Project Description

Fjallagrös eru einstaklega hollur matur og því full ástæða til að hafa þau sem oftast á boðstólum. Hefðbundið er að sjóða þau í mjólk með sykri, en hér er brugðið út af venjunni með því að krydda þau og nota hrísmjólk í stað kúamjólkur. Mér hafa alltaf þótt fjallagrös góð á bragðið, en ég verð að viðurkenna að mér finnst þau ennþá betri krydduð með kanil og pipar.

Handfylli af fjallagrösum

2 bollar hrísmjólk

½ tsk. kanill

½ tsk. svartur pipar

1 tsk. hunang

Setjið fjallagrös, hrísmjólk og krydd í pott og sjóðið við vægan hita í 4–5 mínútur. Bætið hunangi saman við síðast og hrærið í.