Túrmerik (Curcuma longa) er án nokkurs vafa allra meina bót, en notkun þess sem krydd- og lækningajurtar er ævagömul bæði á Indlandi og í Kína. Það hefur óvenju fjölbreyttan lækningamátt, en undanfarna áratugi hafa margar vísindarannsóknir staðfest hefðbundna notkun þess til lækninga. Ekkert krydd er jafn vinsælt til rannsókna í heiminum í dag og túrmerik.
Það hefur bólgueyðandi áhrif
Túrmerik inniheldur virka efnið curcumin sem hefur sterk bólgueyðandi og andoxandi áhrif. Ég hef lengi notað túrmerik gegn liða-, slit- og þvagsýrugigt en það dregur úr bólgum og liðverkjum. Eins er það áhrifaríkt gegn gegn ýmsum meltingarsjúkdómum svo sem magabólgu, magasári, sáraristli og ristilkrampa. Það getur líka hjálpað við ógleði og lifrarbólgu og dregið úr gallsteinum, offitu og áunninni sykursýki.
Túrmerik verndar hjarta- og æðakerfi
Túrmerik er þekkt fyrir að styrkja hjartað en það getur lækkað bæði blóðþrýsting og kólesteról. Það örvar einnig lélegt blóðflæði og dregur úr gyllinæð og æðahnútum.
Það styrkir taugakerfið og heilastarfsemi
Curcumin, virka efnið í túrmerik örvar BDNF heilahormón (brain-derived neurotropic factor) en þessi heilahormón ýtir undir vöxt nýrra taugafrumna og dregur úr hrörnun í heila. Túrmerik vinnur þannig gegn þunglyndi, örvar heilastarfsemi og getur dregið úr líkum á Alzheimers.
Það er allra meina bót fyrir ónæmiskerfið
Löng hefð er fyrir því að nota túrmerik til að styrkja ónæmiskerfið og minnka líkur á því að fá kvef eða flensu. Ég hef líka margoft séð það draga úr hálsbólgu, hósta, astma og bronkítis.
Túrmerik er gott fyrir konur
Túrmerik er vel þekkt fyrir gagnast vel gegn ýmsum kvensjúkdómum. Það þykir virka vel við túrverkjum og fyrirtíðaspennu ásamt því að koma reglu á óreglulegar blæðingar. Túrmerik er líka notað gegn góðkynja æxlum, slímhimnuflakki og útferð úr leggöngum.
Það getur minnkað líkur á krabbameini
Margar rannsóknir hafa sýnt að curcumin, virka efnið í túrmerik hefur sterk andoxandi áhrif og getur hamlað vexti krabbameinsfrumna. Það getur dregið úr líkum þess að krabbamein myndist (sérstaklega ristilkrabbamein) og útbreiðslu þess.
Túrmerik fyrir húðina
Túrmerik er ríkt af andoxandi og bólgueyðandi efnum sem hafa góð áhrif á húðina, það viðheldur ljóma hennar og náttúrulegri útgeislun. Einnig er ævagömul hefð fyrir því að nota túrmerik til að græða sár og draga úr exemi og sóríasis. Túrmerik er að auki þekkt fyrir að draga úr bólum og öramyndun af völdum þeirra.
Svartur pipar og túrmerik
Rannsóknir á túrmerik hafa einnig sýnt að upptaka á virka efninu curcumin í meltingavegi eykst margfalt ef svartur pipar (virka efnið piperine) er tekin samhliða og eins eykur fita upptöku túrmeriks. Á Indlandi er einmitt hefðbundið að nota bæði túrmerik og pipar saman í matargerð en túrmerik gefur gula litinn í karríblöndum. Þar er einnig venja að blanda túrmerik saman við kúamjólk og drekka, ýmist sem kaldan eða heitan drykk.
Viltu prófa túrmerik?
Ef þú þjáist af bólgum og verkjum og vilt prófa túrmerik þá mæli ég með pakkatilboðinu – bólgur og verkir. Það inniheldur tinktúruna Túrmerik og engifer sem inniheldur mikið af túrmeriki ásamt svörtum pipar og íslenskum lækningajurtum. Pakkinn inniheldur einnig gigtarte úr íslenskum jurtum (sem ég tíni sjálf) og vöðva- og gigtarolíu til útvortis notkunar. Þessar vörur notaðar samhliða eru bólgueyðandi og verkjastillandi og hafa reynst vel við vefjagigt, liða- og slitgigt, vöðvabólgu og álagsmeiðslum.
Rannsóknir á túrmeriki
Flestar rannsóknir á túrmerik eru gerðar á einangraða efninu curcumin, en yfir 2.700 rannsóknir hafa verið gerðar á túrmerik undanfarna áratugi. Þegar skoðaðar eru klínískar rannsóknir á túrmerik kemur ýmislegt áhugavert í ljós.
