Ertu móðurlaus?
Triphala kemur jafnvægi á meltinguna
Ég hef í mörg ár notað triphala fyrir sjúklinga í ráðgjöfinni hjá mér með mjög góðum árangri en þetta er eina staðlaða jurtablandan sem ég vinn með, allt annað blanda ég sjálf. Ég hef langmest notað triphala sem hægðalosandi samhliða öðrum jurtablöndum sem ég framleiði sjálf en það hefur reynst einstaklega vel gegn uppþembu og hægðatregðu. Triphala er einnig áhrifaríkt gegn meltingartruflunum, háum magasýrum, vindverkjum og ristilkrampa.
Í gegnum tíðina hef ég líka töluvert fengist við sáraristilbólgu þar sem aðaleinkennin eru oft mikill niðurgangur og þar hef ég margoft séð triphala hafa jákvæð áhrif. Ég get því með sanni sagt að ég hef séð triphala virka mjög vel til að koma jafnvægi á meltinguna en það virðist henta öllum því ég hef sárasjaldan séð nokkrar aukaverkanir því. Til að ná árangri skiptir skammtastærðin töluverðu máli en ég gef sjúklingum yfirleitt 4.000 mg á dag af lífrænum triphalatöflum.
- Kemur jafnvægi á meltinguna
- Hægðatregða og uppþemba
- Meltingartruflanir og háar magasýrur
- Ristilkrampi og vindverkir
- Sáraristilbólga
Triphala hefur andoxandi og bólgueyðandi áhrif
Andoxunarefni, eða þráavarnarefni, eru efni sem geta hindrað eða hægt á oxun annarra efna. Við oxun myndast oft svokölluð sindurefni (free radicals) sem geta bæði valdið skaða í lifandi frumum eða skemmt matvæli. Andoxunarefni draga hins vegar úr skaðlegum áhrifum sindurefna ásamt því að vera bólgueyðandi. Triphala hefur bæði andoxandi og bólgueyðandi áhrif en löng hefð er fyrir því að nota það til að draga úr bólgu- og gigtarsjúkdómum. Eins er vel þekkt að triphala dragi úr hálsbólgu og tannholdsbólgu, bæði innvortis og sem munnskol.
Þessi blanda getur hjálpað þér að léttast
Augnsjúkdómar og tannskemmdir
Löng hefð er fyrir því að nota triphala til að styrkja augun og draga úr augnsjúkdómum. Það hefur jákvæð áhrif á gláku, ský á auga og hvarmabólgu, bæði innvortis og sem augnskol. Eins hafa rannsóknir á einstaklingum með augnþreytu vegna tölvunotkunar sýnt að triphala augndropar draga úr augnþreytu. Triphala er einnig þekkt fyrir að draga úr tannskemmdum en klínískar rannsóknir hafa sýnt að munnskol úr triphala hefur bakteríudrepandi áhrif í munni og dregur úr tannsteini, tannholdsbólgu og skán.
Það styrkir hjarta og hægir á hrukkum
Triphala getur verndað gegn krabbameini
Hátt hlutfall andoxandi efna í triphala eru talin hafa hamlandi áhrif á vöxt krabbameinsfrumna en þónokkrar rannsóknir á triphala í tilraunaglösum og á dýrum hafa leitt þetta í ljós. Þessar rannsóknir hafa meðal annars sýnt hamlandi áhrif triphala á eitlakrabbamein, ristil- og blöðruhálskrabbamein og maga- og briskrabbamein.
Skammtar
Ég mæli með 4.000 mg á dag af lífrænum triphalatöflum. Taktu tvær 1.000 mg töflur með morgunmat og tvær 1.000 mg töflur ca. 1 klst eftir kvöldmat.
Rannsóknir
Triphala hefur verið töluvert rannsakað en eins hafa allir þrír ávextirnir í triphala verið rannsakaðir í sitthvoru lagi.
- Tvær klínískar rannsóknir hafa sýnt að munnskol úr triphala hefur bakteríudrepandi áhrif í munni og dregur úr tannsteini, tannholdsbólgu og skán.
- Rannsókn á 62 offitusjúklingum yfir þriggja mánaða tímabil sýndi að þeir sem fengu triphala léttust meira en þeir sem fengu lyfleysu.
- Rannsóknir á heilbrigðum einstaklingum leiddi í ljós að triphala styrkir ónæmiskerfið og gæti gagnast þeim sem eru með HIV/AIDS.
- Rannsókn á 141 einstaklingum með augnþreytu vegna tölvunotkunar leiddi í ljós að triphala augndropar drógu úr augnþreytu og rannsókn á 150 sjúklingum með áunna sykursýki sýndi lækkun á blóðsykri með triphala.
Ofangreindar rannsóknir hafa verið klínískar þ.e. gerðar á mönnum en þar að auki hafa verið gerðar ótalmargar rannsóknir á áhrifum triphala í tilraunaglösum og á dýrum. Þessar rannsóknir hafa meðal annars leitt í ljós að triphala:
- Styrkir ónæmiskerfið, verndar gegn geislum og hamlar vexti krabbameinsfrumna
- Er bólgueyðandi, andoxandi, bakteríu-, veiru- og sveppadrepandi
- Lækkar magasýrur, er hægðalosandi og hefur jákvæð áhrif á niðurgang
- Lækkar blóðþrýsting, blóðsykur og kólesteról
- Græðir sár og hefur jákvæð áhrif á gigtarsjúkdóma og þvagfærasýkingar
- Hefur jákvæð áhrif á ský á auga og dregur úr stressi og tannskemmdum
Hvað finnst þér um þessa grein?