Upplýsingar á þessari heimasíðu er einungis ætlað að vera leiðarvísir til sjálfshjálpar en ekki á nokkurn hátt að koma í stað sérfræðihjálpar. Hvorki er leitast við að sjúkdómsgreina né gefin nokkur fyrirheit um lækningu með þeim upplýsingum sem hér má finna.

Ekki er mælt með því að lesendur þessarar heimasíðu greini sjálfir eigin sjúkdóma né að þeir noti jurtir til lækninga við alvarlegum eða langvinnum sjúkdómum án þess að leita til grasalæknis með tilskylda menntun eða til læknis. Ekki nota jurtir eða vörur, hvorki innvortis né útvortis, án þess að lesa fyrst athugasemdir undir fyrirsögninni „varúð“ um þær jurtir eða vörur sem eiga í hlut. Leitið alltaf til fagfólks ef einkenni hverfa ekki á skömmum tíma. Ef ætlunin er að taka jurtir samhliða lyfjameðferð, leitið þá ráða hjá grasalækni áður en jurtirnar eru notaðar. Ef tíndar eru jurtir til lækninga, gangið þá úr skugga um að réttar tegundir séu tíndar og tínið ekki sjaldgæfar eða friðlýstar jurtir.