Vegan kjúklingabaunasalat sem slær í gegn
Þetta kjúklingabaunasalat er svo ferskt og sumarlegt! Fullkomið sem meðlæti eða léttur aðalréttur. Þegar ég kynntist vegan matargerð fyrst var ég ekki mikill aðdáandi þess að borða kjúklingabaunir heilar: ég notaði þær eingöngu í vegan bollur eða hummus. Athugaðu að þessi uppskrift (og texti og myndir) er ekki eftir mig, [...]
3 bestu vatnslosandi jurtirnar
Það var frekar auðvelt að velja 3 bestu vatnslosandi jurtirnar þrátt fyrir að margar aðrar jurtir hafi líka komið til greina. Þessar þrjár vatnslosandi jurtir hef ég notað óspart í þau 30 ár sem ég hef starfað sem grasalæknir en ég hef margoft séð þær draga úr bjúg og liðverkjum. 1. Fíflablöð Túnfífill (Taraxicum [...]
Gulróta- og graskerssúpa með kókosmjólk (vegan)
Uppáhalds súpan mín þessa dagana er þessi gulróta- og graskerssúpa með kókosmjólk. Hún er fullkomin sem forréttur eða léttur kvöldmatur og er afar holl. Það jafnast fátt á við heita súpu þegar kalt er í veðri, sérstaklega á haustin. Það er bara eitthvað við það! Þessa súpu geri ég oft og frysti í litlum skömmtum svo ég geti gengið [...]
Er kanill meinhollur eða skaðlegur?
Mér finnst ekkert erfitt að svara því hvort kanill sé meinhollur eða skaðlegur því hann er einfaldlega bæði. Fyrst og fremst er kanill einstaklega góð lækningajurt sem auðvelt er að bæta í mat, en löng hefð er fyrir því að nota kanil til lækninga. Hann getur líka verið skaðlegur og þar getur skipt máli hvaða tegund er notuð eins [...]
Besta eplakakan
Ég hef alla tíð verið ákaflega hrifin af hverskyns eplakökum og setti mér því það markmið að búa til bestu eplakökuna! Ég er hinsvegar lítið fyrir það að baka kökur og því var nauðsynlegt að þessi eplakaka væri svo einföld að það væri erfitt að klúðra henni. Svo fannst mér líka nauðsynlegt að hafa hana glútenlausa því margir sjúklingar [...]
Jólagjafir fyrir hann, hana og alla hina
Ert þú í basli með að finna jólagjafir fyrir hann, hana og alla hina sem þú þekkir? Horfir þú öfundaraugum á skipulagða fólkið sem er búið að græja allar jólagjafir í ágúst? Vilt þú lágmarka desemberstressið? Þá ertu á réttum stað. Hér er listi yfir alla sem þú þekkir og samsvarandi hugmyndir að jólagjöfum fyrir þá svo þú getir [...]