Hygge er danskur lífstíll sem snýst einfaldlega um að hafa það notalegt. Við erum að tala um að hugsa vel um sjálfan sig, njóta góðu hlutanna og að skapa hlýlegt umhverfi hvenær sem tækifæri gefst til. Þó vel sé hægt að hafa það hygge á sumrin, er veturinn hin fullkomna árstíð til að iðka þennan lífstíl. Til eru ýmsar leiðir til að hafa það hygge: kerti, arineldur, heitir drykkir og horfa á snjókomuna úti úr hlýjunni inni. Kjarni hygge er samt að vera í núinu og að finna gleði í hversdagsleikanum. Hér eru 10 leiðir til að hafa það hygge í vetur.
1. Gerðu notalegt heima við
Flest eyðum við meiri tíma heima við á veturna, og því er rökrétt að gera heimilið eins notalegt og hægt er. Breyttu óreiðunni í rými sem færir þér ró. Endurraðaðu húsgögnum, dimmaðu ljósin, kveiktu á kertum eða bættu nýjum púðum og teppum í safnið. Þú gætir jafnvel búið til sérstakt hyggehorn! Ef þú ert svo heppin að eiga arin þá er þetta hið fullkomna tækifæri til að kveikja upp í honum. Annars geturðu stillt á myndband af arineldi í sjónvarpinu í staðinn, það skapar líka stemningu.
2. Dreifðu ástinni
Nú er tíminn til að verja gæðastundum með fjölskyldunni. Bjóddu fjölskyldu og vinum í mat, eldið eitthvað gott saman, drekkið, hlustið á tónlist, spjallið. Ekki flækja eldamennskuna um of, gerið eitthvað gómsætt en einfalt.
3. Yljaðu þér með súpu
Það er bara eitthvað við heita súpu að vetri til, það er svo hygge! Það yljar þér að innan. Ég elska að gera mat sem er góður fyrir sál og líkama. Þessi gulróta- og graskerssúpa með kókosmjólk er bæði holl og bragðgóð, fullkomin fyrir veturinn.
4. Gluggaðu í bók
Þó það sé afar notalegt að eyða tíma með vinum sínum, er ekki verra að iðka hygge einn. Reyndar er það að liggja upp í sófa með teppi og góða bók eitt það notalegasta sem ég get séð fyrir mér. Ég er alveg viss um að þú eigir einhverjar ókláraðar bækur á náttborðinu sem eiga athygli þína loksins skilið. Bættu heitu súkkulaði í jöfnuna og þá fyrst erum við að tala saman.
5. Splæstu í góðar húðvörur
Veturinn getur farið illa með húðina – kuldinn og miskunnarlaus vindurinn er uppskrift að vandræðum. Þó er von því húðvörur af góðum gæðum geta gert gæfumuninn. Rakagefandi pakkinn veitir djúpan raka og dregur úr roða. Hins vegar hentar extra rakagefandi pakkinn betur ef húðin er mjög þurr.
6. Gerðu þér heitan drykk
Kaffi, kakó, flóuð mjólk, te. Þú ræður! Chai te uppskriftin mín er dásamleg, hún inniheldur engifer, negul og kardimommur þannig teið bragðast eins piparkökur. Samt er hún holl því öll kryddinn í henni eru bólgueyðandi og styrkja ónæmiskerfið. Þú hefur allt að vinna og engu að tapa.
7. Njóttu þess að vera úti
Hygge snýst vissulega um notalegheit, en það þýðir ekki að þú eigir að hanga inni allan daginn. Jafnvægi er lykillinn að góðu lífi. Farðu út (mundu að klæða þig eftir veðri) og tengdu þig við náttúruna með öllum skilningarvitunum: hlustaðu á fuglana, fylgstu með skýjunum, andaðu að þér fersku vetraloftinu. Þú getur farið í vetrarlautarferð, horft á stjörnurnar eða byggt snjóhús. Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn! Svo, eftir á, geturðu komið inn í hlýjuna og yljað þér.
8. Hugleiddu daglega
Hugleiðsla í aðeins 10 mínútur getur breytt deginum þínum því kyrrðin fylgir þér inn í daginn. Þú gætir jafnvel hugleitt í hyggehorninu sem þú bjóst til! Það er alveg sérstaklega mikilvægt að hlúa vel að andlegu heilsunni á veturna þegar dagarnir eru stuttir og hitatölurnar lágar. Smelltu ef þú hefur áhuga á ókeypis 40 daga hugleiðslunámskeiði. Ég get heilshugar mælt með þessu námskeiði því bæði hef ég notið góðs af því sjálf sem og fjöldi sjúklinga hjá mér.
9. Dekraðu við þig með spa-degi
Húðin þarf smá aukaást á veturna, þannig spa-dagur er fullkomin leið til að dekra við sig. Það getur verið dýrt að fara í spa þannig heimaspa er oft vænlegri kostur, og þú ræður hversu einfalt eða flókið þú vilt hafa það. Hér eru nokkrar hugmyndir:
· Farðu í bað (ég mæli með að slökkva ljósin og fylla herbergið af kertum)
· Spilaðu róandi tónlist
· Drekktu jurtate
· Gefðu þér líkamsnudd
· Dekraðu við þig með pakkatilboðinu – líkami, það mýkir, græðir og veitir djúpan raka.
10. Leggðu símann frá þér
Tæknin er samtvinnuð öllum hliðum lífsins. Þó hún sé hönnuð til að auðvelda okkur lífið, er afar stressandi að vera sítengdur. Gefðu þér pásu af og til og aftengdu þig. Stefndu á klukkutíma á dag þar sem þú slekkur á tölvunni og sjónvarpinu og felur símann. Þetta hjálpar þér að vera meira í núinu, sem er mikilvægur hluti af hygge. Þú getur líka ákveðið að hafa sérstakt skjálaust rými á heimilinu, þar sem notkun truflandi raftækja er bönnuð.
Megintilgangur hygge er að hjálpa þér að vera núvitandi og að njóta litlu hlutanna í lífinu með fólkinu sem þú elskar. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir ekki máli hvernig þú iðkar hygge, svo lengi sem það færir þér gleði og vellíðan.
Góð og uppbyggjandi. Ég ætla að nýta mér ráðin þín.