Lúxusprufa – bóluhreinsir 2F1

3.490 kr.

Er bólan sem virkaði ósköp saklaus í gær orðin að skrímsli? Með 2 fyrir 1 hjá Nova færðu tvær lúxusprufur af bóluhreinsi á 3.490 kr. Þú getur sloppið við sendingarkostnað ef þú kaupir fyrir 15.000 kr eða kíkt við í búðina okkar á Langholtsvegi 109. Búðin er opin á fimmtudögum og föstudögum frá 12-16. Bóluhreinsirinn (sjá í VOGUE) er skjótvirk leið til að draga úr bólum og fílapenslum án þess að erta húðina. Dregur líka úr kláða, sviða og pirringi í frunsum. P.S. Búðu þig undir að segja bless við bólurnar!

Inniheldur íslenskar jurtir tíndar af Önnu Rósu.

20 ml

SKU: 1016 Category:

Lýsing

Notkun: Notaðu bómull eða eyrnapinna til að bera eingöngu á bólur þrisvar til sex sinnum á dag. Hristist fyrir notkun. Athugaðu að þetta er ekki andlitsvatn til að bera á allt andlitið, heldur eingöngu á bólur. Má líka nota á bak og önnur bólótt svæði á líkamanum. Þegar dagkremið er notað með bóluhreinsinum er hann fyrst borinn á bólurnar og látinn vera á, síðan er dagkremið borið yfir. Má nota á meðgöngu.

Áhrif:

 • Náttúruleg lausn gegn bólum og fílapenslum
 • Bólgueyðandi og sótthreinsandi
 • Róar og dregur úr pirringi í húð

Húðgerð: Fyrir bólur, bólur vegna rósroða og fílapensla.

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: Bóluhreinsirinn er með 5 ára endingartíma og við ábyrgjumst 1 árs endingu eftir opnun. Bóluhreinsirinn er framleiddur oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika hans. Geymist við stofuhita.

Ég og þrjár eldri systur mínar höfum verið að nota bóluhreinsinn í nokkur ár og hann hefur reynst okkur mjög vel. Við erum með ólíka húð og höfum prófað margt en bóluhreinsirinn frá Önnu Rósu hefur reynst okkur best. Ég set hann á um leið og bóla kemur og set tvisvar til þrisvar sinnum á dag og þá hverfur bólgan. Ég mæli hiklaust með honum.

Sóldís Fannberg

Bóluhreinsirinn er geggjað góður til að láta bólur fara. Ég hef sagt nokkrum vinkonum mínum frá bóluhreinsinum og sumar hafa keypt hann eða prufað hjá mér og þær elska hann. Á mínum aldri þá fær maður nokkrar bólur og þá hjálpar hann mikið, aðallega þegar bólur eru áberandi, þá er þetta pörfekt lausn.

María Ósk Jónsdóttir

Ég vil endilega hrósa þér fyrir bóluhreinsinn þinn. Dóttir mín er 14 ára og var að berjast við bólur, við keyptum bóluhreinsinn og það bjargaði fermingardeginum hennar! Stórt klapp til þín fyrir frábæra vöru.

Linda Guðríður Sigurjónsdóttir

Ég hafði heyrt talað um bóluhreinsinn í blöðum og þess háttar og ákvað að prófa að kaupa hann þar sem ég hef oft prófað vörur sem hafa ekki virkað, ef þessi vara myndi ekki virka þá bara yrði það að vera svoleiðis. En viti menn…HÚN SVÍNVIRKAÐI! Ég þríf húðina kvölds og morgna og í hvert skipti sem ég er búin að því tek ég bóluhreinsinn í bómullarskífu og held yfir vandamálasvæðið. Hjá mér sá ég þvílíkan mun strax daginn eftir. Ég var í hálfgerðu sjokki að ein vara gæti haft svona góð áhrif á húðina mína og hef ég ekki hætt að nota þessa vöru síðan! Það sem mér finnst best við hreinsinn er að hann er bólgueyðandi og t.d. ef upp koma kýli eða eitthvað á þann veg þá hverfur bólgan strax að mínu mati.

