Grasalækningar hafa öldum saman verið notaðar gegn ýmsum tegundum sjúkdóma. Algengt er að leitað sé til grasalæknis vegna langvarandi veikinda sem illa hefur gengið að ráða bót á með hefðbundnum lækningum. Grasalæknir getur ekki lofað lækningu en margar lækningajurtir eru taldar geta hjálpað til við eftirfarandi sjúkdóma:

hormónaójafnvægi, svitaköst, óreglulegar blæðingar, fyrirtíðaspenna, sveppasýkingar

magabólga, magasár, hægðatregða, niðurgangur, ristilkrampi, uppþemba

exem, sóríasis, þrálát sár

liðagigt, slitgigt, vefjagigt og vöðvabólga

höfuðverkir, mígreni, ennis- og kinnholusýkingar

álag, kvíði, svefnleysi, orkuleysi, þunglyndi

bjúgur, góðkynja stækkun blöðruhálskirtils, blöðrubólga

astmi, kvef, hálsbólga, flensa, hósti, bronkítis

ofnæmi, óþol