Birki er bæði bólgueyðandi og vatnslosandi en það hefur verið notað til lækninga frá örófi alda. Margar tegundir af birki eru notaðar til lækninga; ein sú þekktasta er valbjörk, B. pendula, sem ekki vex á Íslandi, en íslenska birkið hefur mjög svipaða virkni samkvæmt mörgum heimildum. Það er einnig mín reynsla, en ég hef notað birki í ráðgjöfinni hjá mér í yfir þrjá áratugi með góðum árangri.

Hvernig ég vinn úr birki

Ég tíni birkiblöð (og fremsta hluta ungra sprota) snemma á sumrin áður en þau verða maðkinum að bráð. Ég bý til birkiolíu úr fersku birki sama dag og ég tíni það. Þessa olíu nota ég í sáramyrslið mitt ásamt vallhumli, mjaðjurt og arfa en sárasmyrslið hefur verið afar vinsælt við hverskyns húðkvillum í meira en áratug. Ég bý líka til tinktúru (jurtir í alkóhóli) úr birki sem ég blanda ásamt öðrum jurtum fyrir tinktúruna fíflablöð og birki sem er vatnslosandi. Ég nota líka birkitinktúru í ráðgjöfinni hjá mér og þurrka birkiblöð í te fyrir sjúklinga.

  • Latneskt heiti: Betula pubescens.
  • Nýttir hlutar: blöð, börkur og fremsti hluti ungra sprota.
  • Áhrif: græðandi, bólgueyðandi, bakteríudrepandi, vatnslosandi, barkandi, svitadrífandi og vægt verkjastillandi.
  • Notkun: sár, exem, sórísasis, liða-, þvagsýru- og sóríasisgigt, nýrnasteinar, bjúgur, blöðrubólga, vöðvabólga. 

Það er græðandi og kláðastillandi

Birki er einstaklega gott fyrir húðina því það er mjög bólgueyðandi og bakteríudrepandi. Það er hefðbundið að nota birki til að græða sár og það er notað bæði innvortis og útvortis fyrir exem og sóríasis. Sárasmyrslið mitt sem inniheldur olíu úr freskum birkiblöðum hefur verið eitt vinsælasta smyrslið á Íslandi í yfir áratug. Það hefur reynst sérstaklega vel til að græða sár, draga úr kláða og gegn skordýrabitum, gyllinæð og frunsum. Sáramyrslið er einnig mjög vinsælt fyrir mæður og börn, sérstaklega gegn bleiuútbrotum, sárum geirvörtum, sliti á meðgöngu og sveppasýkingu í leggöngum.

  • Sale!

    Pakkatilboð – græðandi

    Original price was: 14.980 kr..Current price is: 13.490 kr..
    Setja í körfu Skoða

Birki er vatnslosandi og bólgueyðandi

Birkilauf þykja mjög góð til lækninga, en þau eru vatnslosandi og hafa mikið verið notuð við gigtarsjúkdómum, sérstaklega liða-, sóríasis- og þvagsýrugigt. Birkilauf eru einnig góð við blöðrubólgu og öðrum sýkingum í þvagrásarkerfi og eru auk þess notuð gegn nýrnasteinum og bjúg. Þá hefur birkibörkur þótt hafa góð áhrifa á vöðva- og liðverki og má gera seyði úr berkinum eða nota tinktúru, væta klút í og leggja við gigtarverki.

  • Sale!

    Pakkatilboð – vatnslosandi

    Original price was: 7.980 kr..Current price is: 6.384 kr..
    Setja í körfu Skoða

Það örvar hárvöxt

Grasalæknar hafa löngum notað birki bæði innvortis og útvortis til að stuðla að hárvexti, en þekkt er að nota birki í hárvörur til að örva hárvöxt.

Íslenzk grasafræði frá 1830

„Tré þetta hefir styrkjandi, þvagdrífandi, blóðhreinsandi, samandragandi krapt. Af nýsprottnum og þurkuðum blöðum þess gjörist te. Af berkinum gjörist seyði, hvaraf mátuligt er að taka 2 matspæni í senn. Púlver af berkinum er gott móti megn- og krapta-leysi, matarólyst; þaraf takist full teskeið í senn, 3svar dagliga, í spæni, fullum af mysu.“ – Oddur Jónsson Hjaltalín, Íslenzk grasafræði 1830

Rannsóknir

Sumar af eftirgreindum rannsóknum beinast að efnum sem hafa verið einangruð úr birkiberki og margar þeirra eru gerðar á valbjörk, B. pendula, tegund sem vex ekki á Íslandi. Heimildir herma hinsvegar að íslenska birkið og aðrar birkitegundir hafi verið notaðar á mjög svipaðan hátt og valbjörkin.

