Ég hef starfað sem grasalæknir síðustu þrjá áratugi. Ég get í sannleika sagt eftir allan þennan tíma að ég virkilega elska það sem ég geri. Ég elska að taka á móti sjúklingum í ráðgjöfinni hjá mér og oft á tíðum sjá þá öðlast heilsu á ný. Ég elska líka að tína lækningajurtirnar í guðsgrænni náttúrunni og búa til meðul úr þeim. Mér finnst líka fátt skemmtilegra en að hræra kremin mín í höndunum og blanda jurtir í tinktúrur og te. Ég er líka þakklát að hafa uppgötvað svona snemma hvað ég vildi gera og að hafa haft ástríðu fyrir því alla tíð síðan. Nú er komið að því að gefa til baka því sælla er að gefa en þiggja. Ég læt hluta af hagnaði hverrar einustu vöru hjá mér renna til þriggja hjálparsamtaka sem vinna með flóttafólki. Þú ert því líka að gefa með því að kaupa vörur af mér og þannig hagnast allir og láta gott af sér leiða.

.

sjáðu hvernig þú styrkir flóttafólk

Menntun

Anna Rósa stundaði nám í grasalækningum við College of Phytotherapy í Englandi frá 1988-1992. Hún er einnig með ITEC Diplóma í nuddi og B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er félagi í National Institute of Medical Herbalists in UK, sem er elsta félag grasalækna í heimi, stofnað 1894.

Einkatímar í ráðgjöf

Anna Rósa hefur rekið eigin ráðgjöf í yfir þrjá áratugi. Í ráðgjöfinni fer hún yfir sjúkrasögu viðkomandi og sérblandar tinktúrur og te að viðtali loknu. Anna Rósa býr sjálf til allar tinktúrur og te sem hún sérblandar handa sjúklingum í ráðgjöfinni. Hér er hægt að panta einkatíma í ráðgjöf.

Bækur

Anna Rósa er höfundur og útgefandi bókar um íslenskar lækningajurtir sem fjallar um 85 jurtir, notkun þeirra, tínslu og rannsóknir. Bókin sló í gegn þegar hún kom út og sat á metsölulistum en er nú löngu uppseld. Ekki er fyrirhugað að endurútgefa hana á næstunni. Ensk útgáfa af þessari bók Icelandic herbs and their medicinal uses er fáanleg í vefverslun. Anna Rósa hefur einnig skrifað og gefið út bækurnar Ljúfmeti úr lækningajurtum og Vörubílstjórar á vegum úti. 

Fyrirlestrar og námskeið

Anna Rósa hefur í þrjá áratugi haldið vinsæl námskeið um íslenskar lækningajurtir, áhrif þeirra, tínslu og notkun. Hún hefur að auki lengi haldið námskeið um smyrslagerð og einnig um mataræði. Anna Rósa hefur reglulega haldið fyrirlestra í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada um íslenskar lækningajurtir.

Um fyrirtækið

Nafn: Anna Rósa grasalæknir ehf

Kennitala: 531108-1080

Staðsetning: Langholtsvegur 109, 104 Reykjavík

Netfang: annarosa@annarosa.is

VSK númer: 99582

Eigandi: Anna Rósa Róbertsdóttir

Fyrirtækið er með leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur til framleiðslu á fæðubótarefnum og snyrtivörum. Starfsleyfið gildir frá 9.12.2014 til 9.12.2026.