Ég lærði grasalækningar í College of Phytotherapy í Englandi á árunum 1988-1992, en ég er einnig með ITEC diploma í nuddi og B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ég er meðlimur í félagi breskra grasalækna, National Institute of Medical Herbalists. Það er elsta félag grasalækna í heimi, stofnað árið 1894, en félagsmenn verða að hafa viðurkennda menntun sem í dag er B.Sc. gráða frá háskólum í Bretlandi.

Ég hef starfað við ráðgjöf á eigin stofu við grasalækningar í 25 ár ásamt því að halda fjölda námskeiða um lækningajurtir og smyrslagerð. Ég tíni sjálf allar íslensku lækningajurtirnar sem ég nota í vörurnar mínar og handhræri öll krem og smyrsl. Ég hef að auki gefið út bók um íslenskar lækningajurtir sem notið hefur mikilla vinsælda og einnig matreiðslubókina Ljúfmeti úr lækningajurtum. Eins hefur bókin um íslenskar lækningajurtir verið gefin út á Íslandi og í Bandaríkjunum undir heitinu Icelandic Herbs and their Medicinal Uses. Alls óskylt grasalækningum hef ég einnig skrifað bókina Vörubílstjórar á vegum úti fyrir Vörubílstjórafélagið Mjölni á Selfossi.

Undanfarin ár hef ég einnig haldið námskeið í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi um íslenskar lækningajurtir ásamt fyrirlestrum um hvernig ég hef náð árangri sem grasalæknir á Facebook.

  • Out of stock
    Skoða
  • Sale!

    Ljúfmeti úr lækningajurtum

    Original price was: 5.186 kr..Current price is: 4.149 kr..
    Setja í körfu Skoða
  • Sale!

    Icelandic Herbs and their Medicinal Uses

    Original price was: 6.733 kr..Current price is: 5.386 kr..
    Setja í körfu Skoða

Endilega deildu þessari síðu fyrir mig!