Birgitta Hafþórsdóttir

Ég notaði bóluhreinsinn þegar ég var 17 ára og hann virkaði mjög vel á mig, bólurnar hurfu og hann sótthreinsaði og græddi húðina.

Hlíf Sverrisdóttir

Ég er 16 ára og eins og margir unglingar á mínum aldri fæ ég unglingabólur. Ég hafði lengi leitað að góðri vöru en ekkert fundið fyrr en móðir mín keypti bóluhreinsinn þinn fyrir mig. Nú er ég búin að nota hann í tvær vikur og finn rosalegan mun, bólurnar hafa minnkað mjög mikið og mér finnst hann hreinsa húðina mjög vel.

Tamar Lipka Þormarsdóttir

Algengar spurningar

 • Já, það er frí heimsending þegar keypt er fyrir 15.000 kr eða meira. Það gildir líka um aðra afhendingarmöguleika.
 • Sendingarkostnaður þegar keypt er fyrir minna en 15.000 kr. er eftirfarandi:
  • Sækja á afhendingarstað TVG: 990 kr.
  • Heimsending TVG á höfuðborgarsvæðinu- kvölddreifing frá kl 17-22: 1.390 kr.
  • Heimsending TVG á suðvesturhorninu- kvölddreifing frá kl 17-22: 1.490 kr.
  • Sótt á næsta afhendingarstað Eimskips á landsbyggðinni: 1.390 kr.

Nei því miður, það er EKKI hægt að panta í vefverslun og sækja í verslun á Langholtsvegi 109. Í stað þess að panta og sækja í verslun er hægt að koma í verslunina sem er opin fimmtudaga og föstudaga frá 12-16 og kaupa á staðnum.

Já, við erum með opna búð að Langholtsvegi 109 (Drekavogsmegin). Það er opið fimmtudaga og föstudaga frá 12-16.

Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og hægt er, en í flestum tilvikum afgreiðum við pantanir samdægurs eða næsta virka dag. Hægt er að velja kvölddreifingu með TVG frá kl 17-22 á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu. SMS er sent um áætlaðan afhendingartíma. Því miður er ekki í boði að sækja vörur sem pantaðar eru í vefverslun í verslun Önnu Rósu á Langholtsvegi 109.

Við bjóðum reglulega upp á afsláttarkóða í fréttabréfinu okkar. Skráðu þig á póstlista og fylgstu vel með!

Skráðu þig hér!

Já, við erum með lúxusprufur af öllum húðvörum. Lúxusprufur af kremum eru 15 ml og af bóluhreinsi 20 ml. Prufurnar eru í sömu hágæða glerkrukkum/flöskum og húðvörur í fullri stærð. Þetta magn er nóg til þess að prufa í nokkur skipti og sjá hvort varan hentar þinni húð. Lúxusprufur fást eingöngu í vefverslun.

Skoða Lúxusprufur

Innihald

*lífrænt vottað eða tínt af Önnu Rósu

32% styrkleiki af vínanda, vallhumall* (Achillea millefolium), garðablóðberg* (Thymus vulgaris), blóðberg* (Thymus praecox) morgunfrú* (Calendula officinalis). *lífrænt

Endurvinnsla

 • 100% endurvinnanleg glerflaska
 • 100% endurvinnanlegur tappi úr polypropylene/polyethylene plasti
 • 100% endurvinnanlegar umbúðir – FSC vottaður pappír úr sjálfbærum skógum
 • Blek er unnið úr náttúrulegu endurnýtanlegu hráefni

Umsagnir

Það eru engar umsagnir ennþá.

Vertu fyrst(ur) til að gefa “Lúxusprufa – bóluhreinsir 2F1” umsögn.

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Go to Top