Mér fannst tilvalið að taka saman 7 jurtir fyrir betri svefn því það eru svo margir sem glíma við svefnvandamál. Mjög stór hluti sjúklinga hjá mér koma til mín af því þeir eiga erfitt með að sofna eða ná djúpum samfelldum svefni. Ég valdi þær jurtir sem ég hef notað hvað mest á þeim 30 árum sem ég hef starfað sem grasalæknir, en allar eiga þær það sameiginlegt að vera góðar við svefnleysi, sérstaklega ef það tengist stressi og kvíða.

1. Holy basil (Tulsi)

Holy basil, öðru nafni tulsi (Ocimum sanctum), hefur verið notað til lækninga í yfir 3.000 ár í indverskum grasalækningum. Það er einstaklega gott til að bæta svefn og styrkja taugakerfið, en ég hef notað það í ráðgjöfinni hjá mér í meira en áratug. Holy basil er sérstaklega áhrifaríkt þegar svefnvandmál tengjast stressi, kvíða og þunglyndi. Ég er reglulega spurð að því hvort hægt sé að nota kryddið basil (sem notað er í mat) á sama hátt og holy basil þar sem það eru nátengdar tegundir. Svarið við því er nei, basil sem er notað í mat hefur ekki sömu róandi áhrif og það er ekki notað fyrir svefn. Holy basil er bæði í tinktúru og teblöndu í pakkatilboði við álagi og svefnleysi. Ég drekk sjálf te úr holy basil á hverjum degi því mér finnst það frábær forvörn gegn stressi.

Tulsi

2. Ashwagandha

Ashwagandha rót (Withania somnifera) hefur frá örófi alda þótt góð til koma jafnvægi á taugakerfið en hún er líkt og holy basil mikið notuð í indverskum grasalækningum. Latneska fræðiheitið somnifera vísar til notkunar ashwagandha við svefnleysi. Ég nota hana mikið til að styrkja og róa taugakerfið en stór hluti sjúklinga hjá mér á erfitt með svefn og þá gef ég þeim iðulega ashwaganda tinktúru. Hún er notuð yfir lengri tíma til að bæta svefninn, a.m.k tvo til þrjá mánuði, því þetta er ekki jurt sem virkar á örfáum dögum. Ashwagandha er líka einstaklega góð gegn stressi en hún er þekkt fyrir að koma jafnvægi á nýrnahetturnar og þá hormóna sem þar eru framleiddir. Rótin af jurtinni er notuð annað hvort í dufti eða tinktúru, en ég geri mína eigin tinktúru úr lífrænt vottaðri ashwagandha rót. Ég mæli með að taka 1 tappa af ashwaganda tinktúrunni með morgunmat samhliða pakkatilboðinu við álagi og svefnleysi í tvo til þrjá mánuði.

Ashwagandha

3. Lindiblóm

Lindiblóm (Tilia spp.) hafa slakandi áhrif á bæði taugakerfi og vöðva og eru einstaklega áhrifarík þegar taugaspenna og vöðvabólga koma í veg fyrir svefn. Þau lækka líka blóðþrýsting og eru því tilvalin þegar svefnleysi stafar af háum blóðþrýstingi ásamt stressi og kvíða. Lindiblóm eru bæði í tinktúru og teblöndu í pakkatilboðinu við álagi og svefnleysi. 

Lindiblóm

4. Schisandra

Schisandra ber (Schisandra chinensis) koma frá Asíu og eiga sér margra alda sögu í grasalækningum. Þau eru líka kölluð „5 bragða berin“ því þótt þau séu aðallega súr á bragðið má einnig greina krydd, beiskt, salt og sætt bragð af þeim. Schisandra ber eru sérstaklega góð til að styrkja og koma jafnvægi á stresshormónana sem framleiddir eru í nýrnahettunum. Þau eru ákaflega góð fyrir þá sem þjást af svefnleysi af völdum álags og kvíða, en ég hef notað þau mikið fyrir svefnvana sjúklinga hjá mér. Schisandra ber eru í pakkatilboðinu við álagi og svefnleysi. 

