Anna Rósa mælir með að taka allar vörurnar í þessu pakkatilboði samhliða í a.m.k. einn til þrjá mánuði til að reyna að ná sem mestum árangri.
Magn: Fjallagrös og fíflarót 200 ml, triphalatöflur 120 stk (1000 mg) og te við uppþembu 40 g.
Notkun – Fjallagrös og fíflarót: 1 tappi þrisvar á dag fyrir eða eftir mat. Blandist í vatn, safa eða jurtate. Hristist fyrir notkun.
Notkun – Triphalatöflur: Mælt er með að taka 2 töflur tvisvar á dag, tvær á morgnana og tvær eftir kvöldmat.
Notkun – Te við uppþembu: Settu 1-2 tsk. í bolla, helltu sjóðandi vatni á, láttu standa í a.m.k. 10 mínútur, síaðu jurtir frá. Drekktu þrjá til fjóra bolla á dag.
Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.
Geymsluþol: Tinktúran Fjallagrös og fíflarót er með 5 ára endingartíma og við ábyrgjumst 1 árs endingu eftir opnun. Tinktúran er framleidd oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika hennar. Geymist við stofuhita. Triphalatöflur eru með 3 ára endingartíma. Geymist við stofuhita. Te við uppþembu er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Teið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.
Varúð: Fjallagrös og fíflarót: Geymist þar sem börn ná ekki til. Ekki ráðlagt fyrir þungaðar konur, konur með börn á brjósti, fólk með áfengisvandamál, fólk undir 20 ára aldri eða ef grunur leikur á jurtaofnæmi. Fæðubótarefni koma ekki í stað lyfja né fjölbreyttrar fæðu.
Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Anna Rósa tínir sjálf allar íslensku lækningajurtirnar á ómenguðum svæðum, en tinktúrurnar eru að langmestu leyti úr ferskum jurtum. Erlendar lækningajurtir eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar. |
Sigríður Ingibjörg Jensdóttir (verified owner) –
Anonymous (verified owner) –
Góðar vörur
Anonymous (verified owner) –
Teið er mjög bragðgott
Ástrós Werner Guðmundsdóttir (verified owner) –
100% vörur sem virka💖
Steinunn Einarsdottir (verified owner) –
Ég er mjög ánægð með þessar vörum sem ég keypti vegna erfiðleika með hægðir, uppþanin og mikin vindgang sem var mjög óþægilegt. Þær virkuðu samdægurs og róuðu þarmana. Teið er frekar bragðlítið að mér finnst svo ég bæti smá sítrónu vökva saman við.
helga Jörundsdóttir (verified owner) –
Frábærar
Sigurbjörg (verified owner) –
Mjög gott.
Gunnar Helgi Guðmundsson (verified owner) –
Virkar