Project Description
Þessi túrmerikmjólk er í algjöru uppáhaldi hjá mér því hún er bæði afar holl og ljúffeng, enda mæli ég oft með því að sjúklingar hjá mér í ráðgjöf bæti henni inn í matarræðið hjá sér. Fyrst er búið til mauk úr túrmeriki sem síðan er notað til að búa til túrmerikmjólkina eftir þörfum.
Túrmerikmauk
40 gr lífrænt túrmerikduft
2 dl vatn
1 tsk svartur pipar mulinn
1 tsk kanill
½ tsk engifer
Blandið kryddi og vatni saman í skaftpott án loks. Látið suðu koma upp og sjóðið á vægum hita þar til er orðið að þykku mauki. Kælt og sett í glerkrukku og geymt í ísskáp. Geymist í 4-8 vikur í ísskáp.
Túrmerikmjólk
1-2 tsk túrmerikmauk
1 tsk ólífuolía eða önnur góð lífræn olía
2 dl haframjólk eða hrísmjólk
½ tsk hunang ef vill eða stevia
Allt sett í blandara og blandað þar til froðukennt. Sætt með hunangi ef vill. Drekkið 1-3 glös á dag.