Project Description

Þessi gulrótarsúpa er mjög einföld, tekur stuttan tíma að gera og er einstaklega holl. Það er sniðugt að frysta hana í passlegum skömmtum til að grípa til þegar lítill tími gefst til að elda.

1 kg gulrætur

2 l vatn

1 msk grænmetiskraftur (Raputznel)

1 msk túrmerik

hnífsoddur af cayennepipar

1 msk tómatkraftur/sósa

svartur pipar

1 laukur

7 hvítlauksrif

salt

1 dós kókosmjólk (Biona lífrænt)

sletta af lime- eða sítrónusafa

Skerið lauk og hvítlauk og léttsteikið, bætið skornum gulrætum, vatni og kryddi út í. Látið sjóða í ca. 20 mínútur þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar. Bætið út í tómatkrafti, kókosmjólk og sítrónusafa. Maukið með töfrasprota.