Schisandra ber

5. Sítrónumelissa

Sítrónumelissa (Melissa officinalis) er bæði róandi og kvíðastillandi ásamt því að styrkja og næra taugakerfið. Hún er einstaklega góð til bæta svefni og draga úr álagi, bæði í tinktúru og drukkin sem te. Hún dregur líka úr kvíða og þunglyndi og svefnvandamálum samfara því. Sítrónumelissa er bæði í tinktúru og teblöndu í pakkatilboðinu við álagi og svefnleysi.

Sítrónumelissa

6. Burnirót

Burnirót (Rhodiola rosaea) hefur lengi verið notuð í grasalækningum í Austur-Evrópu og Asíu en hún er ein af fáum íslenskum jurtum sem er styrkjandi fyrir taugakerfið. Burnirót er í sérstöku uppáhaldi hjá mér fyrir andlega líðan. Hún er sú jurt sem ég hef notað hvað mest í ráðgjöfinni hjá mér til að styrkja taugakerfið en ég nota hana mjög mikið við stressi og svefnleysi, sérstaklega ef því fylgir kvíði og þunglyndi. Það má bæta við 1 tappa af burnirót (með morgunmat) samhliða pakkatilboði við álagi og svefnleysi ef þörf er á.

Burnirót

7. Reishi

Nú svindla ég svolítið því reishi (Ganoderma lucidum) er sveppur en ekki jurt. Í Kína á öldum áður þótti reishisveppurinn auka langlífi, en hann var sjaldgæfur og því fengu eingöngu keisarinn og hirð hans að njóta hans. Áður fyrr voru sveppir til lækninga eingöngu tíndir villtir og voru oft ákaflega verðmætir en í dag eru lækningasveppir hins vegar ræktaðir í tugþúsundum tonna ár hvert til notkunar í fæðubótarefni. Reishi er einstaklega góður til að styrkja og næra taugakerfið en hann hefur lengi verið notaður við svefnleysi. Ég hef notað reishi mjög mikið í ráðgjöfinni hjá mér undanfarinn áratug með góðum árangri en reishi er í pakkatilboði við álagi og svefnleysi og pakkatilboði við kvíða og þunglyndi.

Reishi

Pakkatilboð við álagi og svefnleysi

Grasalæknar vinna sjaldan með eina jurt í einu heldur blanda saman nokkrum tegundum. Ein ástæða þess að jurtum er blandað saman er sú að ein jurt getur magnað upp virkni annarrar, eins og sýnt hefur verið fram á með rannsóknum. Ég blanda iðulega 6-8 jurtum saman í svokallaðar tinktúrur en í þeim er búið að vinna virk efni úr jurtunum með því að leysa þau upp í alkóhóli. Í þessum tilboðspakka við álagi og svefnleysi hef ég blandað saman holy basil, lindiblómum, schisandra og sítrónumelissu ásamt fleiri jurtum til að ná sem mestum árangri. Að auki er reishi sveppaduft og róandi te í þessum pakka en reynslan hefur kennt mér að það borgar sig að vinna með tinktúrur, te og duft samhliða til að ná sem mestum árangri. Jurtirnar og reishi sveppaduftið í þessum pakka auka líkurnar á að sofna og ná dýpri samfelldum svefni ásamt því að draga úr stressi. Ég mæli einnig með því að bæta við ashwagandha ef um langvarandi vandamál er að ræða og þá er tilvalið að taka 1 tappa af ashwaganda á morgana til viðbótar við vörurnar í tilboðspakkanum.

  • Sale!

    Pakkatilboð – svefn

    Original price was: 17.980 kr..Current price is: 15.990 kr..
    Setja í körfu Skoða
  • Ashwagandha

    6.990 kr.
    Setja í körfu Skoða

Pakkatilboð við kvíða og þunglyndi

Í þessum tilboðspakka við kvíða og þunglyndi er burnirót, róandi te og lion’s mane sveppaduft því, eins og áður kom fram, borgar sig að vinna með tinktúrur, te og duft samhliða til að ná sem mestum árangri. Ef um langvarandi vandamál er að ræða er gott að taka 1 tappa af ashwaganda á morgnana samhliða vörunum í tilboðspakkanum.

  • Sale!

    Pakkatilboð – kvíði og þunglyndi

    Original price was: 17.980 kr..Current price is: 15.990 kr..
    Setja í körfu Skoða
  • Ashwagandha

    6.990 kr.
    Setja í körfu Skoða

Um höfundinn

Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Sjá nánar
Anna Rósa grasalæknir