Ég nota ilmkjarnaolíur til að stilla kláða og þar á meðal eru lavender, eucalyptus, piparmynta og tea tree olía. Ilmkjarnaolíur eru olíur sem eru unnar úr plöntum í gegnum ferli sem heitir eiming en þær innihalda hátt hlutfall af virkum innihaldsefnum. Ég nota ilmkjarnaolíur í flestar húðvörurnar mínar því þær hafa mikla virkni og þær eru allar lífrænar. Lestu áfram til að læra meira!

Piparmyntuolía dregur úr kláða

Ég nota piparmyntu í te fyrir meltinguna, en hún er líka kláðastillandi sem er ástæðan fyrir því að ég nota hana í kremin mín. Fyrir 30 árum vantaði mig kláðastillandi innihaldsefni í kremin sem ég hannaði fyrir exem og sóríasis sjúklinga, og piparmyntuilmkjarnaolía varð fyrir valinu. Ég drekk piparmyntute á hverjum degi einfaldlega því mér finnst það bragðast svo vel og það er eitt uppáhalds teið mitt til að nota í teblöndur fyrir sjúklingana mína því það er svo auðvelt að fá þá til að drekka það. 

Hvaðan kemur hún?

Lífræna piparmyntuilmkjarnaolían sem ég nota er eimuð úr blómstrandi piparmyntuplöntu og kemur frá Marokkó.

Áhrif piparmyntu:

  • Kláðastillandi
  • Bólgueyðandi
  • Kælandi og róandi
  • Góð við exemi og sóríasis

Í hvaða vörum er hún?

Þú finnur piparmyntu í græðikreminu sem ásamt sárasmyrsli er í pakkatilboðinu – græðandi.  Græðikremið ásamt sárasmyrslinu er mikið notað til að stilla kláða í þurrkublettum, exemi og sóríasis, bæði í andliti og á líkama. Ég mæli með að bera sárasmyrslið ríkulega á bletti kvölds og morgna en græðikremið yfir daginn eins oft og þarf. Piparmyntuilmkjarnaolía er einnig í fótakreminu en ásamt því að vera kláðastillandi er hún einnig frískandi og kælandi og hentar því mjög vel fyrir þreytta og bólgna fætur.

  • Sale!

    Pakkatilboð – græðandi

    Original price was: 14.980 kr..Current price is: 11.984 kr..
    Setja í körfu Skoða

Lavenderolía og lúsmý!

Þegar lúsmýið náði bólfestu fyrir nokkrum árum kom fljótt í ljós að sárasmyrslið reyndist ákaflega vel til að draga úr kláða og bólgum af völdum þess. Ég nota lífræna lavenderolíu í sárasmyrslið sem er án efa ein af ástæðum þess að sárasmyrslið virkar svona kláðastillandi á lúsmýjarbitin.

Hvaðan kemur hún?

Lífræna lavenderolían sem ég nota er eimuð úr blómstrandi plöntunni og kemur frá Frakklandi.

Áhrif lavender:

  • Kláðastillandi
  • Bólgueyðandi og græðandi
  • Kælandi og róandi
  • Gott við skordýrabitum, exemi og sóríasis

Í hvaða vörum er hún?

Lífræn lavenderolía er í sárasmyrslinu sem ásamt græðikreminu er í pakkatilboðinu – græðandi. Þessi tvö krem saman eru ákaflega vinsæl til að stilla kláða í þurrkublettum, exemi og sóríasis, bæði í andliti og á líkama. Ég mæli með að bera sárasmyrslið ríkulega á bletti kvölds og morgna en græðikremið yfir daginn eins oft og þarf. Þú finnur lavenderolíu líka í dagkreminu sem er hannað til að jafna húðina og fyrir fínar línur.

Eucalyptusolía er sveppadrepandi

Eucalyptus ilmkjarnaolía er unnin úr eucalyptus trjám sem finnast helst í Ástralíu. Þessi tré kallast líka gúmmítré því frá þeim lekur þykk trjákvoða. Vinnslan við ilmkjarnaolíuna felur í sér að þurrka laufin, mylja þau og loks eima þau. Fyrr á öldum voru ferskar greinar af eucalyptus settar undir rúm á sjúkrahúsum því þær voru taldar hreinsa loft og drepa bakteríur. Þannig hafa sótthreinsandi eiginleikar eucalyptus verið þekktir lengi.

Hvaðan kemur hún?

Lífræna eucalyptus ilmkjarnaolían sem ég nota er gufueimuð úr laufum eucalyptus trésins og kemur frá Ástralíu. 

Áhrif eucalyptus:

  • Sveppadrepandi
  • Kláðastillandi
  • Bólgueyðandi
  • Kælandi
  • Frískar upp á fætur
  • Eykur blóðflæði

Í hvaða vörum er hún?

Þú finnur eucalyptusolíu í fótakreminu. 

Eucalypus olía

Tea tree olía

Tea tree olía ber það nafn því breski landkönnuðurinn James Cook tók eftir því að innfæddir notuðu lauf trésins, sem er upprunið í Ástralíu, til að búa til te. Þeir unnu olíuna líka úr laufunum, sem var notuð til að græða sár og til innöndunar gegn kvefi. Sjómenn notuðu laufin hins vegar til að búa til bjór. Tea tree olían er einstaklega sveppadrepandi og kláðastillandi en ég hef mjög lengi notað hana gegn fótasveppum.

Hvaðan kemur hún?

Tea tee olían sem ég nota er gufueimuð úr laufum og greinum te trésins. Hún kemur frá Ástralíu. 

Kostir tea tree olíunnar:

  • Kláðastillandi
  • Sveppadrepandi 
  • Bakteríudrepandi
  • Bólgueyðandi
  • Dregur úr roða

Í hvaða vörum er hún?

Þú finnur tea tree olíu í fótakreminu. 

Tea tree olía

Þreföld ógn

Fótakremið inniheldur piparmyntuolíu, eucalyptusolíu og tea tree olíu. Fótakremið er samt ekkert venjulegt fótakrem: því er betur lýst sem djúpnærandi meðferð fyrir fæturna sem kælir, mýkir og læknar sprungna húð. Fótakremið er tilvalið ef þú labbar eða hleypur mikið og vilt koma í veg fyrir blöðrur og sár. Eucalyptus býr yfir sveppadrepandi, kláðastillandi og bólgueyðandi eiginleikum, þess vegna nota ég það í fótakremið til að koma í veg fyrir sveppasýkingar og til að flýta fyrir því að sár grói. 

Áhrif fótakremsins

  • Veitir djúpan raka
  • Dregur úr kláða og sveppasýkingum
  • Dregur úr einkennum fótaóeirðar
  • Græðir sár
  • Dregur úr æðahnútum
  • Frískar upp á þreytta fætur og fótleggi

Berðu ríkulega á fætur tvisvar á dag eða eftir þörfum.  

Um höfundinn

Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Sjá nánar
Anna Rósa grasalæknir