Veturinn getur farið ansi illa með húðina þegar kuldinn ræður ríkjum. Miskunnarlausir vindar og þurrt loft þurrka húðina upp og valda kláða og almennum óþægindum. Þetta á ekki bara við um andlitið heldur líka hendur og önnur svæði sem eru berskjölduð. Hvort sem þú trúir því eða ekki, þá eru til lausnir við þessum vandamálum svo þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af því að húðin þorni upp. Hér eru 5 ráð til að koma í veg fyrir þurra húð og til að meðhöndla hana á veturna.

1. Borðaðu vel og drekktu vatn

Næringarríkt mataræði skiptir sköpum þegar kemur að öllum hliðum heilsu, en oft er litið framhjá mikilvægi þess þegar kemur að húðinni. Til dæmis geta fæðubótarefni eða matur sem inniheldur ómega-3 fitusýrur hjálpað þurri húð: ég mæli með villtum laxi, hörfræjum, lýsi eða valhnetum. Því miður er ekki hægt að koma jafnvægi á rakastig húðarinnar bara með því að drekka helling af vatni, en vatn hjálpar engu að síður líkamanum að virka eðlilega og viðhalda jafnvægi. Ef þú drekkur of lítið vatn er líka hætt við að húðin þorni upp. Ég mæli alltaf með jurtatei því það veitir raka og því það er svo notalegt að drekka heita drykki á veturna.

Uppáhalds jurtateið mitt

1 msk holy basil (tulsi)

2 msk piparmynta

1 msk vallhumall

Settu jurtirnar í teketil (eða hitabrúsa) og fylltu með sjóðandi vatni. Sigtaðu teið í bolla en leyfðu jurtunum að liggja í katlinum yfir daginn. Drekktu 3 til 4 bolla á dag.

Hinn fullkomni morgunmatur fyrir geislandi húð

2. Endurhugsaðu húðrútínuna þína

Allir þurfa rakakrem, sérstaklega á veturna og það er ennþá mikilvægara ef þú ert mikið úti. Lykillinn að góðri húðrútínu er að hafa hana einfalda svo þú sért líklegri til að halda henni og vegna þess að á veturna getur húðin verið viðkvæmari fyrir ákveðnum innihaldsefnum. Íhugaðu því að sleppa ónauðsynlegum vörum á borð við andlitvatn, grófum skrúbbum og möskum. Leitaðu að ilmefnalausum vörum og mundu að setja á þig rakakrem um leið og þú stígur út úr sturtunni til að læsa rakann í húðinni. Ekki klóra þér ef þig klæjar í húðina, notaðu frekar kælipoka eða róandi rakakrem.

Ég mæli með rakagefandi pakkatilboðinu ef þú ert að leita að húðvörum sem eru lausar við öll óæskileg innihaldsefni. Það inniheldur tvö öflug krem sem veita djúpan raka. Fullkomið fyrir veturinn!

  • Sale!

    Pakkatilboð – rakagefandi

    Original price was: 18.480 kr..Current price is: 13.860 kr..
    Setja í körfu Skoða

Ef þú ert hins vegar með mjög þurra húð þá mæli ég með extra rakagefandi pakkatilboðinu  sem er hannað til að græða þurra húð og draga úr kláða. Það dregur úr skaðlegum umhverfisáhrifum og gengur hratt inn í húðina svo það er frábært undir farða.

  • Sale!

    Pakkatilboð – extra rakagefandi

    Original price was: 16.480 kr..Current price is: 13.184 kr..
    Setja í körfu Skoða

Ef þú ert með exem eða sóríasis mæli ég með græðandi pakkatilboðinu handa þér – það græðir þurra húð, kláða, exem, sóríasis og bólgur. Kremin í þessu  pakkatilboði eru fyrir allan líkamann, ekki bara andlitið.

  • Inniheldur sárasmyrslið, sem er meðal annars hægt að nota sem varasalva. Ég hef notað það fyrir exem í kringum munninn á börnum með frábærum árangri.
  • Varirnar þorna auðveldlega upp ef þær eru vættar of oft því þá verða þær berskjaldaðari fyrir þurru lofti og endurskini sólarinnar í snjónum. Lausnin er að hætta að væta þær og vernda þær fyrir umhverfisskaða með góðum varasalva, til dæmis sárasmyrslinu.

Ég hef fengið margar umsagnir um að sárasmyrslið sé einstaklega gott á þurrkubletti og fyrir fjallgöngur því það er gott á blöðrur og fótasár. Hlauparar nota einnig sárasmyrslið til að græða þurrar varir og þurrkubletti sem myndast á kinnunum út af sólinni eða köldum vindi. Þú getur skoðað umsagnir hér.

  • Sale!

    Pakkatilboð – græðandi

    Original price was: 14.980 kr..Current price is: 11.984 kr..
    Setja í körfu Skoða

3. Eru fötin þín að erta húðina?

Ákveðin efni geta ert húðina. Góð lausn er að passa að innsta lagið sé úr efni sem andar og svo klæðast ull og grófari efnum ofan á það. Þannig er húðin aldrei í beinni snertingu við ertandi efni. Annað sem er mikilvægt er að skipta fljótt um föt ef þú blotnar því blaut föt geta ert húðina og valdið kláða.

4. Ekki gleyma höndunum

Þótt það sé eðlilegt að einblína á húðina í andlitinu á veturna, eru hendurnar líka í hættu yfir vetrarmánuðina. Þær geta auðveldlega orðið þurrar út af kuldanum og tíðum handþvotti. Settu á þig vettlinga þegar þú ferð út úr húsi og notaðu góðan handáburð. Ég mæli að sjálfsögðu með handáburðinum mínum sem ég handgeri úr íslenskum jurtum. Hann er einstaklega góður fyrir þurrar og sprungnar hendur þar sem hann mýkir og veitir langvarandi raka. Ef þú ert með mjög þurrar hendur er gott að bera á sig ríkt lag af handáburðinum fyrir svefninn og fara í bómullarhanska yfir svo húðin geti drukkið í sig eins mikið af rakanum og hægt er.

5. Hlúðu að andlegu heilsunni

Þetta gæti hljómað furðulega, en stress hefur bein áhrif á húðina. Stress gerir húðina viðkvæmari og eykur bólgur í líkamanum. Húðvandamál á borð við exem, sóríasis, bólur, kláða og þurra húð geta öll versnað við stress. Þetta skapar hvimleiða hringrás þar sem stress veldur húðvandamálum og húðvandamálin valda stressi. Lausnin? Finndu út hvaða stresslosandi aðferðir virka fyrir þig – ég mæli með hreyfingu, hugleiðslu (hér er ókeypis hugleiðslunámskeið sem ég mæli með) og að læra að segja nei.

Um höfundinn

Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Sjá nánar
Anna Rósa grasalæknir