þessi pakki inniheldur 3 vörur: tinktúruna Maríustakkur og melissa, Lion’s Mane sveppaduft og sárasmyrsl
ef þessar vörur eru keyptar í sitthvoru lagi er verð samtals 11.070 kr. en saman í þessum pakka lækkar verð í 9.990 kr.
tinktúran og sveppaduftið þykja koma jafnvægi á hormóna og hafa reynst afar vel gegn hitakófum og svitaköstum á breytingaskeiðinu en sárasmyrslið er mikið notað fyrir viðkvæma slímhúð og sveppasýkingar í leggöngum
Anna Rósa mælir með því að taka þessar þrjár vörur samhliða til að reyna að ná sem mestum árangri
Allt í einum pakka – breytingaskeiðið
11.070 kr. 9.990 kr.
Lýsing
Tinktúran Maríustakkur og melissa og Lion’s Mane sveppaduft eru talin draga úr hitakófi og svitaköstum á breytingaskeiðinu. Tinktúran hefur einnig dregið úr skapsveiflum og pirringi á breytingaskeiðinu en mælt er með samfelldri inntöku í a.m.k. tvo til þrjá mánuði. Sárasmyrslið þykir afar gott við sveppasýkingum í leggöngum og viðkæmri slímhúð.
Magn, notkun og innihald
Maríustakkur og melissa - magn | 200 ml |
---|---|
Maríustakkur og melissa - notkun | 1 tappi (8 ml) þrisvar á dag fyrir eða eftir mat. Mælt er með samfelldri notkun í a.m.k. tvo til þrjá mánuði. Ekki skal neyta meira en ráðlagt er. Blandist í vatn, safa eða jurtate. Hristist fyrir notkun. Hætta skal notkun ef vart verður óeðlilegra einkenna. |
Maríustakkur og melissa - innihald | 31% styrkleiki af vínanda, maríustakkur* (Alchemilla vulgaris), sítrónumelissa* (Melissa officinalis), dong quai* (Angelica sinensis), vallhumall* (Achillea millefolium), brenninetla* (Urtica dioica), baldursbrá* (Tripleurospermum maritimum). *lífrænt |
Maríustakkur og melissa - varúð | Geymist þar sem börn ná ekki til. Ekki ráðlagt fyrir þungaðar konur, konur með börn á brjósti, fólk með áfengisvandamál, fólk undir 20 ára aldri eða ef grunur leikur á jurtaofnæmi. Fæðubótarefni koma ekki í stað lyfja né fjölbreyttrar fæðu. |
Tinktúrur | Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Anna Rósa tínir sjálf allar íslensku lækningajurtirnar á ómenguðum svæðum, en tinktúrurnar eru að langmestu leyti úr ferskum jurtum. Erlendar lækningajurtir eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar. |
Lion's Mane sveppaduft - magn | 60 g |
Lion's Mane sveppaduft - notkun | 1-2 tsk. á dag með morgunmat. Hrærið út í heitt vatn, graut eða safa. |
Lion's Mane sveppaduft - innihald | Lion’s Mane-sveppaduft (Hericium erinaceus). *lífrænt |
Sárasmyrsl- magn | 30 ml |
Sárasmyrsl- notkun | Berist á slímhúð a.m.k. þrisvar til fjórum sinnum á dag eða oftar eftir þörfum. |
Sárasmyrsl- innihald | Ólífuolía (Olea europea), býflugnavax (Cera alba), sheasmjör* (Butyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), mjaðjurt* (Filipendula ulmaria), haugarfi* (Stellaria media), vallhumall* (Achillea millefolium), birki* (Betula pubescens), E vítamín (tocopherol), lavender*(Lavendula officinalis). *lífrænt |
Umsagnir
Það eru engar umsagnir ennþá.