særindi og bólgur á kynfærum
  • Gyllinæð

Sárasmyrslið inniheldur eingöngu E-vítamín sem rotvörn og engin kemísk efni af nokkrum toga. Þannig er alveg öruggt að nota það á meðgöngu, á geirvörtur og á nýfædd börn.

Hvernig er best að nota sárasmyrslið?

Ég mæli með að bera sárasmyrslið á kvölds og morgna fyrir slit á meðgöngu. Best er að bera það þrisvar til sex sinnum á dag fyrir sveppasýkingar í leggöngum eða oftar ef þarf. Einnig er gott að bera sárasmyrslið á fyrir og eftir brjóstagjöf fyrir sárar geirvörtur en það inniheldur engin kemísk efni og er alveg öruggt fyrir barnið. Fyrir bleyjuútbrot er best að bera það á við hver bleyjuskipti og á þurra húð eða exem a.m.k. þrisvar til fjórum sinnum á dag.

  • Sárasmyrsl

    7.990 kr.
    Setja í körfu Skoða

Allt í einum pakka

Það er gott að vera vel undirbúinn og eiga það nauðsynlegasta þegar kemur að meðgöngu og því sem barnið þarf á að halda. Því hef ég sett saman pakkatilboðið – meðganga og barn sem er alveg tilvalin gjöf handa verðandi móður.

  • Sale!

    Pakkatilboð – meðganga og barn

    Original price was: 9.780 kr..Current price is: 8.990 kr..
    Setja í körfu Skoða

Um höfundinn

Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Sjá nánar
Anna Rósa grasalæknir