Fjallagrös og fíflarót

4.990 kr.

(1 umsögn frá notanda)
  • Hreinsar meltingu og dregur úr uppþembu
  • Hægðalosandi og krampastillandi
  • Dregur úr vindverkjum og ristilkrampa
  • Hefur reynst vel gegn meltingartruflunum
  • Styrkir lifur og dregur úr innvortis sveppasýkingu

Þessi tinktúra er í pakkatilboði – uppþemba og hægðatregða.

 

Inniheldur íslenskar jurtir tíndar af Önnu Rósu.

200 ml

SKU: 2055 Categories: ,

Lýsing

Anna Rósa mælir með samfelldri notkun í a.m.k. einn til þrjá mánuði til að ná sem mestum árangri.

Notkun: 1 tappi þrisvar á dag fyrir eða eftir mat. Blandist í vatn, safa eða jurtate. Hristist fyrir notkun.

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: Tinktúran er með 5 ára endingartíma og við ábyrgjumst 1 árs endingu eftir opnun. Tinktúran er framleidd oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika hennar. Geymist við stofuhita.

Varúð: Geymist þar sem börn ná ekki til. Ekki ráðlagt fyrir þungaðar konur, konur með börn á brjósti, fólk með áfengisvandamál, fólk undir 20 ára aldri eða ef grunur leikur á jurtaofnæmi. Fæðubótarefni koma ekki í stað lyfja né fjölbreyttrar fæðu.

Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Anna Rósa tínir sjálf allar íslensku lækningajurtirnar á ómenguðum svæðum, en tinktúrurnar eru að langmestu leyti úr ferskum jurtum. Erlendar lækningajurtir eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar.

Ég er 67 ára og ákvað að prófa tinktúruna Fjallagrös og fíflarót frá Önnu Rósu. Nú er ég búinn með þrjár flöskur og finn að virknin er mjög góð. Ég finn mikinn mun á maganum og hef líka miklu meiri orku en áður. Ég mæli hiklaust með þessari tinktúru því hún virkar mjög vel!

Guðjón Einarsson

Mig langar aðeins að segja þér hvað tinktúran Fjallagrös og fíflarót gerði gott fyrir mig. Ég er sko enn á fyrstu flösku en kem núna til með að eiga hana alltaf til taks. Ég var komin í þrot með bakflæði og óþægindi og sýrubindandi lyf höfðu lítið að segja og allt silaðist áfram í meltingunni og allt fór illa í magann. Ég fór að taka tinktúruna og fann árangur strax á fyrsta degi og á fjórða degi áttaði ég mig á að ég hafði ekki tekið nein sýrubindandi lyf. Ég byrjaði að taka 1 skammt þrisvar á dag en fæ mér núna eftir þörfum. Þetta virkar dásamlega!

Solveig Friðriksdóttir

Algengar spurningar

  • Já, það er frí heimsending þegar keypt er fyrir 15.000 kr eða meira. Það gildir líka þegar sent er á pósthús/póstbox/pakkaport.
  • Sendingarkostnaður er 990 kr á höfuðborgarsvæðinu en 1.290 kr á landsbyggðinni þegar keypt er fyrir minna en 15.000 kr. Það gildir þegar sent er heim/pósthús/póstbox/pakkaport.

Nei því miður, það er EKKI hægt að panta í vefverslun og sækja í verslun á Langholtsvegi 109. Í stað þess að panta og sækja í verslun er hægt að koma í verslunina sem er opin fimmtudaga og föstudaga frá 12-16 og kaupa á staðnum.

Já, við erum með opna búð að Langholtsvegi 109 (Drekavogsmegin). Það er opið fimmtudaga og föstudaga frá 12-16.

Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og hægt er, en í flestum tilvikum afgreiðir Anna Rósa pantanir samdægurs eða næsta virka dag. Vörum er dreift með Íslandspósti. Heimsending er afhent samdægurs (í 95% tilvika) eða næsta dag (í 5% tilvika)  á höfuðborgarsvæðinu ef pantað er fyrir kl 10 virka daga. Það tekur vanalega 1-3 virka daga að afhenda á pósthús/póstbox/pakkaport. Því miður er ekki í boði að sækja vörur í verslun til Önnu Rósu.

Við bjóðum reglulega upp á afsláttarkóða í fréttabréfinu okkar. Skráðu þig á póstlista og fylgstu vel með!

Skráðu þig hér!

Já, við erum með lúxusprufur af öllum húðvörum. Lúxusprufur af kremum eru 15 ml og af bóluhreinsi 20 ml. Prufurnar eru í sömu hágæða glerkrukkum/flöskum og húðvörur í fullri stærð. Þetta magn er nóg til þess að prufa í nokkur skipti og sjá hvort varan hentar þinni húð. Lúxusprufur fást eingöngu í vefverslun.

Skoða Lúxusprufur

Innihald

*lífrænt vottað eða tínt af Önnu Rósu

29% styrkleiki af vínanda, fjallagrös* (Cetraria islandica), túnfífill* (Taraxicum officinale), ajwain* (Trachyspermum ammi), hvönn* (Angelica archangelica), baldursbrá* (Tripleurospermum maritimum), gentian* (Gentiana lutea).

1 umsögn um Fjallagrös og fíflarót

  1. Guðrún Unnur Rafnsdóttir (verified owner)

    Verified reviewVerified review - view originalExternal link

Segðu þína skoðun!

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Go to Top