Pakkatilboð – álag og svefnleysi

10.990 kr.

(21 umsagnir frá notendum)

Þessi pakki inniheldur 3 vörur: tinktúruna bíum bíum bambaló, reishi sveppaduft og róandi teblöndu.

 • Við svefnleysi
 • Róandi og svæfandi
 • Eykur líkur á að sofna og á dýpri samfelldum svefni
 • Dregur úr kvíða og streitu
 • Mælt er með að nota allar vörurnar samhliða

Anna Rósa mælir með því að taka ashwagandha samhliða þessu pakkatilboði.

 

Lestu um 7 jurtir fyrir betri svefn.

 

Bíum bíum bambaló 200 ml, reishi sveppaduft 60 g og róandi te 40 g

Lýsing

Anna Rósa mælir með að taka allar vörurnar í þessu pakkatilboði samhliða, ásamt ashwagandha, í a.m.k. einn til þrjá mánuði til að reyna að ná sem mestum árangri.

Magn: Bíum bíum bambaló 200 ml, reishi sveppaduft 60 g og róandi te 40 g.

Notkun – Bíum bíum bambaló: 1 tappi þrisvar á dag fyrir eða eftir mat. Blandist í vatn, safa eða jurtate. Hristist fyrir notkun.

Notkun – Reishi sveppaduft: 1 tsk á dag með morgunmat. Hrærðu út í heitt vatn, graut eða safa.

Notkun – Róandi te: Settu 1-2 tsk í bolla, helltu sjóðandi vatni á, láttu standa í a.m.k. 10 mínútur, síaðu jurtir frá. Drekktu þrjá til fjóra bolla á dag.

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: Tinktúran Bíum bíum bambaló er með 5 ára endingartíma og við ábyrgjumst 1 árs endingu eftir opnun. Tinktúran er framleidd oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika hennar. Geymist við stofuhita. Reishi sveppaduft er með 3 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Sveppaduftið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita. Róandi te er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Teið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.

Varúð: Bíum bíum bambaló: Geymist þar sem börn ná ekki til. Ekki ráðlagt fyrir þungaðar konur, konur með börn á brjósti, fólk með áfengisvandamál, fólk undir 20 ára aldri eða ef grunur leikur á jurtaofnæmi. Fæðubótarefni koma ekki í stað lyfja né fjölbreyttrar fæðu.

Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Anna Rósa tínir sjálf allar íslensku lækningajurtirnar á ómenguðum svæðum, en tinktúrurnar eru að langmestu leyti úr ferskum jurtum. Erlendar lækningajurtir eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar.

Þegar ég tek tinktúruna hennar Önnu Rósu við svefnleysi þá verð ég rólegri og næ miklu frekar djúpum svefni þrátt fyrir truflanir af völdum umhverfishljóða, birtu og stoðkerfisverkja. Ég er alveg hissa hvað þetta hefur góð áhrif því ég sef eins og steinn en ég hef strítt við svefnleysi í áratugi og prófað margt t.d. seyði, hómópatalyf og melantónin með misjöfnum árangri.

Andrés Hugó

Algengar spurningar

 • Já, það er frí heimsending þegar keypt er fyrir 15.000 kr eða meira. Það gildir líka þegar sent er á pósthús/póstbox/pakkaport.
 • Sendingarkostnaður er 990 kr á höfuðborgarsvæðinu en 1.290 kr á landsbyggðinni þegar keypt er fyrir minna en 15.000 kr. Það gildir þegar sent er heim/pósthús/póstbox/pakkaport.

Nei því miður, það er EKKI hægt að panta í vefverslun og sækja í verslun á Langholtsvegi 109. Í stað þess að panta og sækja í verslun er hægt að koma í verslunina sem er opin fimmtudaga og föstudaga frá 12-16 og kaupa á staðnum.

Já, við erum með opna búð að Langholtsvegi 109 (Drekavogsmegin). Það er opið fimmtudaga og föstudaga frá 12-16.

Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og hægt er, en í flestum tilvikum afgreiðir Anna Rósa pantanir samdægurs eða næsta virka dag. Vörum er dreift með Íslandspósti. Heimsending er afhent samdægurs (í 95% tilvika) eða næsta dag (í 5% tilvika)  á höfuðborgarsvæðinu ef pantað er fyrir kl 10 virka daga. Það tekur vanalega 1-3 virka daga að afhenda á pósthús/póstbox/pakkaport. Því miður er ekki í boði að sækja vörur í verslun til Önnu Rósu.

Við bjóðum reglulega upp á afsláttarkóða í fréttabréfinu okkar. Skráðu þig á póstlista og fylgstu vel með!

Skráðu þig hér!

Já, við erum með lúxusprufur af öllum húðvörum. Lúxusprufur af kremum eru 15 ml og af bóluhreinsi 20 ml. Prufurnar eru í sömu hágæða glerkrukkum/flöskum og húðvörur í fullri stærð. Þetta magn er nóg til þess að prufa í nokkur skipti og sjá hvort varan hentar þinni húð. Lúxusprufur fást eingöngu í vefverslun.

