Frábær tvenna fyrir unglinginn á heimilinu! Gjafapakkinn inniheldur hinn sívinsæla bóluhreinsi ásamt lúxusprufu af dagkremi. Bóluhreinsirinn hefur verið óhemju vinsæll á Íslandi í 13 ár enda er hann skjótvirk leið til þess að draga úr bólum og fílapenslum án þess að erta húðina. Dagkremið jafnar húðina og gefur henni fallegan ljóma ásamt því henta einstaklega vel á bólur og blandaða húð. Þetta er ómissandi kombó fyrir unglinginn þinn!
Gjafapakkinn inniheldur:
- Bóluhreinsir – náttúruleg lausn við bólum
- Lúxusprufa af dagkremi – gefur ljóma og jafnar húð
Smáatriðin:
Gjöfin kemur innpökkuð í brúnt box úr FSC vottuðum pappa úr sjálfbærum skógum, silkipappír og borða. Gjöfin er send af stað samdægurs ef pantað er fyrir kl 10 en annars næsta dag. Við sendum aðeins á virkum dögum. Einnig er hægt að fá gjafapakka í verslun okkar að Langholtsvegi 109, opið fimmtudaga og föstudaga frá 12-16.
20 ml flaska
15 ml krukka
Umsagnir
Það eru engar umsagnir ennþá.