Námskeið um íslenskar lækningajurtir

Ekki til á lager

(3 umsagnir frá notendum)
 • hámarksfjöldi 18 manns – til að skrá sig þarf að greiða námskeiðssgjald strax í vefverslun og senda póst á annarosa@annarosa.is – ath. að námsskeiðgjald er ekki endurgreitt ef viðkomandi mætir ekki á námskeiðið

 • fjallað um áhrifamátt jurta sem auðvelt er að finna og tína
 • dæmi um helstu aðferðir við vinnslu úr jurtum
 • kennt að búa til te og seyði – nokkrar uppskriftir fylgja með
 • fjallað m.a. um bláber, burnirót, vallhumal, blóðberg, hvönn, birki, túnfífil og margar fleiri jurtir
 • hægt er að nýta námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga til að fá endurgreitt hluta af námskeiðsgjaldi
SKU: 3101 Category:

Lýsing

Áhugavert og fróðlegt námskeið hjá henni Önnu Rósu grasalækni, hún sýndi okkur og sagði frá algengustu íslensku lækningajurtunum, sagði okkur hvernig hún vinnur úr þeim, frá virkni þeirra, hvenær best er að tína þær og hvaða hlutar plöntunnar eru notaðir. Mér fannst mjög gott að heyra að hún tínir allar sínar jurtir sjálf og vinnur úr þeim, það sýnir hvað hún leggur mikinn metnað í starf sitt og er ábyrgðarfull. Við fengum hjá henni mjög gott jurtate og svo nokkrar uppskriftir. Ég er ánægð að ég skildi komast á námskeiðið því ég veit meira núna, sumarið rétt að byrja og ég ætla að vera dugleg að tína jurtir fyrir mig í te. Takk fyrir gott námskeið og bestu kveðjur.

Guðbjörg Björnsdóttir

3 umsagnir um Námskeið um íslenskar lækningajurtir

 1. Halldóra Ingimarsdóttir (verified owner)

  Ég vil þakka Önnu Rósu grasalækni fyrir frábært námskeið. Þetta var einmitt það sem ég var að leita að. þarna á námskeiðinu fræddi hún okkur um bestu aðferðirnar til þess að tína og þurka jurtir. Einnig nefndi hún nokkrar algengar jurtir, hvaða hluta hennar væri best að nota, hvernig og hvers vegna. Þetta var mjög líflegt og skemmtilegt námskeið og það skín alveg af henni Önnu Rósu hvað henni finnst þetta áhugavert og leggur mikinn metnað í starfið sitt. Mæli endregið með þessu námskeiði.

 2. Elísabet Jónsdóttir (verified owner)

  Frábært námskeið. Temmilegur fjöldi á slíku námskeiði og áhugaverðar staðreyndir og upplýsingar um jurtir sem nýtast svona leikmönnum eins og okkur. Takk fyrir okkur mæðgur.

 3. Hanna Björk Ragnarsdóttir (verified owner)

  Verified reviewVerified review - view originalExternal link

Segðu þína skoðun!

Netfang þitt verður ekki birt.

Aðrir hafa einnig keypt þessar vörur

 • Sólhattur og hvönn

  4.990 kr.
  Setja í körfu Skoða
 • Setja í körfu Skoða
 • Out of stock
  Skoða
Go to Top