Pakkatilboð – meðganga, brjóstagjöf og ungbörn

9.490 kr.

Þessi pakki er tilvalinn handa verðandi móður og inniheldur:

 • Hindberjalauf – styrkja legvöðva og undirbúa leg fyrir fæðingu
 • Vatnslosandi te – dregur úr bjúg og liðverkjum vegna vökvasöfnunar
 • Mjólkuraukandi te – eykur brjóstamjólk
 • Magakveisute – dregur úr magakveisu og óværð hjá ungbörnum
 • Lúxusprufa af sárasmyrsli – einstaklega gott á sárar geirvörtur, þurrkubletti, bleiuútbrot og slit á meðgöngu

Smelltu til að lesa um hvaða jurtir eru öruggar á meðgöngu.

Lýsing

Anna Rósa mælir með að taka allar vörurnar í þessu pakkatilboði samhliða í a.m.k. einn til þrjá mánuði til að ná sem mestum árangri.

HINDBERJALAUF 50 g

Hindberjalauf styrkja legvöðva og löng hefð er fyrir því að taka þau á meðgöngu til að auðvelda fyrir fæðingu.

Notkun: Settu 1-2 tsk. í bolla, helltu sjóðandi vatni á, láttu standa í a.m.k. 10 mínútur, síaðu jurtir frá. Drekktu einn til tvo bolla á dag frá og með fimmta mánuði meðgöngu.

Varúð: Ekki er mælt með inntöku hindberjalaufa á fyrstu mánuðum meðgöngu en ágætt er að byrja taka þau reglulega á fimmta mánuði meðgöngu.

MJÓLKURAUKANDI TE 40 g

Þessi teblanda inniheldur jurtir sem eru þekktar fyrir að auka brjóstamjólk.

Notkun: Settu 1 msk í bolla, helltu sjóðandi vatni á, láttu standa í a.m.k. 10 mínútur, síaðu jurtir frá. Drekktu þrjá til fjóra bolla á dag.

MAGAKVEISUTE 40 g

Þessi teblanda er krampastillandi og róandi og hefur reynst ákaflega vel við magakveisu og óværð í ungabörnum. Miðað er við að móðirin sé með barnið á brjósti og drekki teið sjálf, en jurtirnar hafa áhrif í gegnum brjóstamjólkina.

Notkun: Fyrir móður með barn á brjósti: Settu 1-2 tsk. í bolla, helltu sjóðandi vatni á, láttu standa í a.m.k. 10 mínútur, síaðu jurtir frá. Drekktu fjóra bolla á dag.

VATNSLOSANDI TE 40 g

Þessi teblanda er vatnslosandi og dregur úr vökvasöfnun og liðverkjum á meðgöngu.

Notkun: Settu 1-2 tsk í bolla, helltu sjóðandi vatni á, láttu standa í 10 mínútur, síaðu jurtir frá. Drekktu fjóra bolla á dag. Má drekka á meðgöngu.

Geymsluþol: Tein eru með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 3 mánaða endingu eftir opnun. Framleidd oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þeirra. Geymist við stofuhita.

LÚXUSPRUFA – SÁRASMYRSL 15 ML

Bólgueyðandi og græðandi smyrsl gegn þurrki, bólgum og ertingu í húð. Sérstaklega gott á þurrkubletti, bleiuútbrot, sárar geirvörtur, slit á meðgöngu, sveppasýkingar í leggöngum, sár og gyllinæð.

Notkun: Berið ríkulega á viðkomandi svæði þrisvar til sex sinnum á dag eða oftar. Má nota á allan líkamann, þ.m.t. viðkvæma slímhúð, andlit, hársvörð og í kringum augu.

Geymsluþol: Sárasmyrslið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Smyrslið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Ekki prófað á dýrum og án glúteins. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Algengar spurningar

 • Já, það er frí heimsending þegar keypt er fyrir 15.000 kr eða meira. Það gildir líka þegar sent er á pósthús/póstbox/pakkaport.
 • Sendingarkostnaður er 990 kr á höfuðborgarsvæðinu en 1.290 kr á landsbyggðinni þegar keypt er fyrir minna en 15.000 kr. Það gildir þegar sent er heim/pósthús/póstbox/pakkaport.

Nei því miður, það er EKKI hægt að panta í vefverslun og sækja í verslun á Langholtsvegi 109. Í stað þess að panta og sækja í verslun er hægt að koma í verslunina sem er opin fimmtudaga og föstudaga frá 12-16 og kaupa á staðnum.

Já, við erum með opna búð að Langholtsvegi 109 (Drekavogsmegin). Það er opið fimmtudaga og föstudaga frá 12-16.

Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og hægt er, en í flestum tilvikum afgreiðir Anna Rósa pantanir samdægurs eða næsta virka dag. Vörum er dreift með Íslandspósti. Heimsending er afhent samdægurs (í 95% tilvika) eða næsta dag (í 5% tilvika)  á höfuðborgarsvæðinu ef pantað er fyrir kl 10 virka daga. Það tekur vanalega 1-3 virka daga að afhenda á pósthús/póstbox/pakkaport. Því miður er ekki í boði að sækja vörur í verslun til Önnu Rósu.

Við bjóðum reglulega upp á afsláttarkóða í fréttabréfinu okkar. Skráðu þig á póstlista og fylgstu vel með!

Skráðu þig hér!

Já, við erum með lúxusprufur af öllum húðvörum. Lúxusprufur af kremum eru 15 ml og af bóluhreinsi 20 ml. Prufurnar eru í sömu hágæða glerkrukkum/flöskum og húðvörur í fullri stærð. Þetta magn er nóg til þess að prufa í nokkur skipti og sjá hvort varan hentar þinni húð. Lúxusprufur fást eingöngu í vefverslun.

Skoða Lúxusprufur

Innihald

*lífrænt vottað eða tínt af Önnu Rósu

Hindberjalauf

Hindberjalauf* (Rubus ideus).

Mjólkuraukandi te

Brenninetla* (Urtica dioica), fennelfræ* (Foeniculum vulgare), fenugreekfræ* (Trigonella foenum-graecum), broddkúmenfræ* (Cumin cyminum), kúmenfræ* (Carum carvi).

Vatnslosandi te

Túnfífill* (Taraxicum officinale), piparmynta* (Menta x piperita), brenninetla* (Urtica dioica).

Magakveisute

Kamilla* (Matricaria recutita), fennelfræ* (Foeniculum vulgare), hvannarfræ* (Angelica archangelica).

Sárasmyrsl

Ólífuolía (Olea europea), býflugnavax (Cera alba), sheasmjör* (Butyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), mjaðjurt* (Filipendula ulmaria), haugarfi* (Stellaria media), vallhumall* (Achillea millefolium), birki* (Betula pubescens), GMO-frítt E vítamín (tocopherol), lavender*(Lavendula officinalis).

Endurvinnsla

 • 100% endurvinnanleg glerkrukka
 • 100% endurvinnanlegt lok úr polypropylene/polyethylene plasti
 • 100% endurvinnanlegar umbúðir – FSC vottaður pappír úr sjálfbærum skógum
 • Blek er unnið úr náttúrulegu endurnýtanlegu hráefni

Umsagnir

Það eru engar umsagnir ennþá.

Vertu fyrst(ur) til að gefa “Pakkatilboð – meðganga, brjóstagjöf og ungbörn” umsögn.

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Go to Top