Handáburður

3.390 kr.

  • mýkjandi og græðandi

  • sérstaklega góður fyrir þurrar og sprungnar hendur
  • gengur mjög fljótt inn í húðina og gefur silkimjúka áferð
  • nærir naglabönd

Lýsing

Handáburðurinn er mýkjandi og græðandi og sérstaklega góður fyrir þurrar og sprungnar hendur. Hann nærir naglabönd, fer fljótt inn í húðina og gefur silkimjúka áferð. Handáburðurinn inniheldur lífræna möndluolíu og ilmkjarnaolíur sem gefa ferskan sítrónukeim ásamt því að vera sótthreinsandi.

Handáburðurinn frá Önnu Rósu er mjög mjúkur og góður. Ég þarf mikið að nota handáburð því hendur mínar verða oft þurrar og hrjúfar við mikla vatnsnotkun. Áhrif af handáburði endast því miður oft stutt, en það á ekki við um handáburðinn frá Önnu Rósu, hann er miklu betri. Hann smitar ekki, er sérlega endingargóður, gefur mjúka áferð, smýgur hratt inn í húðina og er líka svo einstaklega heilnæmur!

Margrét Ólöf Ívarsdóttir

Handáburður frá Önnu Rósu grasalækni er „TÆR SNILLD“. Ljúfur sítrónukeimur, silkimjúkur og rennur vel inn í húðina. Fyrsta flokks vara sem ég mæli óhikað með.

Greta Marín Pálmadóttir

Magn, notkun og innihald

Magn

50 ml

Innihald

Vatn, ólífuolía (Olea europaea), vallhumall* (Achillea millefolium), kamilla* (Matricaria recutita), morgunfrú* (Calendula officinalis), sheasmjör* (Bytyrospermum parkii), kakósmjör* (Theobroma cacao), cetosteryl alcohol, ethoxylated sorbitan ester, möndluolía* (Prunus dulcis), phenoxyethanol, benzyl alcohol, potassium sorbate, E vítamín (tocopherol), bergamot* (Citrus bergamia), sítrónugras* (Cymbopogon flexuosus). *lífrænt

Jurtir

Anna Rósa tínir allar íslensku lækningajurtirnar sjálf, á ómenguðum svæðum. Hún flytur sjálf inn þær erlendu jurtir sem hún notar og þær eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir ennþá.

Vertu fyrst(ur) til að gefa “Handáburður” umsögn.

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Aðrir hafa einnig keypt þessar vörur