Notkun: Má nota á allan líkamann, þ.m.t. viðkvæma slímhúð, andlit, hársvörð og í kringum augu. Berðu ríkulega á viðkomandi svæði þrisvar til sex sinnum á dag eða oftar.
Áhrif:
- Bólgueyðandi og græðandi
- Dregur úr þurrki, kláða og bólgum
- Græðir og róar exem og sóríasis
- Sérstaklega gott á sár, útbrot, kláða, skordýrabit, sprungur og gyllinæð
- Vinsælt á bleiuútbrot, kuldaexem, sárar geirvörtur, slit á meðgöngu og sveppasýkingar í leggöngum
- Mikið notað á varaþurrk og frunsur
- Innheldur eingöngu E-vítamín sem rotvörn
Húðgerð: Gegn þurrki, bólgum og ertingu í húð.
Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Ekki prófað á dýrum og án glúteins. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.
Geymsluþol: Sárasmyrslið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Smyrslið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.
Sigríður Áslaug (verified owner) –
Mjög góð vara. Hef notað sárasmyrsl á alls kyns húðvandamál, og það hefur gefið góða raun.
Þórunn Halldórsdóttir (verified owner) –
Hef ekki enn prufað sárasmyslið en það lofar góðu…
Maria L. (verified owner) –
Mjög góð krem
Fjóla Aðalbjargardóttir (verified owner) –
Ómissandi
Anonymous (verified owner) –
Ég er með exem á hársverðinum og það hefur verið mjög gott og kælandi að bera kremið á.
Rannveig (verified owner) –
Frábært sárasmyrsl, græðadi og gott. Á þetta alltaf og nota mikið. Gef þetta í jóla- og afmælisgjafir, og sem fjölskyldugjafir. Nýtist fyrir alla, börn og fullorðna.
Jóna Hrefna Bergsteinsdottir (verified owner) –
Hef verið að nota á sár á fætinum, ég finn mun
Hronn Hedinsdottir (verified owner) –
Mjög gott krem
Hanna Júlia (verified owner) –
Ég hef notað sárasmyslið á sár sem eru hætt að vera opin og þá virðist mér sem gróandinn verði hraðari og betri