Anna Rósa mælir með að taka vörurnar í þessu pakkatilboði samhliða í a.m.k. einn til þrjá mánuði til að ná sem mestum árangri.
HINDBERJALAUF 40 g
Hindberjalauf styrkja legvöðva og löng hefð er fyrir því að taka þau á meðgöngu til að auðvelda fyrir fæðingu.
Notkun: Settu 1-2 tsk. í bolla, helltu sjóðandi vatni á, láttu standa í a.m.k. 10 mínútur, síaðu jurtir frá. Drekktu einn til tvo bolla á dag frá og með fimmta mánuði meðgöngu.
Varúð: Ekki er mælt með inntöku hindberjalaufa á fyrstu mánuðum meðgöngu en ágætt er að byrja taka þau reglulega á fimmta mánuði meðgöngu.
Geymsluþol: Teið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 3 mánaða endingu eftir opnun. Framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þeirra. Geymist við stofuhita.
SÁRASMYRSL 50 ML
Bólgueyðandi og græðandi smyrsl gegn þurrki, bólgum og ertingu í húð. Sérstaklega gott á þurrkubletti, bleiuútbrot, sárar geirvörtur, slit á meðgöngu, sveppasýkingar í leggöngum, sár og gyllinæð.
Notkun: Berið ríkulega á viðkomandi svæði þrisvar til sex sinnum á dag eða oftar. Má nota á allan líkamann, þ.m.t. viðkvæma slímhúð, andlit, hársvörð og í kringum augu.
Geymsluþol: Sárasmyrslið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Smyrslið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.
Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Ekki prófað á dýrum og án glúteins. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.
Rannveig (verified owner) –
Keypti þetta sem gjöf fyrir ömmustelpuna mína sem á vona á barni eftir 6 – 8 vikur. Hún er ánægð og strax farin að nota hluta af pakkanum. Er þakklát fyrir að hafa aðgang að hágæða jurtum fyrir mig og mína. Takk Anna Rósa!
Lára Hrund (verified owner) –
Mjög ánægð með þessar vörur