Loading...
Algengar spurningar2021-01-18T12:30:14+00:00
Er hægt að sækja pantanir?2021-06-05T21:18:48+00:00

Nei því miður. Anna Rósa er ekki með opna búð og sendir allar pantanir undantekningalaust með Íslandspósti/Basesendingu.

Er frí heimsending?2021-11-01T11:25:05+00:00
  • Enginn sendingarkostnaður þegar keypt er fyrir 15.000 kr eða meira (sent heim/pósthús/póstbox/pakkaport).
  • FRÍ HEIMSENDING (þegar keypt er fyrir 15.000 kr) SAMDÆGURS á höfuðborgarsvæðinu eða fyrir hádegi næsta dag ef pantað er fyrir kl 11 virka daga.
  • Sendingargjald er 990 kr á höfuðborgarsvæðinu en 1.290 kr á landsbyggðinniþegar keypt er fyrir minna en 15.000 kr (sent heim/pósthús/póstbox/pakkaport).
  • Því miður er ekki hægt að sækja pantanir til Önnu Rósu, allar pantanir eru undantekningarlaust sendar með Póstinum.
Ertu með opna búð?2020-11-05T20:40:14+00:00

Nei því miður, það er eingöngu hægt að kaupa beint af Önnu Rósu í gegnum vefverslun. Anna Rósa framleiðir yfir 100 vörutegundir sem fást í vefverslun en aðeins 12 vörutegundir fást á sölustöðum.

Hvað tekur langan tíma að fá vöru senda?2021-09-01T10:28:54+00:00

Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og hægt er, en í flestum tilvikum afgreiðir Anna Rósa pantanir samdægurs eða næsta virka dag. Vörum er dreift með Íslandspósti eða Basesendingu. Heimsending er afhent samdægurs eða fyrir hádegi næsta dag ef pantað er fyrir kl 11 virka daga.  Það tekur vanalega 1-3 virka daga að afhenda á pósthús/póstbox/pakkaport. Því miður er ekki í boði að sækja vörur til Önnu Rósu.

Ertu með prufur?2020-11-05T20:36:58+00:00

Já, við erum með lúxusprufur af öllum húðvörum. Lúxusprufur af kremum eru 15 ml og bóluhreinsir er 20 ml. Prufurnar eru í sömu hágæða glerkrukkum/flöskum og húðvörur í fullri stærð. Þetta magn er nóg til þess að prufa í nokkur skipti og sjá hvort prufan hentar þinni húð. Lúxusprufur fást eingöngu í vefverslun.

Lúxusprufur
Get ég fengið afsláttarkóða?2021-01-18T12:29:26+00:00

Við bjóðum reglulega upp á afsláttarkóða í fréttabréfinu okkar. Skráðu þig á póstlista og fylgstu vel með!

Skráðu þig hér!
Go to Top