Pakkatilboð – lúxusprufur í ferðalagið

Original price was: 10.270 kr..Current price is: 8.990 kr..

(17 umsagnir frá notendum)

Varstu að bóka flug til Tene eða ertu á leið í sumarbústaðinn? Þessar lúxusprufur af 24 stunda kremi, græðikremi og sárasmyrsli eru ómissandi í ferðalagið – allar í ferðastærð.

  • 24 stunda kremið gefur góðan raka (sjá í VOGUE)
  • Græðikremið mýkir og græðir þurra húð
  • Sárasmyrslið er frábær varasalvi. Gott við öllu öðru líka.

 

Inniheldur íslenskar jurtir tíndar af Önnu Rósu.

3 x 15 ml

Lýsing

Notkun: Berðu 24 stunda kremið á kvölds og morgna og græðikremið eins oft og þörf er á. Sárasmyrslið er borið á varir og hverskyns ertingu í húð þrisvar til sex sinnum á dag eða oftar.

24 STUNDA KREM

Áhrif:

  • Dregur úr fínum línum og merkjum öldrunar
  • Öflugur rakagjafi
  • Dregur úr roða og rósroða
  • Nærir, þéttir og sléttir húð
  • Inniheldur náttúrulega sólarvörn
  • Dregur úr skaðlegum umhverfisáhrifum

Húðgerð: Fyrir venjulega, þurra og þroskaða húð.

Notkun: Berðu á hreina húð á andliti, hálsi og bringu á morgnana og/eða kvöldin. Gengur mjög fljótt inn í húðina og hentar vel undir farða.

GRÆÐIKREM

Áhrif:

  • Græðir og róar exem og sóríasis
  • Dregur úr kláða og bólgum
  • Öflugur rakagjafi fyrir þurra húð
  • Dregur úr skaðlegum umhverfisáhrifum

Húðgerð: Fyrir venjulega, þurra eða skaddaða húð.

Notkun:Berðu ríkulega á viðkomandi svæði þrisvar á dag eða oftar. Gengur mjög fljótt inn í húðina. Má nota á allan líkamann, þ.m.t. andlit, hársvörð og í kringum augu.

SÁRASMYRSL

Áhrif:

  • Bólgueyðandi og græðandi
  • Dregur úr þurrki, kláða og bólgum
  • Græðir og róar exem og sóríasis
  • Sérstaklega gott á sár, útbrot, kláða, skordýrabit, sprungur og gyllinæð
  • Vinsælt á bleiuútbrot, kuldaexem, sárar geirvörtur, slit á meðgöngu og sveppasýkingar í leggöngum
  • Mikið notað á varaþurrk og frunsur
  • Innheldur eingöngu E-vítamín sem rotvörn

Húðgerð: Gegn þurrki, bólgum og ertingu í húð.

Notkun: Berðu ríkulega á viðkomandi svæði þrisvar til sex sinnum á dag eða oftar. Má nota á allan líkamann, þ.m.t. viðkvæma slímhúð, andlit, hársvörð og í kringum augu.

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Ekki prófað á dýrum og án glúteins. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: 24 stunda kremið, handáburðurinn og sárasmyrslið eru með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika. Geymist við stofuhita.

Go to Top