Fjölmargar jurtir eru góðar til að bæta minni og einbeitingu þannig það var ekki svo auðvelt að velja 5 bestu jurtirnar. Þær sem ég valdi eiga það allar sameiginlegt að hafa frá örófi alda verið notaðar til að bæta minni og einbeitingu ásamt því að styrkja taugakerfi og heilastarfsemi. Það er þó ekki eingöngu hefðin sem sýnir notkun þeirra til að bæta minni og einbeitingu, en nútíma rannsóknir gefa einnig vísbendingar í þá átt. Það er talið að einn af hverjum níu einstaklingum 65 ára og eldri þjáist af elliglöpum og alzheimer og þegar komið er yfir 85 ára aldur er hlutfallið orðið þrisvar sinnum hærra. Mér finnst því full ástæða til að nota jurtir í forvarnarskyni til að styrkja heilastarfsemina og draga úr líkum á því að fá alvarlega sjúkdóma eins og alzheimer.

1. Lion’s mane

Ég byrja strax á því að svindla því lion’s mane (Hericium erinaceus) er sveppur en ekki jurt. Þessi sveppur er stundum kallaður náttúrulegt næringarefni fyrir taugafrumur en hann er þekktur fyrir að örva framleiðslu á vexti taugafrumna eða NGF (Nerve Growth Factor). NGF spilar stórt hlutverk í að viðhalda heilbrigðu taugakerfi en of lítið magn af honum er tengt við fyrstu stig af elliglöpum og Alzheimer. Tvíblind rannsókn á mönnum sýndi að lion’s mane örvaði heilastarfsemi hjá fólki með væga skerðingu á heilastarfsemi. Önnur tvíblind rannsókn á fólki með Alzheimer leiddi í ljós jákvæð áhrif lion’s mane. Ég hef notað hann í mörg ár hjá mér í ráðgjöfinni til að bæta minni og auka einbeitingu en hann hefur reynst einstaklega vel fyrir þá sem finna fyrir minnisleysi, heilaþoku og ADHD. Eins er hann sérstaklega góður gegn kvíða, þunglyndi og stressi.

5 bestu jurtirnar til að bæta minnið og einbeitingu

2. Túrmerik

Túrmerik (Curcuma longa) hefur einstaklega fjölbreyttan lækningamátt, en undanfarna áratugi hafa margar rannsóknir staðfest notkun þess til lækninga. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að curcumin, virka efnið í túrmerik hefur sterk bólgueyðandi og andoxandi áhrif. Curcumin örvar BDNF heilahormón (brain-derived neurotropic factor) en þessi heilahormón ýtir undir vöxt nýrra taugafrumna og dregur úr hrörnun í heila. Túrmerik getur bætt minnið og örvað heilastarfsemi, dregið úr bólgum í heila og líkum á elliglöpum og Alzheimers. Smelltu til að lesa meira um túrmerik. 

5 bestu jurtirnar til að bæta minnið og einbeitingu

3. Ashwagandha

Ashwagandha rót (Withania somnifera) hefur frá örófi alda þótt góð til koma jafnvægi á taugakerfið en ég nota hana mikið til að styrkja og róa taugakerfið. Hún er afar góð gegn svefnleysi og stressi en hún er þekkt fyrir að koma jafnvægi á nýrnahetturnar og þá hormóna sem þar eru framleiddir. Ashwagandha er líka einstaklega góð til að bæta minni og einbeitingu ásamt því að styrkja heilastarfsemi. Tvíblind rannsókn á fólki sýndi að bæði skammtíma og langtíma minni batnaði við inntöku á ashwagandha og eins jókst einbeiting og athygli.

5 bestu jurtirnar til að bæta minnið og einbeitingu

4. Rósmarín

Rósmarín (Rosmarinus officinalis) á sér hefð sem lækningajurt langt aftur í aldir en hún er þekkt fyrir að örva bæði taugakerfi og blóðflæði. Rósmarín er sérstaklega góð til að auka blóðflæði til höfuðs og styrkja minni og einbeitingu en hún virkar auk þess vel gegn höfuðverk, þunglyndi og þreytu. Þessi setning úr Hamlet eftir Shakespeare „There’s rosemary, that’s for remembrance; pray, love, remember” tengir rósmarín við minni og minningar. Nútíma vísindarannsóknir hafa líka gefið vísbendingar um að rósmarín geti bætt minni og styrkt heilastarfsemina. Þrjár fleiri rannsóknir á mönnum sýna sömu vísbendingar: 1, 2, 3.

5 bestu jurtirnar til að bæta minnið og einbeitingu

5. Bacopa

Bacopa (Bacopa monnieri) á sér margra alda sögu í Ayurveda eða indverskum grasalækningum. Það er vel þekkt að þessi jurt styrkir taugakerfi og heilastarfsemi en hún þykir einstaklega góð til að bæta minni og einbeitingu ásamt því að bæta svefn og draga úr stressi. Rannsókn á fólki eldra en 55 ára sýndi að bacopa bætir minnið og fleiri rannsóknir hafa sýnt að hún styrkir minnið og eykur einbeitingu.

5 bestu jurtirnar til að bæta minnið og einbeitingu

Pakkatilboð til að bæta minni og einbeitingu

Ég vinn sjaldan með eina jurt í einu heldur blanda ég oftast saman nokkrum tegundum. Ein ástæða þess að ég blanda jurtum saman er sú að ein jurt getur magnað upp virkni annarrar, eins og sýnt hefur verið fram á með rannsóknum. Ég blanda iðulega 6-8 jurtum saman í svokallaðar tinktúrur en í þeim er búið að vinna virk efni úr jurtunum með því að leysa þau upp í alkóhóli. Í þessum tilboðspakka fyrir minni og einbeitingu hef ég blandað saman túrmerik, ashwagandha, rósmarín og bacopa ásamt fleiri jurtum til að ná sem mestum árangri. Að auki er lion’s mane sveppaduft og te fyrir minnið í þessum pakka en reynslan hefur kennt mér að það borgar sig að vinna með tinktúrur, te og duft samhliða til að ná sem mestum árangri. Jurtirnar og lion’s mane sveppaduftið í þessum pakka auka líkurnar á að bæta minni og einbeitingu ásamt því að styrkja heilastarfsemi. Ég mæli líka eindregið með því að bæta við burnirót ef um er að ræða heilþoku, ADHD og kvíða og þá er tilvalið að taka 1 tappa af burnrót á morgana til viðbótar við vörurnar í tilboðspakkanum.

  • Sale!

    Pakkatilboð – minni og einbeiting

    Original price was: 14.270 kr..Current price is: 12.990 kr..
    Setja í körfu Skoða
  • Burnirót (Arctic root)

    5.990 kr.
    Setja í körfu Skoða

Litla búðin okkar

Ég og sonur minn opnuðum nýlega búð á Langholtsvegi 109 í Reykjavík og þar fæst tilboðspakkinn fyrir minni og einbeitingu ásamt yfir 100 öðrum vörum sem við framleiðum. Búðin er á sama stað og öll framleiðsla fer fram og mörgum finnst gaman að fá innsýn inn í þann heim hjá okkur. Búðin er eingöngu opin fimmtudaga og föstudaga frá 12-16.

Um höfundinn

Anna Rósa er grasalæknir, framkvæmdastjóri, rithöfundur og alþjóðlegur fyrirlesari. Fyrst og fremst er hún þó með ástríðu fyrir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Sjá nánar
Anna Rósa grasalæknir