Project Description

Þessi gulrótarsúpa er mjög einföld, tekur stuttan tíma að gera og er einstaklega holl. Það er sniðugt að frysta hana í passlegum skömmtum til að grípa til þegar lítill tími gefst til að elda.

1 kg gulrætur

2 l vatn

1 msk grænmetiskraftur (Raputznel)

1 msk túrmerik

hnífsoddur af cayennepipar

1 msk tómatkraftur/sósa

svartur pipar

1 laukur

7 hvítlauksrif

salt

1 dós lífræn kókosmjólk

sletta af lime- eða sítrónusafa

Skerið lauk og hvítlauk og léttsteikið, bætið skornum gulrætum, vatni og kryddi út í. Látið sjóða í ca. 20 mínútur þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar. Bætið út í tómatkrafti, kókosmjólk og sítrónusafa. Maukið með töfrasprota.

Um höfundinn

Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Sjá nánar
Anna Rósa grasalæknir