Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefsvæðinu annarosa.is. Eigandi er Anna Rósa grasalæknir ehf., kt. 531108-1080, Langholtsvegi 109, 104 Reykjavík, sem framleiðir húðvörur og fæðubótarefni úr jurtum.

Pantanir

Pantanir eru afgreiddar þegar greiðsla hefur borist og þá er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Anna Rósa grasalæknir ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Afhendingartími

Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og hægt er, en í flestum tilvikum afgreiðir Anna Rósa pantanir samdægurs eða næsta virka dag. Vörum er dreift með Íslandspósti eða Basesendingu. Heimsending á höfuðborgarsvæðinu er afhent samdægurs eða næsta virka dag ef pantað er fyrir kl 10 virka daga. Það tekur vanalega 1-3 virka daga að afhenda á pósthús/póstbox/pakkaport og heim annarstaðar en á höfuðborgarsvæðinu. Því miður er ekki í boði að sækja vörur til Önnu Rósu. Sé varan ekki til á lager mun Anna Rósa grasalæknir ehf. hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða endurgreiða vöru ef þess er óskað.

Sendingarkostnaður

  • Það er frí heimsending þegar keypt er fyrir 15.000 kr eða meira. Það gildir líka þegar sent er á pósthús/póstbox/pakkaport.
  • Sendingarkostnaður er 990 kr á höfuðborgarsvæðinu en 1.290 kr á landsbyggðinni þegar keypt er fyrir minna en 15.000 kr. Það gildir þegar sent er heim/pósthús/póstbox/pakkaport.
  • Því miður er ekki hægt að sækja pantanir til Önnu Rósu, allar pantanir eru undantekningarlaust sendar með Íslandspósti/Basesendingu.

Persónuupplýsingar

Á annarosa.is er aðgengileg persónuverndarstefna félagsins. Í þessari persónuverndarstefnu kemur fram hvernig Anna Rósa grasalæknir ehf. vinnur með þær persónuupplýsingar sem félagið geymir um kaupanda og hvaða rétt hann á varðandi þær upplýsingar.

Greiðslur

Hægt er að greiða á annarosa.is með visa electron, maestro og mastercard debit- og kreditkortum. Öll vinnsla kreditkortaupplýsinga fer fram í öruggri greiðslugátt hjá Rapyd greiðslumiðlun (Kortaþjónustan).

Verð

Öll verð í vefverslun eru uppgefin í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti. Öll verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, myndabrengl eða prentvillur og geta breyst án fyrirvara.

Skilaréttur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Ef um er að ræða pakkatilboð er aðeins hægt að skila öllum pakkanum, ekki einstaka vörum í pakkatilboðinu. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Tilkynna þarf Önnu Rósu grasalækni ehf. með tölvupósti á onnuson@annarosa.is um fyrirhuguð skil og kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Anna Rósa grasalæknir er ekki með opna verslun og senda þarf vöruna sem á að skila með pósti á eftirfarandi heimilisfang:

Anna Rósa grasalæknir ehf.

Langholtsvegur 109

104 Reykjavík

Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Endursending er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema um sé að ræða gallaða/ranga vöru. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Tjón

Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Anna Rósa grasalæknir ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá Önnu Rósu grasalækni ehf. til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Námskeið

Námskeiðsgjald er eingöngu endurgreitt ef látið er vita 10 dögum fyrir dagsetningu námskeiðs. Athugið að það er ekki endurgreitt ef viðkomandi mætir ekki á námskeiðið hvort sem það er vegna veikinda, veðurs eða af öðrum ástæðum. Það er heldur ekki hægt að mæta á annað námskeið síðar í staðinn fyrir námskeiðið sem ekki var mætt á.

Galli

Komi upp óvæntur galli á vöru við komu til kaupanda skal Anna Rósa grasalæknir ehf. ráða bót á gallanum og láta hann hafa nýja vöru án endurgjalds og aukakostnaðar eða endurgreiða ef þess er óskað.

Trúnaður og persónuupplýsingar

Anna Rósa grasalæknir ehf. heitir fullum trúnaði vegna persónuupplýsinga sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað. Lesa persónuverndarstefnu.

Ágreiningur

Ef ágreiningur rís á milli kaupanda og seljanda um efni þessara skilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Rísi mál vegna þessa samnings skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.