  • Klínísk opin rannsókn án lyfleysu var gerð á birkilaufum með þátttöku 1066 einstaklinga með þvagfærasýkingar eða -bólgur. Meira en helmingur sjúklinga fékk einnig sýklalyf; í lok rannsóknar voru 80% þeirra sem tóku sýklalyf án einkenna og 75% þeirra sem fengu einungis birki reyndust líka laus við einkenni. Yfir 90% bæði lækna og sjúklinga mátu virkni birkis góða eða mjög góða. Innan við 1% þátttakenda fann fyrir vægum aukaverkunum.
  • Í lítilli tvíblindri klínískri rannsókn með lyfleysu var sjúklingum með þvagfærasýkingu gefið birkite í 20 daga. Örverum í þvagi fækkaði um 39% hjá þeim sem fengu birki á móti 18% hjá þeim sem fengu lyfleysu. Í lok rannsóknar voru þrír af sjö sjúklingum sem fengu birki lausir við einkenni en í lyfleysuhóp var einn af sex án einkenna.
  • Rannsókn þar sem dýr voru látin drekka birkite sýndi marktæka aukningu á magni þvags og útskilnaði klóríðs; önnur rannsókn sýndi ekki aukið þvagmagn en bæði aukningu í útskilnaði klóríðs og þvagefnis.
  • Í þriðju rannsókninni á dýrum þar sem notuð voru nýútsprungin birkilaufblöð greindust engin vatnslosandi áhrif.
  • Fleiri rannsóknir á dýrum hafa sýnt bæði jákvæð og neikvæð vatnslosandi áhrif birkiblaða.
  • Eins hafa verið leiddar líkur að því að kalíummagn í birkiblöðum valdi vatnslosandi áhrifum birkiblaða.1
  • Virk efni úr birkiberki hafa reynst vel við sárum, þar á meðal frunsusárum,2,3 og húðkvillum.4-7
  • Virk efni úr nokkrum tegundum af birkiberki eru talin hamla vexti krabbameinsfrumna, meðal annars í maga-, lungna- og briskrabbameini.8-16
  • Rannsóknir á mansjúríubjörk, B. platyphylla var. japonica, hafa gefið vísbendingar um að efni í berki geti örvað ónæmiskerfið,17 séu bólgueyðandi, verndi brjósk hjá fólki með slitgigt18,19 og hafi andoxunarvirkni og verndandi áhrif á lifur.14,20
  • Einnig hefur verið sýnt fram á hamlandi áhrif birkitjöruolíu á Legionella pneumophila-bakteríu, sem veldur lungnabólgu,21 og að efni úr berki virki á berklabakteríuna.22
  • Rannsóknir á íslensku birki, gerðar í tilraunaglösum, hafa sýnt hamlandi áhrif á bakteríuna Staphylococcus aureus23 og rannsóknir á öðrum birkitegundum hafa leitt í ljós bakteríu- og sveppadrepandi eiginleika24,25 sem og bólgueyðandi áhrif,26 auk þess sem þær gefa til kynna að birki hafi jákvæð áhrif á gigtarsjúkdóma.27
  1. European Scientific Cooperative on Phytotherapy. 2003. ESCOP Monographs. 2. Edition. Georg Thieme Verlag, Stuttgart.
  1. Weckesser S, Laszczyk MN et al. Topical treatment of necrotising herpes zoster with betulin from birch bark. Forsch Komplementmed. 2010 Oct; 17(5):271-3. Epub 2010 Sep 9.
  1. Gong Y, Raj KM et al. The synergistic effects of betulin with acyclovir against herpes simplex viruses. Antiviral Res. 2004 Nov; 64(2):127-30.
  1. Reuter J, Wölfle U et al. Which plant for which skin disease? Part 2: Dermatophytes, chronic venous insufficiency, photoprotection, actinic keratoses, vitiligo, hair loss, cosmetic indications. J Dtsch Dermatol Ges. 2010 Aug 5. [Epub for print]
  1. Kim EC, Lee HS et al. The bark of Betula platyphylla var. japonica inhibits the development of atopic dermatitis-like skin lesions in NC/Nga mice. J Ethnopharmacol. 2008 Mar 5; 116(2):270-8. Epub 2007 Dec
  1. Huyke C, Laszczyk M et al. [Treatment of actinic keratoses with birch bark extract: a pilot study]. J Dtsch Dermatol Ges. 2006 Feb; 4(2):132-6. [Article in German]
  1. Nozdrin VI, Belousova TA et al. [Morphogenetic aspect of the influence of purified birch tar on skin]. 2004; 126(5):56-60. [Article in Russian]
  1. Drag M, Surowiak P et al. Comparison of the cytotoxic effects of birch bark extract, betulin and betulinic acid towards human gastric carcinoma and pancreatic carcinoma drug-sensitive and drug-resistant cell lines. 2009 Apr 24; 14(4):1639-51.
  2. Chen Z, Wu QL et al. [Effect of betulinic acid on proliferation and apoptosis in Jurkat cells and its mechanism]. Zhonghua Zhong Liu Za Zhi. 2008 Aug; 30(8):588-92. [Article in Chinese]
