Sárasmyrsl

2.496 kr.

Rated 5.00 out of 5 based on 2 customer ratings
(3 umsagnir frá notendum)
 • einstaklega græðandi og mýkjandi fyrir sár, þurrkbletti og sprungur

 • sérlega gott fyrir frunsur, varaþurrk, exem, sóríasis og gyllinæð

 • mjög hentugt á bleiuútbrot, kuldaexem, slit á meðgöngu og sárar geirvörtur

 • afar gott fyrir viðkæma slímhúð og sveppasýkingar í leggöngum

 • inniheldur eingöngu E-vítamínolíu sem rotvörn

Lýsing

Sárasmyrslið græðir sár og sprungur og hefur líka gefist afar vel við þurrkblettum, kláða, exemi, sóríasis, frunsum, gyllinæð, brunasárum, bleiuútbrotum og sveppasýkingum í leggöngum. Það er einnig tilvalið sem varasalvi. Það inniheldur íslenska mjaðjurt, haugarfa, vallhumal og birki sem öldum saman hafa verið notaðar gegn sárum og útbrotum.

Enginn sendingarkostnaður ef þú kaupir fyrir 11.000 kr. eða meira

Mig langaði að þakka þér fyrir æðislegar vörur. Ég á eina 6 vikna dömu og hef ég verið að nota sárasmyrslið frá þér á bossann á henni. Þetta er hreint undrakrem. Hún fékk nokkur útbrot á bossann eftir blautþurrkur og ég ákvað að prufa sárasmyrslið. Strax klukkutíma síðar voru útbrotin að hverfa. Ég nota þetta á brenndan bossann líka og græði það á örskotsstundu. Ég setti smyrslið einnig á klórfar í andlitinu á bæði dömunni og á 4 ára strákinn minn og það var farið næsta dag. Takk kærlega fyrir þessa undravöru!

Berglind Þóra Ólafsdóttir

Ég var með slæmt sár í fimm mánuði eftir skurðaðgerð og búin að reyna allskonar krem og smyrsl. Sárasmyrslið hennar Önnu Rósu gerði kraftaverk og sárið greri á einni viku. Svo er það líka gott á sprungur, útbrot og þurrkbletti.

Lena Lenharðsdóttir

Ég kynntist fyrst vörunum þínum þegar ég fékk húðsýkingu í kjölfar bráðakeisara en því fylgdi mikill kláði sem krem unnu lítið á. Kláðinn lagaðist hinsvegar við að nota sárasmyrslið þitt. Sonur minn er fæddur með skarð í vör og ég ákvað að nota græðikremið og sárasmyrslið til skiptis eftir fyrstu aðgerðirnar sem hann fór í. Sárin voru mjög fljót að gróa og lítill pirringur á aðgerðasvæðinu. Í kjölfar fleiri aðgerða þegar hann varð eldri kom ekkert annað til greina en að nota sárasmyrslið þitt með þvílíkt góðum árangri, sárin greru mjög vel og ör voru fljót að dragast saman og verða FLOTT. Fjölskyldan notar líka smyrslið fyrir fætur, á sár og margt annað og frá okkur færðu sko 10 stjörnur fyrir frábæra vöru.

Ragnheiður Sölvadóttir

Sárasmyrslið hennar Önnu Rósu grasalæknis er algjörlega frábært. Það er mjúkt, smitar ekki, gengur vel inn í húðina og er mjög græðandi. Svo lyktar það líka vel.

Hallfríður M. Pálsdóttir

Magn, notkun og innihald

Magn

30 ml

Innihald

Ólífuolía (Olea europea), býflugnavax (Cera alba), sheasmjör* (Butyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), mjaðjurt* (Filipendula ulmaria), haugarfi* (Stellaria media), vallhumall* (Achillea millefolium), birki* (Betula pubescens), E vítamín (tocopherol), lavender*(Lavendula officinalis). *lífrænt

Jurtir

Anna Rósa tínir allar íslensku lækningajurtirnar sjálf, á ómenguðum svæðum. Hún flytur sjálf inn þær erlendu jurtir sem hún notar og þær eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar.

3 umsagnir um Sárasmyrsl

 1. Rated 5 out of 5

  Ásdís G. Þorsteinsdottir

  Nauðsynlegt að eiga sarasmyrslið hennar Önnu í sjúkra kassanum. Hef notað það til að græða og mýkja sár. Virkaði vel á kulda exem hjá barnabarni. Svo er það er það varaþurrkurinn. Bara færð ekki betra smyrsl.

 2. Þórdís Hrefnudóttir Bjartmarsdóttir

  Dótturdóttir mín bókstaflega elskar sárasmyrslið frá Önnu Rósu. Enda minnir hún mig reglulega á að kaupa það fyrir sig og það geri ég svo sannarlega með glöðu geði. Besta kremið við allskyns sárum. Græðir fljótt og vel.

 3. Rated 5 out of 5

  Ingibjörg Hlínardóttir

  Fyrir nokkrum árum var èg í Ítalíu ađ sumri til. Ég reyndi allt sem ég gat ađ fæla mýflugur frá mér en var þrátt fyrir þađ mjög vinsæl hjá litlu blóđsugunum. Èg keypti ýmsar tegundir af kláđastillandi, sem mátt nota x oft á dag. Þessir áburđir stilltu oft kláđan stutt og var èg ađ verđa vitlaus af kláđa. Sem betur fer var èg međ smá sárasmyrsl međ mér. Þvílíkt æđi. Þetta tók kláđan vel og èg gat notađ þetta eins oft og vildi. Eini gallin var ađ ég var bara međ smá međ mèr. Sárasmyrsl er alltaf til á mínu heimili.

Segðu þína skoðun!

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Aðrir hafa einnig keypt þessar vörur