Skoða Lúxusprufur

Innihald

*lífrænt vottað eða tínt af Önnu Rósu

Bíum bíum bambaló:

35% styrkleiki af vínanda, lindiblóm* (Tilia sp.), schisandra* (Schisandra chinensis), tulsi* (Ocimum sanctum), bacopa* (Bacopa monniera), sítrónumelissa* (Melissa officinalis), white peony* (Paeonia lactiflora).

Reishi sveppaduft:

Reishi sveppaduft (Ganoderma lucidum).

Róandi te:

Lindiblóm* (Tilia europea), sítrónumelissa* (Melissa officinalis), holy basil* (Ocimum sanctum), grænir hafrar* (Avena sativa), fennelfræ* (Foeniculum vulgare).

21 umsagnir um Pakkatilboð – álag og svefnleysi

 1. Andrés Hugo de Maaker

  Ég tek tinktúruna hennar Önnu Rósu ef ég er stressaður vegna vinnuálags og er hræddur um að ég get ekki sofnað strax. Ég þarf að sofa vel til að geta gert æfingarnar sem sjúkraþjálfarinn lagði mér til vegna stoðkerfisvandamáls og til að enda út vinnudaginn. Ég vinn í eldhúsi og þar er míkið vinnuálag og ég æfi rúmar 3 tímar á dag. Tappi af Bíum bíum bambaló geri það að verkum að ég sef eiginlega undantekningarlaust strax ef ég tek tinktúruna. Umhverfishljóð, birta á sumrin og stoðkerfisverkir sem myndu trufla því að ég náði djúpum svefni hafa síður áhrif. Ég er alveg hissa hvað tinktúran hefur góð áhrif en ég hef strítt við svefnleysi í áratugi og prófað margt t.d. seyði, hómópatalyf og melantónin með misjöfnum árangri.

 2. Jóna Sigurlín Harðardóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Sef aðeins lengur og fljótari að sofna þegar ég vakna á nóttunni. Ætla að nota vörurnar áfram því ég finn mun og þær eru bragðgóðar sem skiptir líka máli 🙂

 3. Hugrún Fanney Hraundal sigurðardóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

 4. Hrafnhildur Einarsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Er ekki búin að reyna þetta í þaula, en það kemur, allavega virkaði aðeins á svefninn, er mjög vangæf á svefn og er með sterk lyf sem mig langar að losna við. Fer rólega í að prufa þetta.

 5. Hildur E. (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Búin að nota þessar vörur í nokkra daga. Þær fara mjög vel í mig. Ég er viðkæm í maga – róa hann. Afar bragðgóðar og spennandi. Ég trúi að þær bæti svefninn. Lengri dúrar. Ég get svarað því ákveðið eftir nokkra daga Ef ég bæti mataræðið held ég að mixtúran og teið setji punktinn yfir 🙂

 6. Andrés Hugo de Maaker (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Flottur pakki sem stuðlar að ró og auðveldar svefn

 7. Guðný Elíasdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Ég er mjög ánægð með þetta hef sofið betur 👍😘

 8. Guðrún Unnur Rafnsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

 9. Ragnheiður Linda Skúladóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Þessar vörur hjálpuðu mér því miður ekki neitt. En ég þjáist af alvarlegu og langvarandi svefnleysi. Held ég hafi hreinlega prófað allt annað og ekkert virðist hjálpa

 10. Anonymous (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Ekki gott á bragðið

 11. Anonymous (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Ég er mjög ánægð með þessa vöru og þjónustuna hjá Önnu Rósu.

 12. Anna (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Fann mikinn mun eftir nokkra daga, mæli eindregið með

 13. Hildur Jónsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Skjót og góð afgreiðsla, eðalfín vara

 14. Anonymous (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Þessar vörur eru róandi á daginn.Og svo hjálpa þær mér fyrir svefn.Þægilegar vörur.Gera sitt gagn.

 15. Einar (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Virkar vel.

 16. Sigurbjörg Magnúsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Þessar vörur við álagi og svefnleysi gera mikið gangan fyrir mig Ég er ánægð með þær.

 17. Hugrún Fanney Htaundal Sigurðardóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  þetta eru mjög góðar vörur sem hjálpa mér mikið

 18. Hugrún Fanney Htaundal Sigurðardóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  þetta hjálpar mér með svefn

 19. Sigríður H. (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Ekki komin nein reynsla á Bíum tinktúruna en aðeins á Róandi teið sem er bragðgott og dásamlegt og Reishi sveppaduftið heillar mig mikið!

 20. Hugrún Fanney Htaundal Sigurðardóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  mér finnst þessar vörur hjálpa mér mmikið

 21. Sigurbjörg Magnúsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

  Róandi te hefur þau áhrif á mig að ég verð laus við fótapirring.Sveppa duftið gerir mér bara gott.Svor róast ég af Bíum bíum bambaló drykknum.

Segðu þína skoðun!

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Go to Top