- Klínísk rannsókn á 50 manns með langvinnt hvítblæði (CML) leiddi í ljós að þeim sem var gefið túrmerik ásamt krabbameinslyfjum sýndu meiri árangur en þeir sem eingöngu fengu krabbameinslyf.
- Niðurstöður rannsóknar á 33 manns með góðkynja stækkun blöðruhálskirtils sýndu að þeir sem fengu túrmerik samhliða annari læknismeðferð náðu umtalsvert betri árangri en þeir sem ekki fengu túrmerik.
- Klínísk rannsókn á 107 manns með slitgigt í hnjám sýndi að túrmerik var jafn áhrifaríkt og hefðbundið verkjalyf.
- Önnur rannsókn á 120 manns með slitgigt í hnjám leiddi í ljós að túrmerik hafði jákvæð áhrif þrátt fyrir að búið væri að fjarlægja virka efnið curcumin.
- Rannsóknir á fólki með áunna sykursýki leiddi í ljós jákvæð áhrif túrmeriks við smáæðakvillum og nýrnasjúkdómum tengdum sykursýki.
- Klínískar rannsóknir á túrmerik hafa einnig sýnt jákvæða verkun þess á magabólgur og meltingartruflanir. Rannsókn á þremur sjúklingum með alzheimir sjúkdóminn sýndi mikla framför þeirra við inntöku á túrmerik í þrjá mánuði.
Alla ofangreindar rannsóknir hafa verið klínískar þ.e. gerðar á mönnum en þar að auki hafa verið gerðar ótalmargar rannsóknir á áhrifum túrmeriks í tilraunaglösum og á dýrum. Þessar rannsóknir hafa meðal annars leitt í ljós að túrmerik eða curcumin getur lækkað blóðsykur, kólesteról og blóðþrýsting ásamt því að hafa andoxandi áhrif og jákvæð áhrif á þunglyndi, astma, parkinson, hjarta- og æðasjúkdóma, svæðisgarnabólgu, sáraristil, slímseigjusjúkdóma, augnsjúkdóma, gallsjúkdóma og offitu. Síðast en ekki síst hafa yfir 1.000 rannsóknir í tilraunglösum sýnt að túrmerik hefur hamlandi áhrif á vöxt kabbameinsfrumna.
Botanical Safety Handbook. 2013. AHPA (American Herbal Products Association). 2. útg. CRC Press, Florida, USA.
Varúð
Stórir skammtar af einangraða efninu curcumin teknir til langs tíma geta ert magaslímhúð og valdið bólgum eða sárum. Stórir skammtar af túrmerikdufti eða stöðluðum túrmerikhylkjum eru ekki ráðlagðir ef kona á við ófrjósemi að stríða. Mjög stórir skammtar af túrmerik geta valdið ógleði og niðurgang. Ekki er mælt með því að taka stóra skammta af túrmerik samhliða blóðþynningslyfjum. Þekkt er að túrmerik getur valdið ertingu í húð hjá þeim sem eru í mikilli snertingu við það.
Flott
Mjög áhugaverðar greinar. Hlakka til að fylgjast með
Ég prófaði túrmerikbelgi fyrir einhverjum árum en varð veik af þeim. Man ekki lengur hvernig þau veikindi voru en helst dettur mér í hug magaverkir og ógleði. Var tæp með það á árum áður.
Afar áhugaverð og ætla að prófa þetta
Góð grein og pyófa að nota Turmerik takk fyrit
Fróðleg og nærandi.
Áhugaverð ég notaði ferskt turnerican í allan vetur ca 5 daga vikunnar setti það í safa pressu og er stal slegin kona. Var það virkaæ ekki í fyrra en það er spurnig hvort þetta hafi virkað svona vel er betra að hafa þetta í pillu formi?
Túrmerik í öllu formi getur virkað vel. Ef fersk túrmerikrót fæst í búðum þá er um að gera að fá sér hana reglulega eins og þú ert að gera! Túrmerikið sem ég framleiði er í vökvaformi sem hefur reynst mjög vel, en ég framleiði það ekki í pilluformi og hef því litla reynslu af því.
Mjög góđ ef mađur tekur turmeric duft í vatnsglas hvađ á mađur ađ nota mikiđ duft? Ég er međ bæđi vefja- og slitgigt og alltaf verkjuđ alla daga.
Kveđjur Guđrún María Harđardóttir
Sæl Guðrún María, ég hef aldrei mælt með því að taka túrmerik þannig og get því ekki ráðlagt skammtastærðir. Ég bý til tinktúru úr túrmerik, sjá hér: http://annarosa.is/product/pakkatilbod-bolgur-verkir/ Bkv, Anna Rósa