Anna Rósa mælir með að taka allar vörurnar í þessu pakkatilboði samhliða í a.m.k. einn til þrjá mánuði til að ná sem mestum árangri.
Magn: Sólhattur og hvönn 200 ml, reishi sveppaduft 60 g og teblanda fyrir ónæmiskerfið 40 g.
Forvarnarskammtur – Sólhattur og hvönn: 1 tappi á dag með morgunmat. Blandist í vatn, safa eða jurtate. Hristist fyrir notkun.
Forvarnarskammtur – Reishi sveppaduft: 1 tsk á dag með morgunmat. Hrærðu út í heitt vatn, graut eða safa.
Forvarnarskammtur – Teblanda fyrir ónæmiskerfið: Settu 1 msk í bolla, helltu sjóðandi vatni á, láttu standa í a.m.k. 10 mínútur, síaðu jurtir frá. Drekktu tvo bolla á dag.
Fullur skammtur – Sólhattur og hvönn: 1 tappi þrisvar á dag. Blandist í vatn, safa eða jurtate. Hristist fyrir notkun.
Fullur skammtur – Reishi sveppaduft: 1-2 tsk á dag með morgunmat. Hrærist út í heitt vatn, graut eða safa.
Fullur skammtur – Teblanda fyrir ónæmiskerfið: Settu 1 msk í bolla, helltu sjóðandi vatni á, láttu standa í a.m.k. 10 mínútur, síaðu jurtir frá. Drekktu fjóra bolla á dag.
Geymsluþol: Tinktúran Sólhattur og hvönn er með 5 ára endingartíma og við ábyrgjumst 1 árs endingu eftir opnun. Reishi sveppaduft er með 3 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Teblanda fyrir ónæmiskerfið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Vörurnar eru framleiddar oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika. Geymist við stofuhita.
Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.
Varúð: Sólhattur og hvönn: Geymist þar sem börn ná ekki til. Ekki ráðlagt fyrir þungaðar konur, konur með börn á brjósti, fólk með áfengisvandamál, fólk undir 20 ára aldri eða ef grunur leikur á jurtaofnæmi. Fæðubótarefni koma ekki í stað lyfja né fjölbreyttrar fæðu.
Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Anna Rósa tínir sjálf allar íslensku lækningajurtirnar á ómenguðum svæðum, en tinktúrurnar eru að langmestu leyti úr ferskum jurtum. Erlendar lækningajurtir eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar. |
Ágústa H. (verified owner) –
Ég fann næstum strax að einkennin minnkuðu, þ.e.a.s. Kvef einkennin nefstífla og hósti, fæ mér pottþétt þennan pakka aftur næst.
Björn Jónsson (verified owner) –
Vona það besta, ekki mikil reynsla enn
Katrín Þorbjörg Andrédóttir (verified owner) –
Er að nota þetta í fyrsta skipti og er mjög ánægð hingað til en ekki er komin mikil reynsla ennþá
Ulla Rolfsigne Pedersen (verified owner) –
Ég mæli með að nota jurtir til að styrkja ónæmiskerfi okkar. Það hef ég gert í mörg ár og hefur það reynst mér vel.
Signý S. (verified owner) –
Hef verið að njóta vörur frá Önju Rósu í nokkur ár og er alltaf jafn ánægð bæði með vörurnar og þjónustu hennar.
Mæli eindregið með þessum pakka til styrkingar á ónæmiskerfi
Lara Jonsdottir (verified owner) –
Guðlaug Snorradóttir (verified owner) –
Þetta eru greinilega frábærar vorur tek þetta inn þrisvar á dag og finn styrkingu mun halda þessu áfram mín líkama til góðs
Þyrí Marta Baldursdóttir (verified owner) –
Þrymur Sveinsson (verified owner) –
Inga Harðardóttir (verified owner) –
Ég hef í gegnum tíðina notað vörur Önnu Rósu með góðum árangri. Ég ákvað að prófa pakkann til styrktar ónæmiskerfinu til að vera betur í stakk búin til að takast á við það álag sem ég upplifi í dag. Í stuttu máli sagt þá er ég mjög ánægð og finn þegar jákvæðan mun á heilsu og líðan.
Kristín Birna Ólafsdóttir (verified owner) –
Frábær pakki. Teið gott á bragðið og vellíðan sem fylgir því að nota þessar vörur. Takk fyrir mig
Ásdís Ámundadottir (verified owner) –
Mæli eindregið með þessari þrennu ❤✌
Anna Sigurðardóttir (verified owner) –
Gerði gæfumuninn um að ná bata af langvinnri haustflensu! Takk fyrir mig Anna Rósa!
Ágústa H. (verified owner) –
Þessi þrenna hefur haldið kvefpestum frá mér og svo er teið mjög gott.
Kristjana Hilmarsdóttir (verified owner) –
Ekki alveg komin reynsla
Kristjana Sveinsdóttir (verified owner) –
Hef trú á þessu
Birna Vilhjálmsdóttir (verified owner) –
Virkar vel en bragðið mætti vera betra af drykknum 😉
Gunnar Jóhannsson (verified owner) –
Hef notað þessar vörur um hríð og er allur að hressast, mæli hiklaust með vörunum frá Önnu Rósu 🙂
jonina K. (verified owner) –
Góðar vörur sem standa fyrir sínu og frábær og góð þjónusta
Ása Pálsdóttir (verified owner) –
Auðvelt að nota og er greinilega að vinna á kvefinu sem hefur verið að angra mig lengi.