  3. Pyo JS, Roh SH et al. Anti-cancer effect of Betulin on a human lung cancer cell line: a pharmacoproteomic approach using 2 D SDS PAGE coupled with nano-HPLC tandem Mass Spectrometry. Planta Med. 2009 Feb; 75(2):127-31. Epub 2008 Dec 12.
  4. Zhang XJ, Han L et al. [Studies of betuionic acid on cell cycle and related protein expressions on mice of bearing H22 tumor cells]. Zhongguo Zhong Yao Za Zhi. 2008 Jul; 33(14):1739-43. [Article in Chinese]
  5. Mshvildadze V, Legault J et al. Anticancer diarylheptanoid glycosides from the inner bark of Betula papyrifera. 2007 Oct; 68(20):2531-6. Epub 2007 Jun 27.
  6. Rzeski W, Stepulak A et al. Betulinic acid decreases expression of bcl-2 and cyclin D1, inhibits proliferation, migration and induces apoptosis in cancer cells. Naunyn Schmiedebergs Arch Pharmacol. 2006 Oct; 374(1):11-20. Epub 2006 Sep 9.
  7. Ju EM, Lee SE et al. Antioxidant and anticancer activity of extract from Betula platyphylla var. japonica. Life Sci. 2004 Jan 9; 74(8):1013-26.
  8. Calliste CA, Trouillas P et al. Free radical scavenging activities measured by electron spin resonance spectroscopy and B16 cell antiproliferative behaviors of seven plants. J Agric Food Chem. 2001 Jul; 49(7):3321-7.
  9. Han S, Li Z et al. [Antitumor effect of the extract of birch bark and its influence to the immune function]. Zhong Yao Cai. 2000 Jun; 23(6):343-5. [Article in Chinese]
  10. Kim SH, Park JH et al. Inhibition of antigen-induced degranulation by aryl compounds isolated from the bark of Betula platyphylla in RBL-2H3 cells. Bioorg Med Chem Lett. 2010 May 1; 20(9):2824-7. Epub 2010 Mar 15.
  11. Huh JE, Baek YH et al. Protective effects of butanol fraction from Betula platyphylla var. japonica on cartilage alterations in a rabbit collagenase-induced osteoarthritis. J Ethnopharmacol. 2009 Jun 25; 123(3):515-21. Epub 2008 Sep 4.
  12. Cho YJ, Huh JE et al. Effect of Betula platyphylla var. japonica on proteoglycan release, type II collagen degradation, and matrix metalloproteinase expression in rabbit articular cartilage explants. Biol Pharm Bull. 2006 Jul; 29(7):1408-13
  13. Matsuda H, Ishikado A et al. Hepatoprotective, superoxide scavenging, and antioxidative activities of aromatic constituents from the bark of Betula platyphylla var. japonica. Bioorg Med Chem Lett. 1998 Nov 3; 8(21):2939-44.
  14. Shimizu I, Isshiki Y et al. The antibacterial activity of fragrance ingredients against Legionella pneumophila. Biol Pharm Bull. 2009 Jun; 32(6):1114-7.
  15. Demikhova OV, Balakshin VV et al. [Antimycobacterial activity of a dry birch bark extract on a model of experimental pulmonary tuberculosis]. Probl Tuberk Bolezn Legk. 2006; (1):55-7. [Article in Russian]
  16. Rauha JP, Remes S et al. Antimicrobial effects of Finnish plant extracts containing flavonoids and other phenolic compounds. Int J Food Microbiol. 2000 May 25; 56(1):3-12.
  17. Webster D, Taschereau P et al. Antifungal activity of medicinal plant extracts; preliminary screening studies. J Ethnopharmacol. 2008 Jan 4; 115(1):140-6. Epub 2007 Sep 25.
  18. Buruk K, Sokmen A et al. Antimicrobial activity of some endemic plants growing in the Eastern Black Sea Region, Turkey. 2006 Jul; 77(5):388-91. Epub 2006 Apr 18.
  19. Sur TK, Pandit S et al. Studies on the antiinflammatory activity of Betula alnoides bark. Phytother Res. 2002 Nov; 16(7):669-71.
  20. Havlik J, Gonzalez de la Huebra R et al. Xanthine oxidase inhibitory properties of Czech medicinal plants. J Ethnopharmacol. 2010 Nov 11; 132(2):461-5. Epub 2010 Aug 26.

Er öruggt að nota birki?

Rannsóknir hafa gefið tilkynna að ekki sé ráðlegt að gefa birkiblöð þeim sem eru með bjúg vegna skertrar starfsemi hjarta og nýrna.

Um höfundinn

Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Sjá nánar
Anna Rósa grasalæknir